Fréttablaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 62
Mun ekki spila með Akureyri í vetur
Spænsku dómararnir
Breto og Huelva eru ekki
sérstaklega vinsælir á Íslandi
eftir dómgæslu þeirra í leik
Íslands og Póllands þar sem
hallaði nokkuð mikið á strákana
okkar.
Þeir félagar eru komnir til
Hamborgar og annar þeirra gekk
að Alfreð Gíslasyni í gær og
viðurkenndi að þeir hefðu gert
tvö mistök undir lok leiksins. Svo
bað hann Alfreð afsökunar. „Mér
fannst það sýna mikinn karakter
hjá þeim félögum,“ sagði Alfreð
en hver veit nema þeir dæmi leik
Íslands í dag.
Viðurkenndu
mistök
Alfreð Gíslason
landsliðsþjálfari hefur tilkynnt
hornamanninn Einar Örn Jónsson
í íslenska hópinn en hann hefur
engan þátt tekið í mótinu til
þessa.
Ragnar Óskarsson hefur þar
með lokið þátttöku sinni en hann
yfirgaf hópinn fyrir nokkru til að
vera hjá konu sinni sem á von á
barni. Hún hefur enn ekki fætt
frumburð þeirra hjóna.
Einar inn
og Ragnar út
Íslenska landsliðið tók
létta æfingu í Colour Line höllinni
í gærkvöldi eftir fjögurra tíma
akstur frá Halle. Alfreð Gíslason
var rólegur að sjá og hann gerir
ráð fyrir jöfnum leik í kvöld.
„Þetta verður hörkuleikur og
vonandi skemmtilegur. Ég tel
þessi lið mjög áþekk að getu og
Danirnir hafa hugsanlega aðeins
meiri breidd en ég get samt ekki
séð á mínum mönnum að þeir séu
eitthvað þreyttir. Boldsen hjá
Dönunum hefur verið að spila frá-
bærlega á þessu móti og ég þykist
nú vita að hann sé í lélegra formi
en margir af okkar leikmönnum.
Ég held að úrslit leiksins muni
ráðast á stemningu, dagsforminu
og síðan vörn og markvörslu,“
sagði Alfreð en Roland Eradze
verður tæplega með íslenska
landsliðinu en hann er með mikil
útbrot á líkamanum sem eru
afleiðing ofnæmis sem ekki hefur
enn verið greint.
„Við verðum að standa vörnina
gríðarlega vel og ef við gerum það
þá er ég sannfærður um að við
munum vinna þennan leik,“ sagði
Alfreð sem hefur litlar áhyggjur
af meiðslunum í hópnum.
„Ég hef ekkert miklar áhyggj-
ur af stöðu mála. Það eru smáatriði
hjá mörgum en helsta áhyggjuefn-
ið á þessari stundu er Róbert en ég
taldi rétt að láta mynda hann svo
við værum vissir með stöðuna á
honum,“ sagði Alfreð.
„Breiddin er að aukast hjá
okkur og það er jákvætt og hjálp-
ar okkur í þessum leik gegn
Dönum. Ég er bjartsýnn og er viss
um að úrslit ráðist á smáatrið-
um.“
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari á von á mjög jöfnum og spennandi leik gegn
Dönum í kvöld er liðin mætast í Hamborg í átta liða úrslitum á HM.
Línumaðurinn Róbert
Gunnarsson er ekki kjálkabrot-
inn eins og óttast var í gær og
mun því spila í leiknum mikil-
væga gegn Dönum í kvöld.
Róbert fékk þungt högg í and-
litið í leiknum gegn Þjóðverjum.
Róbert hefur áður kjálkabrotnað
og því var óttast að hið sama
hefði gerst gegn Þjóðverjum.
Róbert fór í röntgenmyndatöku
um leið og íslenska liðið kom til
Hamborgar í gær og myndatakan
leiddi í ljós að það er í fínu lagi
með kappann.
Hann er nokkuð marinn og á
erfitt með að borða en mætir
engu að síður af fullum krafti í
leikinn í kvöld.
Smávegis veikindi hafa herjað
á íslenska hópinn og Ásgeir Örn
Hallgrímsson gat ekki æft með
liðinu í gær vegna veikinda. Hann
ætti engu að síður að vera klár í
kvöld.
Róbert er ekki kjálkabrotinn
Stuðningsmenn West
Ham fengu slæmar fréttir í gær. Í
ljós kom að þeir Dean Ashton og
Lucas Neill verða frá næstu
vikurnar vegna meiðsla.
Neill er nýkominn til West
Ham og meiddist í sínum fyrsta
leik gegn Watford um helgina.
Hann mun hið minnsta missa af
næstu þremur leikjum liðsins.
Ashton hefur verið frá í fimm
mánuði vegna ökklabrots en
meiddist nýverið aftur á ökkla.
Hann verður því enn lengur frá.
Meiðsli hrjá
West Ham
Keflavík kvaddi í gær
hina bandarísku TaKeshu Watson
með 104-80 sigri á liði Hamars í
undanúrslitum Lýsingarbikar-
keppni kvenna.
Leikmenn Hamars, sem eru
nýliðar í Iceland Express deild
kvenna, komust þó vel frá
leiknum. Þær héldu í við Keflvík-
inga allan leikinn en fyrr í vetur
hefur viðureignum liðanna lokið
með stórsigri Keflavíkur.
Watson, sem er meidd, var
stigahæst Keflvíkinga með 25
stig en hún spilaði einungis í 23
mínútur. Bryndís Guðmundsdótt-
ir skoraði 18 stig.
Hjá Hamar var Latreece
Bagley 22 stig og 19 fráköst og
hin 16 ára Hafrún Halfdánardótt-
ir skoraði 16 stig.
Keflavík í úrslit
Alex McLeish var í gær
kynntur sem nýr þjálfari skoska
landsliðsins. Hann var þar til í
haust stjóri Glasgow Rangers en
var rekinn úr því starfi. Eftir-
maður hans þar var Walter Smith
sem hætti sem landsliðsþjálfari
Skota til að taka við Rangers.
Skotland hefur náð frábærum
árangri í undankeppni EM 2008
undir Smith og trónir á toppi B-
riðils eftir frækinn sigur á
Frökkum. Heimsmeistarar Ítala
eru í þriðja sæti riðilsins.
McLeish tekur
við Skotlandi