Fréttablaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 29
Sumir eiga erfitt með svefn
en á því má sigrast sé réttum
aðferðum beitt.
Sofðu unga
ástin mín
Parkinson sjúklingum mun
fjölga um helming hjá 15 fjöl-
mennustu þjóðunum fyrir árið
2032.
Í nýjasta hefti vísindaritsins Neur-
ology er því haldið fram að öldr-
unarsjúkdómar eins og Parkinson
séu stærsta heilbrigðisvandamál
framtíðarinnar. Áætlað er að í 15
fjölmennustu ríkjum heims muni
fjöldi Parkinson sjúklinga tvöfald-
ast á næstu 25 árum.
Þetta kemur verst niður á
fátækari löndum þar sem velferð-
arkerfið er ekki í föstum skorðum.
Þetta á við um mörg af 15 fjöl-
mennustu ríkjum heims. Ríkin
sem um ræðir eru Kína, Indland,
Indónesía, Bandaríkin, Brasilía,
Pakistan, Bangladess, Nígería,
Japan, Rússland og Evrópuríkin
Frakkland, Þýskaland, Bretland
og Ítalía.
Parkinson sjúklingum
fjölgar ört
Uppspretta fíkninnar
Vísindamenn hafa fundið
svæði í heilanum sem ber
ábyrgð á löngun í sígarettur.
Reykingar eru ávanabindandi
bæði líkamlega og andlega. Nú
hafa vísindamenn fundið hvaða
svæði það er í heilanum sem
virðist hafa mest áhrif á löngun
reykingafólks í sígarettur.
Svæðið sem um ræðir er einn-
ig talið ábyrgt fyrir ýmsum til-
finningum. Skaddist svæðið
hættir fólk að reykja um leið.
Löngunin hverfur sem og ánægj-
an sem fylgir reykingum.
Fundurinn er fyrsta beina
sönnunin á tökum reykinga á
heilanum sjálfum.