Fréttablaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 38
{ Börn og foreldrar } 6
Flestir hafa eflaust orðið varir við
athyglisverða auglýsingu í sjón-
varpinu þar sem ungur strákur
kallar vin sinn fávita á netinu og
hefur það í för með sér ýmsar miður
skemmtilegar afleiðingar. Sjöfn
Þórðar, annar af verkefnastjórum
SAFT, útskýrir tilgang auglýsinga-
herferðarinnar og verkefninu sem
hún tengist.
„SAFT er vakningarátak á vegum
Heimilis og skóla um örugga notk-
un íslenskra barna og unglinga
á netinu og tengdum miðlum og
stendur skammstöfunin fyrir „sam-
félag, fjölskylda og tækni“. Mark-
mið auglýsingaátaksins er að hvetja
til heilbrigðari samskipta á netinu
og vekja fólk til umhugsunar um
nauðsyn þess að nota sömu við-
mið í samskiptum okkar hvort sem
er í hinum áþreifanlega veruleika
eða í netheimum,“ segir Sjöfn og
bætir við að AUGA, góðgerðarsjóð-
ur auglýsenda, auglýsingastofa og
fjölmiðla, taki að þessu sinni hönd-
um saman við SAFT.
„Verkefnið SAFT er unnið innan
aðgerðaáætlunar Evrópusambands-
ins um aukið öryggi á netinu og er
markmiðið að stuðla að öruggri og
ábyrgri notkun á netinu og efla vit-
und um hvernig hægt er að njóta
netsins og nýrra miðla á öruggan,
jákvæðan, skemmtilegan og fræð-
andi hátt. Netið er góður upplýs-
inga- og samskiptamiðill með óend-
anlega möguleika og mikilvægt er
að nýta hann á jákvæðan hátt en
ekki til að meiða eða særa aðra,“
segir Sjöfn og telur brýna þörf á
vakningarátaki af þessu tagi og þá
ekki síst í ljósi þess sem hefur verið
að gerast síðastliðna daga.
Markhópur átaksins er börn og
unglingar, foreldrar og samfélagið
allt. Segir Sjöfn mjög mikilvægt að
stilla ekki ungu fólki upp sem söku-
dólgum þar sem slæm netnotkun
sé alls ekki bundin við þann hóp.
„Foreldrar eru miðill í þeim skiln-
ingi að þeir ræði hvað góð netsam-
skipti eru við börn sín. Foreldrar
eru fyrirmyndir barna sinna og það
er brýnt að mínu mati að foreldrar
setji sig inn í netheim barna sinna
og skilji þetta völundarhús.“ segir
Sjöfn sem hvetur foreldra eindregið
til að kynna sér samskiptamöguleik-
ana sem eru í boði á netinu, eins og
t.d. msn og myspace. Aðferðin sem
SAFT notar er að einfalda skilaboð
með því að búa til fimm netorð sem
ná yfir flest sem misferst í sam-
skiptum á netinu. Þau eru:
1. Allt sem þú gerir á netinu endur-
speglar hver þú ert.
2. Komdu fram við aðra eins og þú
vilt láta koma fram við þig.
3. Ekki taka þátt í neinu sem þú
veist ekki hvað er.
4. Mundu að efni sem þú setur á
netið er öllum opið, alltaf.
5. Þú berð ábyrgð á því sem þú
segir og gerir á netinu.
Það stendur til að færa verkefn-
ið út til skólanna á næstu dögum
og gefur SAFT út kennsluefni
sem sýnir börnum og unglingum
hvernig beri að haga sér á net-
inu. Nálgast má kennsluefnið sem
og allar frekari upplýsingar um
SAFT-átakið á heimasíðunni www.
saft.is. Á döfinni er síðan merkileg
ráðstefna 6. febrúar næstkomandi
sem er Alþjóðlegi netöryggisdag-
urinn. Ráðstefnan er öllum opin og
verður haldin í húsnæði DeCode,
Sturlugötu 8. Þar verður meðal
annarra fyrirlesarinn Anne Kirah
en hún er mann- og sálfræðingur
að mennt, starfar sem yfirhönnuð-
ur hjá Microsoft ásamt því að vera
rektor alþjóðlegs háskóla í Kaup-
mannahöfn. Hjá Microsoft hefur
hún stjórnað alþjóðlegu rannsókn-
arstarfi með það að markmiði að
hafa áhrif á vöru- og þjónustuþró-
un Microsoft með notkun og þarfir
notandans í huga, og þar m.a. borið
ábyrgð á þróun MSN.
Nánari upplýsingar: www.heim-
iliogskoli.is og www.saft.is.
Örugg netnotkun barna
SAFT - samfélag, fjölskyldan og tækni er vakningarátak um örugga notkun íslenskra
barna og unglinga á netinu og tengdum miðlum.
Grímur Nói Einarsson er fjögurra
ára nemi í leikskólanum Sólstöf-
um.
Ertu búinn að vera lengi í þessum
leikskóla?
Já.
Finnst þér gaman í leikskólanum?
Já, mér finnst gaman að leika mér
með dýr.
Áttu góða vini í leikskólanum?
Já, Orra.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera þegar þú ert ekki í leikskól-
anum?
Æfa mig í íþróttaskólanum.
Hvað gerið þið í íþróttaskólan-
um?
Við gerum æfingar og klifrum upp
á eitthvað. Það er svolítið erfitt.
Áttu systkini?
Já, ég á lítinn bróður. Ég á líka
spólu. Bambaspólu. Ég á líka
hundamynd og Gosamynd og
tvær bambamyndir.
Á margar teiknimyndir
Uppeldi er vandaverk og alls ekki óal-
gengt að foreldrum verði á mistök. Ein
þeirra eru að missa stjórn á skapi sínu.
Þegar fólk venur sig á að öskra á
börnin sín endar það yfirleitt á því að
þau öskra á móti. Ástæðan er sú að
með því að öskra á barn sýnir foreldri
að sú hegðun sé ásættanleg. Börn eru
yfirleitt móttækilegri fyrir vinsamleg-
um beiðnum og
leiðbeiningum frá
foreldrum sínum.
Það er hægt að
vera ákveðin(n)
án þess að vera
reið(ur).
Uppeldismistök
Alþjóðleg fræðsla og samskipti
www.afs.is
info-isl@afs.org
552 5450
Erum a› taka á móti umsóknum
um skiptinemadvöl. Fjölmörg
lönd í bo›i. Ársdvöl, hálfsársdvöl,
3 mána›a dvöl og 4–6 vikna dvöl.