Fréttablaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 60
Clap Your Hands Say Yeah
(CYHSY) skaust upp á stjörnuhim-
in tónlistarheimsins með fraum-
raun sinni, samnefndri sveitinni,
sem kom út árið 2005. Plötuna
höfðu þeir félagar algjörlega unnið
sjálfir og innihélt litríkar indí-
poppsperlur. Á annarri breiðskífu
kappanna kveður við svolítið
annan tón. Piltarnir fengu Dave
nokkurn Friedman til þess að sjá
um upptökustjórn en hann hefur
áður gert afbragðs hluti með sveit-
um á borð við Weezer, Mercury
Rev, Sleater-Kinney, Mogwai, Low
og ekki síst Flaming Lips. Áhersl-
an á að þróa hljóm sveitarinnar
virðist því CYHSY-liðum hugleik-
in.
Strax í fyrsta laginu sem heitir því
sama og platan, Some Loud Thund-
er, kemur bersýnilega í ljós að
áherslurnar hafa breyst. Alec
Ounsworth, söngvarinn, virðist
syngja í gegnum ónýtan hljóðnema
og allt annað hljómar í meira lagi
hrátt. Lagið er samt skemmtilegt
og æsandi kúabjalla gerir mikið
fyrir lagið. Næstu lög feta svipaða
línu, örlítið drungaleg og meiri
sækadelía í gangi en á fyrri plöt-
unni. Lögin eru hins vegar ekki
nógu eftirtektarverð, ekki fyrr en
kemur að Satan Said Dance sem er
líklegast besta lag sem ég hef
heyrt með CYHSY til þessa, ugg-
vænlega grípandi.
Því miður ná CYHSY ekki að fylgja
eftir því frábæra lagi. Restin af
plötunni er þó langt frá því að vera
slor. Lög eins og Yankee Go Home
og Five Easy Pieces er bæði metn-
aðarfull (þótt nafnið á því seinna
gefi annað til kynna) og hljómur-
inn mikill og góður.
Tónlistargagnrýnendur eru oft
gagnrýndir fyrir að bera tónlistar-
fólk of mikið saman við fyrri verk
en hins vegar ætti slíkt að teljast
einstaklega eðlilegt. Staðreyndin
með CYHSY er líka þessi: Fyrsta
platan er einfaldlega betri en sú
seinni. Og jafnvel þó að Some Loud
Thunder væri fyrsta eða jafnvel
fimmta plata CYHSY þá væri hún
ekki nógu eftirtektarverð. Ein-
göngu fiskur í torfu sem þó er
bragðgóður.
Breyttar áherslur
Ógæfu Afríku hefur orðið flest að
vopni, ekki síst í Síerra Leóne þar
sem hart er bitist um auðugar dem-
antanámur með ömurlegum afleið-
ingum fyrir íbúa landsins. Blood
Diamond gerist þar, rétt fyrir síð-
ustu aldamót í miðri borgarastyrj-
öld, og segir frá málaliðanum og
demantasmyglaranum Danny
Archer sem kemst á snoðir um risa-
stóran demant sem fiskimaðurinn
Solomon Vandy fann og faldi þegar
hann var þræll uppreisnarher-
manna. Solomon samþykkir að
aðstoða Archer við að finna dem-
antinn gegn því að hann hjálpi sér
að finna konu sína og dætur í flótta-
mannabúðum og son sinn, sem upp-
reisnarherinn nam á brott. Við
fléttuna bætist blaðakonan Maddy
Bowen sem er á höttunum eftir
frétt til að knésetja gimsteinasala á
Vesturlöndum, sem eiga sína sök á
óöldinni.
Edward Zwick velur sér eldfimt
efni til að fjalla um sem þarf ekki
mikinn neista til að kveikja í. Blood
Diamond er því að mörgu leyti
áhrifamikil og til þess fallin að
vekja áhorfendur á Vesturlöndum
til umhugsunar um eigin ábyrgð á
ömurlegu hlutskipti fólks í þessum
hrjáða heimshluta. Hin samofna
hasarsaga tekst verr upp; fyrir það
fyrsta er myndin alltof löng með of
mörgum dauðum punktum (Zwick
sýndi líka í The Last Samurai að
hann er mikið fyrir romsur).
Það eru gæðaleikarar í hverju
rúmi en því miður fá Leonardo
DiCaprio og Jennifer Connelly úr
litlu að moða. DiCaprio er prýðileg-
ur leikari og á góða spretti en á
köflum gerir hann fullmikið úr
suður-afríska hreimnum, virðist
leggja lykkju á leið sína til að láta
flámælið njóta sín og grettir sig til
áhersluauka. Samband hans og
blaðakonunnar er polldjúpt og sam-
töl þeirra um siðferðislega ábyrgð
fleyta kerlingar á yfirborðinu.
Djimon Hounsou skarar hins vegar
fram úr í hlutverki fiskimannsins
örvinglaða, betur að sinni Óskars-
verðlaunatilnefningu kominn en
DiCaprio.
Blood Diamond situr vissulega
eftir í manni eftir að úr bíósalnum
er komið, fyrst og fremst vegna
þess að efni hennar er aðkallandi
og það bjargar henni frá meðal-
mennsku.
Djásnin blóði drifin
Glæsileg trúbadorkeppni er
nú í undirbúningi á Sport-
barnum við Hverfisgötu.
Leitað er að nýjum Bubba.
„Stóra trúbadorkeppnin verður
haldin. Tuborg kostar keppnina
með hundrað þúsund króna verð-
launum sem deilast niður á fjögur
efstu verðlaunasætin,“ segir Frið-
rik Indriðason, blaðamaður með
meiru.
Hann stendur nú í ströngu við að
undirbúa sérstaka trúbadorkeppni
sem haldin verður á Sportbarnum
við Hverfisgötu. Skráning er hafin
og að sögn Friðriks geta menn
hringt á staðinn, skilið eftir nafn og
símanúmer og svo verður haft sam-
band við þá. Fyrsta keppniskvöldið
er fyrirhugað 15. febrúar. Stefnt er
að því að átta keppendur taki þátt í
keppninni sem þýðir að alls tekur
hún sex kvöld. Útsláttarkeppni,
undanúrslit og svo úrslitakvöld. Er
gert ráð fyrir því að áhorfendur
geti hvatt sína menn, og/eða þá sem
eru að standa sig sérstaklega vel,
og komið þeim þannig áfram.
„Tommi Tomm hefur hótað því
að mæta með bassa. Og mun þar
með verða fyrsti bassatrúbador
sögunnar,“ segir Friðrik. Er þar að
tala um hinn geðþekka og flinka
bassaleikara Stuðmanna, Tómas
Tómasson. En gaman er að segja
frá því að þeir félagar, Friðrik og
Tómas, vinna nú að öðru bindi
sagnabálksins Sögur Tómasar
frænda sem greina frá ævintýrum
bassaleikarans á flandri hans um
heim allan með Stuðmönnum. Að
sögn Friðriks verður Claudia
Koestler, hinn duglegi umboðsmað-
ur Stuðmanna í Þýskalandi, sér-
stakur gestaskrifari í bókinni. Sjö
sögur verða frá ævintýrum
Stuðmanna í Þýskalandi.
En aftur að Stóru trú-
badorkeppninni á Sport-
barnum. Aðspurður seg-
ist Friðrik ekki vera
orðinn skemmtanastjóri
staðarins þó svo að hann
hafi fengið þessa hug-
mynd. Hann hefur
hins vegar snar-
að sér bak við
barborðið og
skenkir við-
skiptavin-
um bjór
þegar svo
ber
undir.
„Leitin að hinum nýja Bubba.
Hann byrjaði að glamra á gítar í
verbúð. Þá ætti Sportbarinn, þessi
músíkalski staður, ekki að vera
verri kostur til að koma sér á fram-
færi. Hér liggja djúpar tónlistar-
legar rætur. Til dæmis má nefna að
þetta er þriggja bassa staður. Hér
starfa við barinn þrír fanta bassa-
leikarar: Tommi, Arnar sem var í
Vínyl og Stefán Gauti úr eðalgrúpp-
unni Bakkus. Sem hæfir ágæt-
lega.“
Söng- og leikkonan Jennifer Lopez
ætlar að gefa út sína fyrstu plötu á
spænsku hinn 3. apríl. Platan nefn-
ist Como Ama Una Mujer, eða
How a Woman Loves.
Lagahöfundur plötunnar og
upptökustjóri var Marc Antony,
eiginmaður Lopez, og naut hann
aðstoðar þeirra Estefano og Julio
Reyes.
Lopez söng síðast á spænsku í
kvikmyndinni Selena, sem kom
henni á stjörnukortið í Hollwyood
fyrir tíu árum.
Hún er einnig að vinna að plötu
á ensku sem kemur út í lok ársins.
„Ég hef þroskast sem söngkona,“
sagði Lopez. „Marc gaf mér líka
sjálfstraust í hljóðverinu. Þegar
einhver trúir svona mikið á mann
þá vill maður ekki valda honum
vonbrigðum.“
Syngur á spænsku
!óíbí.rk045
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANN Á
Frábær mynd!
Óli Palli – Rás 2
3 TILNEFNINGAR TILÓSKARSVERÐLAUNA
Gagnrýni. baggalútur.is
20% afsláttur fyrir alla viðskiptavini Kaupþings
ef greitt er með korti frá Kaupþingi
FRÁBÆR ÆVINTÝRA-
MYND FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
MEÐ BEN STILLER OG
ROBIN WILLIAMS
4 TILNEFNINGAR TILÓSKARSVERÐLAUNA
m.a sem besta myndin
FRÁBÆR BARNA-OG FJÖLSKYLDUMYND
FRÁ HÖFUNDI STÚART LITLA.
SÝND BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.
LITTLE CHILDREN kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 14 ÁRA
NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5.40 og 8
KÖLD SLÓÐ kl. 5.50 og 8 B.I. 12 ÁRA
LITTLE MISS SUNSHINE kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 7 ÁRA
CASINO ROYALE kl. 10.10 B.I. 14 ÁRA
MÝRIN kl. 10.20 B.I. 12 ÁRA
CHARLOTTE´S WEB ENSKT TAL kl. 5.20 og 8
VEFUR KARLOTTU ÍSL. TAL kl. 5.50
NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5.40, 8 og 10.20
SÝND Í LÚXUS kl. 5.40, 8 og 10.20
APOCALYPTO kl. 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA
KÖLD SLÓÐ kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 12 ÁRA
ARTÚR OG MÍNIMÓARNIR ÍSL. TAL kl. 3.40
NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5.50, 8 og 10.10
APOCALYPTO kl. 10.00 B.I. 16 ÁRA
LITTLE MISS SUNSHINE kl. 6 og 8 B.I. 7 ÁRA