Fréttablaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 11
Búddistafélag Íslands hefur óskað
eftir því við Björn Bjarnason, dóms- og kirkju-
málaráðherra, að hann beiti sér fyrir því að
búddíski söfnuðurinn fái lóð undir hof við Vífils-
staði.
Að sögn Páls Júlíussonar, fyrrverandi for-
manns Taílensks-íslenska félagsins, hefur auð-
maður í Taílandi lofað fjármagni til að reisa
hofið. Páll segir að um nokkrar bygggingar yrði
að ræða. Hann ítrekar að málið sé allt á byrjun-
arstigi varðandi staðsetninguna í Garðabæ.
Lóðin við Vífilsstaði er í eigu ríkisins og á for-
ræði fjármálaráðuneytisins. Björn Bjarnason
segir í bréfi til Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra
í Garðabæ, að Páll hafi, fyrir hönd Búddistafé-
lagsins, beint þeim tilmælum til sín að beita sér
gagnvart fjármálaráðuneytinu þannig að Garða-
bæ yrði afhent umrædd lóð. Bærinn myndi síðan
ráðstafa lóðinni til Búddistafélagsins.
Páll hefur einnig rætt við Gunnar bæjarstjóra
og nú vill dóms- og kirkjumálaráðherra heyra
sjónarmið bæjarstjórans í málinu. „Þetta er ekki
í fyrsta sinn sem Páll hreyfir þessu máli við mig
með lóð í huga. Áður en ég aðhefst frekar vegna
þessara síðustu tilmæla Páls þætti mér æskilegt
að fá viðhorf yðar milliliðalaust til málsins,“
skrifar ráðherra til bæjarstjóra.
Sænskir fjölmiðlar segja
að forsætisráðherrahjónin Fredrik
og Filippa Reinfeldt hafi haft
barnfóstru sem hafi unnið svart í
Svíþjóð, meðal
annars á hjúkrun-
arheimili fyrir
aldraða, á sama
tíma og hún bjó
inni á heimili hjón-
anna.
Konan kom til
Svíþjóðar í
desember 2003,
að sögn Express-
en. Hún sótti um hæli og fékk
vinnu sem barnfóstra hjá
Reinfeldt fjölskyldunni. Hún
hafði atvinnuleyfi fram í sept-
ember 2005 þegar hælisumsókn-
inni var hafnað. Hún átti þá að
hætta að vinna en hélt áfram í sex
vikur.
Fredrik Reinfeldt, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, heldur því fram
að barnfóstran hafi farið strax
heim til Serbíu þegar hælisum-
sókn hennar var hafnað og komið
svo til baka og farið að vinna á
hjúkrunarheimilinu.
Barnfóstran tal-
in vinna svart
Eimskip hefur keypt alla
hluti í Norðurfrakt ehf. á
Siglufirði, en fyrir átti félagið 52
prósenta hlut í fyrirtækinu.
Seljendur eru Árni Helgason á
Ólafsfirði og Ásmundur H.
Einarsson á Siglufirði.
Ásmundur stofnaði fyrirtækið
fyrir átta árum og hefur verið
framkvæmdastjóri þess frá
upphafi. Í lok árs 2005 var
flutningarekstur Árna Helgason-
ar á Ólafsfirði færður inn í
Norðurfrakt. Samhliða varð Árni
hluthafi í félaginu.
Guðmundur Nikulásson, fram-
kvæmdastjóri innanlandssviðs
Eimskips, segir að kaupin séu
liður í áframhaldandi uppbygg-
ingu innanlandsstarfsemi
félagsins.
Á alla hluti
í fyrirtækinu
Önd sem lifði af
tveggja daga ísskápsvist eftir að
hafa verið skotin af veiðimanni
var við dauðans dyr á skurðar-
borði dýralæknis í Flórída í
Bandaríkjunum á dögunum. Hún
hætti að anda í miðri aðgerð þar
sem átti að gera við skotsár á
væng hennar, en náði andanum á
ný eftir lífgunartilraunir dýra-
læknisins Davids Hale.
Öndin, sem heitir Perky, varð
fræg í seinustu viku þegar
eiginkona veiðimannsins opnaði
ísskáp sinn og sá öndina reisa
hausinn upp. Perky mun senni-
lega ekki gangast undir fleiri
aðgerðir og er nú á batavegi.
Önd endurlífguð
í skurðaðgerð
Leiðtogi í starfi
KFUM og KFUK hefur kært
birtingu myndar af sér á vef þar
sem því var haldið fram að hann
hefði reynt að eiga kynferðisleg
samskipti við 14 ára stúlku.
Vegna vinnureglu hjá KFUM
og KFUK hefur maðurinn tekið
sér frí frá störfum fyrir félagið
þar til niðurstaða fæst í málinu.
Maðurinn sem um ræðir heitir
Arnmundur Kr. Jónsson. Á vef
KFUM & KFUK segir að hann
hafi gegnt mörgum trúnaðar-
störfum fyrir félagið. Þar segir
að hann fullyrði að andlitsmynd
af sér hafi verið skeytt saman við
mynd af neðri hluta líkama
annars karlmanns.
Myndbirting
á vefnum kærð