Fréttablaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 18
fréttir og fróðleikur Eiga rætur að rekja til Nóa Til háborinnar skammar Með inngöngu Rúmeníu og Búlgaríu í Evrópusam- bandið um nýliðin áramót bættust rúmlega 30 milljón- ir fátækra Suðaustur-Evr- ópumanna inn í raðir þess. Þetta veldur ótta – verð- skulduðum eða óverðskuld- uðum – um að ný flóðbylgja ódýrs vinnuafls sé í þann mund að skella á ríkari löndum álfunnar. Eftir inngöngu landanna tveggja við Svartahafið hafa öll eldri aðild- arríkin fimmtán, nema Svíþjóð og Finnland, lokað á frjálsa för vinnu- afls frá þessum löndum. Ísland og Noregur hyggjast einnig gera það, en samningum um EES-aðild ESB- nýliðanna er enn ólokið og því gilda enn sömu reglur um atvinnu- réttindi Rúmena og Búlgara á Íslandi og fyrir inngöngu þeirra í ESB. Hin fyrrverandi Austantjalds- löndin sem gengu í sambandið árið 2004 – Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Tékkland, Slóvakía, Sló- venía og Ungverjaland – hafa öll opnað sinn vinnumarkað fyrir Rúmenum og Búlgörum. Þó hafa stjórnvöld í Ungverjalandi, næsta grannríki Rúmeníu, sett vissar takmarkanir á frjálsa för fólks yfir landamærin fyrst um sinn eftir að þau urðu að innri landa- mærum ESB. Kýpverjar hafa látið allar takmarkanir falla, en Malt- verjar halda í þær með sama hætti og vesturevrópsku eldri aðildar- ríkin þrettán sem áður eru nefnd. Nú þegar er það svo að yfir tvær milljónir Rúmena og Búlgara dvelja og starfa í öðrum Evrópu- sambandslöndum. Við ESB-inn- gönguna hefur vaknað ótti um að enn meiri straums ódýrs vinnu- afls sé að vænta frá hinum fátæka suðausturjaðri álfunnar. „Pólski pípulagningarmaðurinn“ og „lett- neska þjónustustúlkan“ hafa á síð- ustu árum getið sér góðan orðstír í hinum ríkari löndum álfunnar. En eftir því sem þeim fjölgar vaxa efasemdir um að þessi straumur fólks að austan sé æskilegur. Þessi umræða hefur verið sérstak- lega lífleg í Bretlandi á síðustu vikum. Gula pressan hefur ekki látið sitt eftir liggja og birt risa- forsíðufyrirsagnir á borð við: „See EU soon“ („Sjáumst ESBrátt“) og „You can‘t stop us coming“ („Þið getið ekki aftrað okkur frá að koma“). Þessi ótti, sem alið er á með fréttum af þessu tagi, er þó ástæðulaus með tilliti til þess að Bretar hafa í þetta sinn nýtt sér fyrirvara sem lokar í bili á frjálsa för launafólks frá nýjustu aðildar- ríkjunum tveimur, ólíkt því sem Bretar ásamt Írum, Svíum og Finnum gerðu við síðustu stækk- un ESB árið 2004. Rúmenar og Búlgarar geta því ekki komið í atvinnuleit til Bretlandseyja nema vera fyrst búnir að útvega sér atvinnuleyfi. Ástæðan fyrir því að svo auðvelt er að ala á þessum ótta er reynslan sem fengist hefur af opnun vinnumarkaðarins fyrir íbúum Mið- og Austurevrópuríkj- anna sem gengu í sambandið vorið 2004. Yfir hálf milljón manna frá þessum löndum hefur komið til Bretlands í atvinnuleit á þessu tímabili, flestir frá Póllandi. En er svo fjölmennur straumur viljugs vinnuafls góður eða slæm- ur fyrir landið sem í hlut á? Marg- ir hagfræðingar segja að slíkt aðstreymi sé af hinu góða, þar sem það geri vinnumarkaðinn skilvirk- ari og stuðli að auknum hagvexti. En hagsmunasamtök launþega – og stjórnmálamenn – sjá í aðkomu- fólkinu keppinauta sem þrýsta launum niður og grafa undan áunnum réttindum launþega. Ótti Breta – og allra hinna „gömlu“ ESB-þjóðanna – við hugs- anlegan straum ódýrs vinnuafls frá Rúmeníu og Búlgaríu er hluti af víðtækari umræðu um hnatt- væðinguna, þar sem kjarnaspurn- ingin er: Þjónar aukið efnahags- legt frelsi hagsmunum allra í raun? Hægrisinnaða hugveitan Migrationwatch ýtti á dögunum við umræðunni í Bretlandi með rannsóknarskýrslu, þar sem kom- izt er að þeirri niðurstöðu að inn- flytjendur skiluðu þegar á allt væri litið nær engum ávinningi fyrir hinn almenna borgara sem fyrir væri í landinu. „Innflytjendur geta skilað sam- félaginu áþreifanlegum ávinningi, en eingöngu ef rétt stjórn er höfð á aðstreyminu,“ sagði David Davis, skuggaráðherra Íhalds- flokksins í innanríkismálum. Samkvæmt skýrslu Migration- watch næmi sá hagræni ávinning- ur sem hver Breti hefði af inn- flytjendastraumnum andvirði eins Mars-súkkulaðistykkis á mánuði. „Þeir sem fyrst og fremst hagnast á aðflutningnum eru innflytjend- urnir sjálfir, sem eru færir um að senda um tíu milljónir sterlings- punda (andvirði 1.370 milljóna króna) á dag til heimalanda sinna, en þetta fé streymir þar með út úr brezku hagkerfi og kemur því ekki til góða.“ Þessu sjónarmiði andmælir Susan Anderson hjá brezku vinnu- veitendasamtökunum CBI. „Aðflutt vinnuafl kemur með dýr- mæta hæfni og hugmyndir með sér inn í brezkt hagkerfi og á þátt í að fylla í stöður sem Bretar geta eða vilja ekki þiggja. Þeir greiða hér skatta og skyldur og hjálpa með því að halda uppi velferðar- og lífeyriskerfi okkar, löngu eftir að margir hinna aðfluttu eru aftur fluttir heim til sín,“ segir hún. „Þátttaka þeirra á líka þátt í að halda verðbólgu lágri á tímum þar sem margt í hagkerfinu þrýstir í hina áttina.“ Ný flóðbylgja ódýrs vinnuafls? © GRAPHIC NEWS Morgunverður frá kl. 9:00 - 11:00 195,- Þú átt allt gott skilið! mánudaga - laugardaga verslun opnar kl. 10:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.