Fréttablaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 58
Ármann Reynisson, rithöf- undur með meiru, hefur sagt sig formlega úr Rit- höfundasambandi Íslands. Ármann segir úrsögnina tilkomna vegna „sérhags- munagæslu stjórnar sam- bandsins fyrir sig og sína“. Ármann segir þetta ekki síst birt- ast við úthlutun úr launasjóði rit- höfunda „þar sem sama fólkið virðist eyrnamerkt sjóðnum og nýliðar og ferskir vindar illa séðir nema þeir séu innvígðir í áskrift- arhópinn eftir torkennilegum leiðum“. Ármann sótti um laun úr sjóðn- um í ár en fékk ekki. Hann hefur gefið út sex bækur, Vinjettur I- VI, söfn örsagna sem hann skrif- ar í knöppu formi. Ármann gefur út og selur bækur sínar sjálfur og segist vera með rúmlega 3.000 fasta kaupendur að hverri bók. Hann gerði í fyrra útgáfusamn- ing við þýskt bókaforlag sem hefur þegar gefið út eina vinj- ettubóka hans í tvítyngdri útgáfu á þýsku og íslensku. „Ef þetta er ekki nægjanlegt til þess að fá úthlutað úr launa- sjóði rithöfunda Íslands einu sinni á sex árum þá er eitthvað meira en lítið að úthlutun úr sjóðnum,“ segir Ármann. Ármann vandar stjórn RSÍ ekki kveðj- urnar í úrsagnarbréfi sínu þar sem hann seg- ist telja framkomu „úthlutunarnefndarinn- ar og tengiliða hennar við hagsmunagæsluna hafa sýnt nýrri bókmenntahefð vanvirðingu“. Ármann telur vanvirðinguna ekki aðeins eiga við sig og vinjetturnar sínar heldur segir hann unga og efni- lega rithöf- unda einnig enn einu sinni hafa verið „hundsaða“. Í þessu sam- bandi nefndi Ármann, í samtali við Fréttablaðið, sérstaklega rithöfund- inn Eirík Örn Norðdahl sem hlaut ekki náð fyrir augum úthlutun- arnefndarinnar í ár. „Þetta er ákaflega þrálátt og kemur allt- af reglulega upp í kringum úthlut- un starfslaunanna,“ segir Pétur Gunnarsson, formaður RSÍ, um ásakanir Ármanns. „Það hefur verið erfitt að kveða þetta í kút- inn en það er svo auðvelt að sýna fram á að það geta ekki verið nein tengsl milli stjórnar sambandsins og nefndarinnar sem úthlutar laununum önnur en þau að stjórn- in velur fólk til starfans.“ Pétur segir stjórnina hins vegar skipta sér almennt af starfslaununum og þá helst með því að þrýsta á menntamálaráð- herra og aðra ráðamenn að fjölga starfslaunum. „Þetta hefur staðið í stað í 10 ár og gerir alla nýliðun erfiða þar sem hún verður á kostnað einhverra sem fyrir eru.“ Pétur segist ekki telja úrsögn Ármanns einsdæmi og segist ekki munu elta ólar við hana. „Ég held að það séu fleiri dæmi um þetta og mér finnst það ósköp skiljan- legt að menn sem eru langþreytt- ir og langvonsviknir finni von- brigðum sínum einhverja útrás. En hér er verið að hengja bakara fyrir smið.“ Lindsay Lohan, sem eins og kunn- ugt er gekkst undir uppskurð vegna botnlangabólgu fyrir nokkru, hefur ekki sagt skilið við botnlangann að öllu leyti, því líf- færið hvílir nú í frystikistu leik- konunnar. Lohan ku hafa haft svo miklar áhyggjur af því að botn- langi hennar kæmist í rangar hendur, og yrði í kjölfarið boðinn upp á Ebay, að hún tók hann með sér heim af spítalanum. Sögur herma að Kimberley Stewart, dóttir Rod Stewart og vinkona Lohan, reyni nú að fá leikkonuna til að bjóða líffærið upp sjálf og láta ágóðann af sölunni renna til góðgerðamála. Annt um botnlanga Marcheline Bertrand, móðir leik- konunnar Angelinu Jolie, er látin úr krabbameini. Hún lést á sjúkra- húsi sl. laugardagskvöld og voru Jolie, eldri bróðir hennar James Haven og kærastinn Brad Pitt henni þar til halds og trausts. Bertrand, sem var á 57. aldurs- ári, fór með lítil hlutverk í nokkr- um kvikmyndum á ferli sínum. Ól hún þau Angelinu og Haven upp einsömul eftir að hún skildi við föður þeirra, leikarann Jon Voight. Móðir Jolie er látin Vefur kántrígrúppunnar Baugs var mikið sóttur fyrir helgi þegar b2.is birti tengil á síðuna, baugur. is. Þegar Fréttablaðið setti sig í samband við söngvarann Guðbjörn Dan Gunnarsson sagði hann að lénið hefði einfaldlega verið á lausu og því hefðu þeir gripið það. „Við höfðum fengið töluvert af allskyns pósti tengdum Baugi Group en áframsent hann með bestu samvisku,“ sagði Guðbjörn Dan á föstu- daginn. Á síðunni mátti sjá lögulega stúlku í kúreka- fötum, heyra kántrílagið Þú lyftir mér hærra og tengil yfir á MySpace- síðu sveitarinnar. Enginn Jón Ásgeir eða Jóhannes Jónsson. „Lénið var afskráð hjá þeim fyrir nokkru og við sáum að það var laust,“ útskýrði Guðbjörn. „Þeir hefðu aldrei gert slíkt ef þeir hefðu minnsta grun um að þeir þyrftu að nota þetta,“ sagði hann. „Þeir heita líka Baugur Group í dag,“ bætti Guðbjörn við. Seinna á föstu- dagskvöldinu hafði síðunni hins vegar verið breytt. Stór- fyrirtækið Baug- ur Group blasti við netnotend- um í öllu sínu veldi þegar baugur.is var slegið inn. Þegar Frétta- blaðið hafði aftur upp á Guðbirni Dan sagði hann að Netheimar, sem sjá um alla netvistun fyrir Baug Group, hefðu sett sig í samband við hann aðeins korteri eftir að samtali hans við Fréttablaðið lauk. „Í ljós kom að þetta voru einhver mistök, lénið átti ekki að vera á lausu. Þeir borguðu mér bara skráningargjaldið og þar með var málið dautt,“ segir Guðbjörn og bætir því við að hljómsveitin leiti nú logandi ljósi að nýju léni. Af kántrí- sveitinni Baugi er það hins vegar að frétta að hljómsveitin er komin á plötu- samning hjá útgáfufyrirtækinu Andvaka og segir Guðbjörn að stefnt sé á útgáfu í maí. Stórfyrirtæki fékk lén kántrísveitar „Þetta tókst vel. Það sem vakti fyrir mér var að sýna fólki fram á að það er valkostur fyrir hendi,“ segir Kristinn Ásgrímsson for- stöðumaður Hvítasunnusafnaðar- ins í Keflavík. Kristinn stóð fyrir hingaðkomu Alans Chambers sem hefur farið víða og lýst reynslu sinni. Vitnis- burður hans er sá að hafa verið hommi en hafi frelsast frá því fyrir tilstilli trú- arinnar. Chambers kom á fimmtudag og talaði á ýmsum samkomum og ráðstefnum á vegum Hvítasunnu- safnaðarins áður en hann flaug aftur til Bandaríkjanna í gær. Chambers er forstöðumaður Exodus International – samtaka sem að sögn Kristins fá yfir 400 þúsund símtöl árlega hvaðanæva að úr Bandaríkjunum frá fólki sem vill losna frá samkynheigð sinni. „Margir vilja losna út úr þessu og við vildum sýna fram á að það er valkostur. Eins og Chambers sagði í sínum vitnisburði þá var þetta ekki auðvelt fyrir hann. En þetta var það sem hann vildi. Eftir að hafa hlustað á þennan mann skil ég betur baráttuna sem þetta fólk á í. Mikil innri barátta og maður finnur til með þessu fólki sem ekki bað um þessar tilfinn- ingar.“ Kristinn segist aðspurður þekkja dæmi frá Íslandi þar sem menn hafi afhommast fyrir til- stilli trúarinnar og fengið lausn frá sinni samkynhneigð. En svo séu auðvitað þeir sem ekki vilja það. „Þetta var nokkurra ára ferli fyrir Chambers. Misjafnt hversu langt þetta er komið. Því yngra sem fólkið er sem leitar sér hjálp- ar þeim mun auðveldara er að losna frá þessu. Kannski eins og með alkóhólisma. Þó það sé kannski ekki gott dæmi.“ Biblían kallar samkynheigð synd að sögn Kristins. En Biblían segir líka að kynlíf utan hjóna- bands sé synd. „Ég vil ekki gera upp á milli. Við erum öll breisk og allir hafa syndgað.“ „Það er hvorki hægt að afhomma né afstreita fólk frekar en þú breytir sóleyju í fífil án mikilla genabreytinga. Það er hins vegar hægt að bæla allt niður, meira að segja ást karlmanna á konum og öfugt,“ segir Heimir Már Pétursson, framkvæmda- stjóri Hinsegin daga. Heimsþekktur afhommari á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.