Fréttablaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 30
Fræðsla og ráðgjöf um nýjan lífsstíl fyrir matarfíkla verður aðalefni námskeiðs sem haldið verður um helgina á Hótel Laka í grennd við Kirkjubæjar- klaustur. „Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á eða telja sig geta átt við matarfíkn að stríða,“ segir Esther Helga Guðmundsdóttir ráðgjafi um námskeið sem verður haldið á Hótel Laka í Skaftárhreppi 2.–4. febrúar. Sjálf hefur Esther Helga reynslu af matarfíkn og einnig ráðgjafarþjónustu því hún stofn- aði á síðasta ári meðferðar- og fræðslumiðstöð (MFM) fyrir þá sem hafa ánetjast mat. Á nám- skeiðinu á Hótel Laka segir hún verða kynningu á leiðum til lausna, meðal annars verði matreiðslu- námskeið í eldhúsi hótelsins. „Fráhald er orð sem mikið er notað í sambandi við matarfíknina. Frá- hald krefst þess að unnið sé með líkamlega, huglæga og andlega þáttinn jöfnum höndum. Þetta er því ekki enn einn matarkúrinn heldur miklu meira. Fólk fær fræðslu, greiningu og kennslu í nýjum lífsstíl sem tekur á þessum vanda. Svo er mælt með því að þátttakendur fylgi námskeiðinu eftir í stuðningshópum hjá MFM miðstöðinni eða með 12 spora bataleiðinni,“ segir Esther Helga spurð nánar um efnið sem hún ætlar að kynna þarna í jöklanna skjóli. Hún getur þess líka að dýrindis máltíðir verði um helgina á Hótel Laka en að allur maturinn verði án þeirra efna sem geti kveikt matarfíkn. „Það er frábært að komast út úr bænum og í sveita- kyrrðina til að skerpa einbeiting- una,“ segir hún að lokum. Nánari upplýsingar um námskeið- ið er að finna á síðunum www.hot- ellaki.is og www.matarfikn.is Orsök og afleiðing matar- fíknar rædd í jöklanna skjóli Megrun og hreyfing eru jafngóðar leiðir til að missa aukakílóin. Að borða minna og hreyfa sig meira er hvort um sig jafngóð leið til að losna við aukakílóin, sam- kvæmt nýrri bandarískri rann- sókn sem stríðir gegn fullyrðing- um margra líkamsræktarþjálfara og megrunarráðgjafa. Rannsóknir sem gerðar voru á of þungu fólki sýndu að hitaeining er bara hita- eining og skiptir engu máli hvort fólk missi hitaeiningar með breyttu mataræði eða hreyfingu. Sagt er frá rannsókninni á frétta- vef Reuters en hún var afar ítar- leg og sýndi jafnframt að ekki er til nein sérstök aðferð til að losna við fitu á sérstökum stöðum á lík- amanum, eins og á maga eða lærum. Auk þess sem ekkert bendi til þess að aukinn vöðvamassi valdi því að fólk brenni fleiri hita- einingum. „Hitaeiningin skiptir öllu máli,“ segir Doktor Eric Ravussin hjá Pennington Biomedical rannsókn- arstöðinni í Louisiana. „Svo lengi sem hitaeininguna vantar eru áhrifin þau sömu. Öll fita á líkam- anum minnkar jafnt.“ Ravussin sagði að rannsóknin, sem birt er í tímartinum Journal of Clinical Endocrinology & Meta- bolism, sé ein fárra þar sem skil- yrðum er stýrt og geti sýnt hvað gerist í raun í líkamanum þegar fólk er í megrun eða þjálfar sig. Ravussin og hópur hans sem stóðu að rannsókninni hafa jafn- framt verið að rannsaka hvort færri kaloríur hjálpi fólki að lifa lengur. Lágmarks fæða hefur sýnt að hægt er að lengja líf dýra eins og orma og jafnvel hunda með þessum hætti, en lengri tíma tekur að rannsaka apa og menn. Öll fita minnkar jafnt Kynning á miðvikudaginn 31. jan. í versluninni Yggdrasil, Skólavörðustíg 16 frá kl. 13-18 F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.