Fréttablaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 49
Copeinca hækkar mikið Fyrsta skráning Glitnis í erlenda kauphöll er sjávarútvegsfyrirtæki frá Perú. [Hlutabréf] Glitnir, sem birtir ársuppgjör sitt í dag, skilar um 37,3 milljarða króna hagnaði fyrir árið 2006 ef horft er til meðaltalsspáa greiningardeilda Kaupþings og Landsbankans. Til samanburðar hagnaðist Glitnir um 19,1 milljarð króna árið 2005. Landsbankinn reiknar með að Glitnir hafi hagnast um 9.632 millj- ónir króna á fjórða ársfjórðungi en Kaupþing telur að niðurstaðan verði 8.300 milljónir. Glitnir skilaði 3,7 milljarða króna hagnaði á síð- asta ársfjórðungi ársins 2005. Afkoma Glitnis gæti tvöfaldast Kaupþing birtir ársuppgjör í dag en greiningardeildir spá bankanum um 79,8 milljörðum króna í meðal- talshagnað fyrir árið 2006. Ekkert íslenskt fyrirtæki hefur hagnast eins mikið á einu rekstrarári, en árið 2005 nam hagnaður bankans tæpum fimmtíu milljörðum króna. Glitnir reiknar með að Kaup- þing hafi hagnast um 11.945 millj- ónir á síðasta ársfjórðungi en Landsbankinn býst við að afkoman hafi numið 13.234 milljónum. Þetta eru öllu minni hagnaður en á þriðja ársfjórðungi 2006, besta fjórðungi í sögu bankans þegar hann hagnaðist um 35,5 milljarða króna. Á fjórða ársfjórðungi í fyrra skilaði Kaupþing tæpum 15,5 millj- örðum. Kaupþingi spáð methagnaði Hagnaður Straums-Burðaráss Fjárfestingarbanka á síðasta ári nemur tæplega 29,3 milljörðum króna miðað við meðalspá grein- ingardeilda bankanna. Uppgjör verður birt í dag. Til samanburðar nam hagnaður Straums-Burðaráss 26,7 milljörðum króna árið 2005. Greiningardeild Glitnis spáir Straumi-Burðarási tæplega 7,2 milljarða króna hagnaði á fjórða ársfjórðungi 2006, Kaupþing spáir 7,8 milljörðum og Landsbankinn mestu, ríflega 10 milljarða króna hagnaði. Straumur-Burðarás hagn- aðist um 12,6 milljarða króna á síð- asta ársfjórðungi ársins 2005. Er spáð tíu pró- senta aukningu Gengi hlutabréfa í Copeinca, fjórða stærsta fiskimjölsframleiðanda í Perú, hækkaði um 16 prósent frá útboðsgengi í desember á fyrsta við- skiptadegi eftir að félagið var skráð í Kauphöllina í Ósló í Noregi í gær. Glitnir Securities, dótturfélag Glitnis í Noregi, annaðist skráninguna að undangengnu hlutafjárútboði til fag- fjárfesta. Copeinca er fyrsta suðurameríska fyrirtækið og jafnframt fyrsta erlenda sjávarútvegsfélagið sem er skráð í Ósló. Þetta er einnig í fyrsta skipti sem Glitnir lýkur við skrán- ingu á fyrirtæki í erlendri kauphöll. „Það felst mikil áskorun í því að vera komin inn á hlutabréfamarkað svo við ætlum ekki að bregðast trausti hluthafa,“ segir Samuel D. Coriat, hinn þrítugi forstjóri Copeinca og sonur stofnanda fyrirtækisins. Mark- mið þess er að vaxa hratt með yfir- tökum á samkeppnisaðilum í Perú. Copeinca, sem rekur stóran upp- sjávarflota og nokkrar verksmiðjur, er metið á 19 milljarða króna. Útboðs- gengi félagsins í desember nam 40 norskum krónum á hlut en fór í 45 krónur á hlut í fyrstu viðskiptunum með bréf í félaginu í kauphöllinni í Ósló í gær. Hvort sem þú ert sérfróður um viðskipti eða einn af þeim sem finnst viðskiptafréttir yfirleitt of flóknar og háfleygar, getur þú fylgst með öllu því sem er að gerast í viðskiptalífinu í gegnum Markaðinn. Við færum þér fréttirnar skýrt og skorinort. MARKAÐURINN EINA VIÐSKIPTABLAÐIÐ SEM ÞÚ ÞARFT Með Fréttablaðinu alla miðvikudaga Í hádeginu kl 12:12 á Stöð 2 Viðskipti á Vísi alla daga F í t o n / S Í A F I 0 1 9 9 0 2 VIÐSKIPTAFRÉTTIR ALLA DAGA VIKUNNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.