Fréttablaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 20
greinar@frettabladid.is
Eftir mikið andóf minnihlutans á Alþingi var frumvarpið um
RÚV ohf. (úff) samþykkt.
Stjórnarandstaðan notaði einu
leiðina sem hún getur til að
mótmæla svo eftir yrði tekið,
þingmennirnir töluðu þess vegna
gegn frumvarpinu klukkustundum
saman. Það fór því ekki fram hjá
neinum að stjórnarandstaðan var
mótfallin frumvarpinu.
Mér fannst málþófið svokallaða
gott hjá stjórnarandstöðunni og
gef lítið fyrir hneykslan fjölmiðla
og fréttamanna. Þetta var vont
frumvarp og þetta verða vond lög.
Það á að leggja á nefskatt, sem
þýðir að allir borga til Ríkisút-
varpsins hvort heldur þeir hlusta
eða horfa nokkurn tíma á það eður
ei. Að vísu eru þeir sem greiða
fjármagnstekjuskatt undanþegnir,
(það má reikna með því að það sé
fólkið sem hefur helst efni á að
borga skattinn). Menntamálaráð-
herrann segir að það sé of flókið
að hafa það ekki þannig en ætlar
að laga lögin að raunveruleikanum
einhvern tímann í framtíðinni. Ef
hún segir það þá hlýtur það að
vera skynsamlegt!
Ríkisútvarpið sem allir verða
skyldugir að borga til mun svo
keppa við einkafyrirtæki um
auglýsingar og það sem kallað er
kostun. Algjört fornaldar fyrir-
komulag sem samrýmist engan
veginn nútíma hugsun um
samkeppni fyrirtækja. Ég styð
hugmyndir um að ríkið reki gömlu
gufuna en láti aðra um sjónvarps-
rekstur og Rás tvö. Mismuninn
ætti að nota til íslenskrar þátta-
gerðar. En frumvarpið sem
samþykkt var er í anda þess
pilsfaldakapítalisma sem Sjálf-
stæðisflokkurinn fordæmir á
flokksþingum en stundar við hvert
tækifæri sem honum gefst.
Tækifærin sem ekki gefast er
þegar EES- samningurinn bannar
beinlínis háttarlagið.
Stjórnarmeirihlutinn kærir sig
kollóttan þegar stjórnarandstaðan
efnir til svo kröftugra mótmæla
sem raun bar vitni. Það kom svo
sem ekki á óvart því stjórnar-
meirihlutanum er margt betur
gefið en bera virðingu fyrir
skoðunum þeirra sem ekki kusu
þá. Þeir sögðu því digurbarkalega
„nú skal þingræðið ráða“. Í hugum
þeirra er þingræði það sama og að
meirihlutinn valti yfir minnihlut-
ann. Í lýðræðisríkjum sem við
berum okkur saman við, felur
þingræði yfirleitt ekki í sér
flokksræði eða meirihlutaofbeldi.
Ríkisstjórnir á Íslandi hafa
undanfarið kært sig kollóttar um
það.
Í Danmörku háttar t.d. þannig
að 30% þingmanna geta krafist
þjóðaratkvæðagreiðslu um
lagafrumvörp. Þetta ákvæði
veldur því að hin þingbundna
ríkisstjórn þarf í aðgerðum sínum
að taka tillit til þessa og veður
þess vegna ekki áfram á þann hátt
sem við eigum að venjast með rík-
isstjórnir hér á landi.
Það ætti að vera og hefði átt að
vera eitt af verkefnum stjórnar-
skrárnefndarinnar að taka á
þessu. Verkefni hennar hefði átt
að vera að leggja til eitthvað kerfi
sem gerði valdhöfum erfiðara og
helst ókleift að taka ekki tillit til
annarra en sjálfra sín. Allar
horfur eru hins vegar á að
árangur af starfi nefndarinnar
verði lítill sem enginn. Véfréttir
eru um að eitthvert samkomulag
hafi náðst. Eftir því sem næst
verður komist er i burðarliðnum
tillaga um að 2/3 þingmanna geti
samþykkt að stjórnarskrárbreyt-
ingar fari í þjóðaratkvæðagreiðslu
og ef 25% þjóðarinnar taka þátt í
slíkri atkvæðagreiðslu þá er hún
gild annars ekki. Þetta er allavega
það sem ég les út úr véfréttinni.
Enn einu sinni kemur á daginn
að það er tóm vitleysa að láta
alþingismenn fjalla um stjórnar-
skrána. Þeir eru alltaf í naflaskoð-
un og hugsa aldrei um neitt annað
en flokkshagsmuni og í besta falli
eigin hagsmuni. Ef véfréttin um
tillögugerðina er rétt virðist sem
tilraun til að koma til móts við þá
sem stjórnarskráin á að þjóna, þ.e.
alla landsmenn, hafi misheppnast,
hafi einhvern tímann í starfi
þessarar nefndar verið vilji til að
taka tillit til hagsmuna þess fólks.
Þingmenn eiga nefnilega mikilla
hagsmuna að gæta þegar þeir
fjalla um stjórnarskrána.
Stjórnarskráin er lagabálkur-
inn sem tryggir grunnverðmæti
samfélags okkar og á að vernda
okkur fólkið, borgarana, fyrir
valdníðslu, hvort heldur það felst í
ofbeldi meirihlutans eða ofurvaldi
skriffinna og embættismannakerf-
is. Við, fólkið, eigum þess vegna
að fjalla um stjórnarskrána og
samþykkja hana en alls ekki
þingmennirnir sem eins og fyrr
segir hafa orðið vísir að því að
hugsa fyrst og fremst um sjálfa
sig og flokkshagsmuni. Þingmenn
eiga ekki frekar en aðrir að vera
dómarar í eigin sök. Auk þess legg
ég til að eftirlaunaósóminn verði
afnuminn með lögum
Af hverju málþóf?
Ég sá frétt um daginn að menntamálaráðu-neytið myndi ráðstafa 70 milljónum króna
í styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga í
ár. Að mörgu leyti eru það víst góðar fréttir,
en í nóvember lofaði ráðuneytið 100 milljón-
um fyrir næsta ár, og því að námskeiðin yrðu
ókeypis.
Hvað kom þá fyrir? Og ætlar ráðneytið að lækka
styrki ennþá meira? Og þá koma fleiri spurningar:
Stefán Stefánsson, deildarstjóri í menntamálaráðu-
neytinu, sagði í Fréttablaðinu að „Verkefnisstjórn
hefði verið sett á laggirnar og unnið stíft. Vinna við
námskrárgerð og námsefnisgerð sé þegar hafin og
svo verði farið í það að kanna menntun kennara.“
Gott að heyra. En ætlar ráðneytið að spyrja þá útlend-
inga sem hafa stundað íslenskukennsluna hérlendis
um þeirra ráð? Hvernig verður menntun og reynsla
kennara könnuð? Hver verður staðallinn fyrir þessi
námskeið og kennara? Ætlar ráðuneytið að búa til
fleiri námskeið, bæði fyrir þá sem búa innan og utan
höfuðborgsvæðisins? Eins og ég hef bent á, þá er
nógu erfitt að finna tíma til að fara í nám og læra
heima á meðan maður þarf að sinna 100% starfi og
sjá um fjölskylduna. Þess vegna myndi ég
gera kröfu um að þessi námskeið væru
hluti af vinnutíma, til dæmis 4 klukku-
stundir á viku, eins og gert er hjá Svæðis-
skrifstofu Reykjaness um málefna fatl-
aðra. Eru nokkra áætlanir í gangi um að
hafa íslenskunámskeið sem hluta af vinnu-
tíma?
Ég myndi gera eftirfarandi kröfur:
1) Að þessi námskeið séu ókeypis (þar á
meðal að menntamálaráðuneytið standi við
fyrsta loforð sitt um 100 milljóna króna styrk). 2) Að
þessi námskeið fylgi eftir einhverjum reglum um
hvernig íslenska er kennd, eins og er í öðrum nám-
skeiðum. 3) Að menntamálaráðuneytið heyri frá
nemendunum sjálfum hvað virkar best í kennslu, til
þess að finna út hvaða staðall er bestur. 4) Að þessi
námskeið verði hluti af vinnutíma. 5) Að mennta-
málaráðuneytið búi til fleiri námskeið, bæði fyrir þá
sem búa innan og utan höfuðborgarsvæðisins.
Mér finnst þessar spurningar bara eðlilegar og
sanngjarnar. Íslenskunámskeið á ekki vera skylda,
heldur réttindi. Ef ríkisstjórnin er sammála, þá væri
gott að sjá að hún taki það alvarlega.
Höfundur skipar þriðja sætið á lista vinstri grænna
í Reykjavík norður.
Hvernig verður íslenskukennslan?
Frumvarpið sem samþykkt var
er í anda þess pilsfaldakapítal-
isma sem Sjálfstæðisflokkurinn
fordæmir á flokksþingum en
stundar við hvert tækifæri sem
honum gefst.
E
nginn þarf að ganga að því gruflandi að afstaða til
umhverfismála hefur vaxandi þýðingu í stjórnmálum.
Þeir hörðu árekstrar sem orðið hafa milli sjónarmiða um
nýtingu orkulinda og verndun náttúrugæða bera glöggt
vitni þar um.
Reiptog milli sjónarmiða og hagsmuna af þessu tagi verður
aldrei leyst í eitt skipti fyrir öll með því að annar hópurinn beri
hinn ofurliði. Reyndar eru formælendur þess háttar öfga æði fáir.
Eigi að síður lýstur þessum hagsmunum saman með harkalegum
hætti.
Að einhverju leyti má skrifa þá árekstra á kostnað aðferða-
fræðinnar við framkvæmd virkjana. Á það hefur verið bent á
þessum vettvangi að ekki hefur verið skilið nægjanlega vel á milli
verðmats á réttindum og kostnaðar við virkjanir.
Ein af ástæðunum fyrir mikilli raforkueftirspurn til álfram-
leiðslu hér á landi síðustu ár gæti verið sú að virkjanaréttindin
hafi ekki verið réttilega metin til fjár. Sé svo endurspeglast sá
kostnaður ekki í raforkuverðinu. Þá hallar aðferðafræðin á nátt-
úruverndarsjónarmiðin. Lausnin getur að sönnu verið vandasöm.
Í raforkulögum hafa virkjanafyrirtækin, sem öll eru reyndar
í opinberri eigu, eins konar sjálfsafgreiðslurétt til eignarnáms á
orkuréttindum og eignarlöndum.
Veruleg þrenging eða afnám sjálfsafgreiðslu í þessum efnum
gæti verið einn þáttur í að koma á betra jafnvægi milli stríðandi
hagsmuna nýtingar og náttúruverndar.
Í viðtölum við þetta blað fyrr í þessum mánuði tóku þeir Atli
Gíslason, forystumaður vinstri grænna í Suðurkjördæmi og
Björgvin Sigurðsson, forystumaður Samfylkingarinnar í því kjör-
dæmi, afdráttarlausa afstöðu um að skilyrði eignarnáms varðandi
samninga Landsvirkjunar við landeigendur að neðri hluta Þjórsár
væru ekki fyrir hendi.
Síðastliðinn sunnudag greindi Illugi Gunnarsson, frambjóðandi
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, frá því hér í blaðinu að hann
hefði hreyft þeirri hugmynd innan flokksins að skoðað yrði sér-
staklega hvort rétt væri að þrengja ákvæði í lögum um möguleika
raforkufyrirtækja til eignarnáms þegar verið væri að virkja fyrir
einn aðila svo sem til þess að selja raforku til stóriðju.
Vel má vera að mismunandi sjónarmið liggi að baki afstöðu
þessara stjórnmálamanna. En þeir eiga alltént það sameiginlegt
að telja ónóg rök fyrir eignarnámssjálfsafgreiðslu orkufyrirtækj-
anna.
Það athyglisverða er að hér sjá stjórnmálamenn bæði af hægri
og vinstri vængjum stjórnmálanna að virðing fyrir eignarréttind-
um getur verið þáttur í að tryggja betra jafnvægi á þessu sviði.
Það bendir eindregið til þess að í breyttri aðferðafræði geti falist
nýr pólitískur snertiflötur á þessum viðkvæma vettvangi.
Hér þarf einnig að huga að því að þau vatnsréttindi eða jarð-
hitaréttindi sem ríkið á séu metin hæfilega til fjár. Þetta á sér-
staklega við um neðri hluta Þjórsár. Þar á ríkið mikil vatnsrétt-
indi. Hefur Landsvirkjun verið gert að greiða nægjanlega hátt
verð fyrir þau? Vera má að svo sé. Fyrir því hefur þó ekki verið
gerð skilmerkileg grein.
Nýr pólitískur
snertiflötur
Suðurströnd 4
Sími 561 4110Vagnhöfða 23 - S: 590 2000
*T
ire
R
ev
ie
w
M
ag
az
in
e
Bestu dekkin átta ár í röð!*