Fréttablaðið - 30.01.2007, Síða 18

Fréttablaðið - 30.01.2007, Síða 18
fréttir og fróðleikur Eiga rætur að rekja til Nóa Til háborinnar skammar Með inngöngu Rúmeníu og Búlgaríu í Evrópusam- bandið um nýliðin áramót bættust rúmlega 30 milljón- ir fátækra Suðaustur-Evr- ópumanna inn í raðir þess. Þetta veldur ótta – verð- skulduðum eða óverðskuld- uðum – um að ný flóðbylgja ódýrs vinnuafls sé í þann mund að skella á ríkari löndum álfunnar. Eftir inngöngu landanna tveggja við Svartahafið hafa öll eldri aðild- arríkin fimmtán, nema Svíþjóð og Finnland, lokað á frjálsa för vinnu- afls frá þessum löndum. Ísland og Noregur hyggjast einnig gera það, en samningum um EES-aðild ESB- nýliðanna er enn ólokið og því gilda enn sömu reglur um atvinnu- réttindi Rúmena og Búlgara á Íslandi og fyrir inngöngu þeirra í ESB. Hin fyrrverandi Austantjalds- löndin sem gengu í sambandið árið 2004 – Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Tékkland, Slóvakía, Sló- venía og Ungverjaland – hafa öll opnað sinn vinnumarkað fyrir Rúmenum og Búlgörum. Þó hafa stjórnvöld í Ungverjalandi, næsta grannríki Rúmeníu, sett vissar takmarkanir á frjálsa för fólks yfir landamærin fyrst um sinn eftir að þau urðu að innri landa- mærum ESB. Kýpverjar hafa látið allar takmarkanir falla, en Malt- verjar halda í þær með sama hætti og vesturevrópsku eldri aðildar- ríkin þrettán sem áður eru nefnd. Nú þegar er það svo að yfir tvær milljónir Rúmena og Búlgara dvelja og starfa í öðrum Evrópu- sambandslöndum. Við ESB-inn- gönguna hefur vaknað ótti um að enn meiri straums ódýrs vinnu- afls sé að vænta frá hinum fátæka suðausturjaðri álfunnar. „Pólski pípulagningarmaðurinn“ og „lett- neska þjónustustúlkan“ hafa á síð- ustu árum getið sér góðan orðstír í hinum ríkari löndum álfunnar. En eftir því sem þeim fjölgar vaxa efasemdir um að þessi straumur fólks að austan sé æskilegur. Þessi umræða hefur verið sérstak- lega lífleg í Bretlandi á síðustu vikum. Gula pressan hefur ekki látið sitt eftir liggja og birt risa- forsíðufyrirsagnir á borð við: „See EU soon“ („Sjáumst ESBrátt“) og „You can‘t stop us coming“ („Þið getið ekki aftrað okkur frá að koma“). Þessi ótti, sem alið er á með fréttum af þessu tagi, er þó ástæðulaus með tilliti til þess að Bretar hafa í þetta sinn nýtt sér fyrirvara sem lokar í bili á frjálsa för launafólks frá nýjustu aðildar- ríkjunum tveimur, ólíkt því sem Bretar ásamt Írum, Svíum og Finnum gerðu við síðustu stækk- un ESB árið 2004. Rúmenar og Búlgarar geta því ekki komið í atvinnuleit til Bretlandseyja nema vera fyrst búnir að útvega sér atvinnuleyfi. Ástæðan fyrir því að svo auðvelt er að ala á þessum ótta er reynslan sem fengist hefur af opnun vinnumarkaðarins fyrir íbúum Mið- og Austurevrópuríkj- anna sem gengu í sambandið vorið 2004. Yfir hálf milljón manna frá þessum löndum hefur komið til Bretlands í atvinnuleit á þessu tímabili, flestir frá Póllandi. En er svo fjölmennur straumur viljugs vinnuafls góður eða slæm- ur fyrir landið sem í hlut á? Marg- ir hagfræðingar segja að slíkt aðstreymi sé af hinu góða, þar sem það geri vinnumarkaðinn skilvirk- ari og stuðli að auknum hagvexti. En hagsmunasamtök launþega – og stjórnmálamenn – sjá í aðkomu- fólkinu keppinauta sem þrýsta launum niður og grafa undan áunnum réttindum launþega. Ótti Breta – og allra hinna „gömlu“ ESB-þjóðanna – við hugs- anlegan straum ódýrs vinnuafls frá Rúmeníu og Búlgaríu er hluti af víðtækari umræðu um hnatt- væðinguna, þar sem kjarnaspurn- ingin er: Þjónar aukið efnahags- legt frelsi hagsmunum allra í raun? Hægrisinnaða hugveitan Migrationwatch ýtti á dögunum við umræðunni í Bretlandi með rannsóknarskýrslu, þar sem kom- izt er að þeirri niðurstöðu að inn- flytjendur skiluðu þegar á allt væri litið nær engum ávinningi fyrir hinn almenna borgara sem fyrir væri í landinu. „Innflytjendur geta skilað sam- félaginu áþreifanlegum ávinningi, en eingöngu ef rétt stjórn er höfð á aðstreyminu,“ sagði David Davis, skuggaráðherra Íhalds- flokksins í innanríkismálum. Samkvæmt skýrslu Migration- watch næmi sá hagræni ávinning- ur sem hver Breti hefði af inn- flytjendastraumnum andvirði eins Mars-súkkulaðistykkis á mánuði. „Þeir sem fyrst og fremst hagnast á aðflutningnum eru innflytjend- urnir sjálfir, sem eru færir um að senda um tíu milljónir sterlings- punda (andvirði 1.370 milljóna króna) á dag til heimalanda sinna, en þetta fé streymir þar með út úr brezku hagkerfi og kemur því ekki til góða.“ Þessu sjónarmiði andmælir Susan Anderson hjá brezku vinnu- veitendasamtökunum CBI. „Aðflutt vinnuafl kemur með dýr- mæta hæfni og hugmyndir með sér inn í brezkt hagkerfi og á þátt í að fylla í stöður sem Bretar geta eða vilja ekki þiggja. Þeir greiða hér skatta og skyldur og hjálpa með því að halda uppi velferðar- og lífeyriskerfi okkar, löngu eftir að margir hinna aðfluttu eru aftur fluttir heim til sín,“ segir hún. „Þátttaka þeirra á líka þátt í að halda verðbólgu lágri á tímum þar sem margt í hagkerfinu þrýstir í hina áttina.“ Ný flóðbylgja ódýrs vinnuafls? © GRAPHIC NEWS Morgunverður frá kl. 9:00 - 11:00 195,- Þú átt allt gott skilið! mánudaga - laugardaga verslun opnar kl. 10:00

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.