Fréttablaðið - 02.03.2007, Síða 2
2 2. mars 2007 FÖSTUDAGUR
Spurning dagSinS
VeRðbReyTinGARnAR Breytingarnar
á matarverði voru komnar til fram-
kvæmda í kassakerfum verslana
þegar verslanir voru opnaðar í
gærmorgun. Verslunarmenn voru
þó í sumum tilvikum ennþá að
breyta hillumerkingum í búðum.
Neytendur voru flestir ánægðir
með verðlækkunina.
Þröstur Karlsson, verslunar-
stjóri í Nettó í Mjódd, segir að
breytingar á hillumerkingum hafi
að langmestu leyti verið komnar til
framkvæmda þegar verslunin var
opnuð klukkan tíu enda hafi verið
búið að undirbúa breytinguna í
nokkra daga og formerkja það sem
hægt var.
„Tölvukerfið var búið að gera
upp um fimmleytið í gærmorgun
og senda nýtt verð á alla búðar-
kassa. Við mættum þá nokkrir
verslunarmenn til að breyta verð-
inu á hillumiðum og það gekk mjög
hratt. Þegar viðskiptavinirnir
komu í búðina klukkan tíu gátu þeir
verslað á réttu verði,“ segir Þröst-
ur.
Katrín Jóhannsdóttir, starfs-
maður í mötuneyti, var að kaupa í
matinn í Nettó í gær. Hún segir að
sér finnist skattalækkunin mjög
góð. Hún hafi fundið fyrir því í
Bónus um síðustu helgi að verðið
hafði lækkað umtalsvert. „Þetta
minnkar útgjöld heimilanna,“ segir
hún.
Lækkunin á virðisaukaskatti
kemur ekki bara fram í vöruverði
heldur líka í rúmlega sex prósenta
lægra verði á bókum, tímaritum og
geisladiskum. Þórunn Sigurðar-
dóttir, verslunarstjóri hjá Eymunds-
son í Austurstræti, segir að verð-
breytingin hafi verið á hreinu í
kössunum í gærmorgun og það hafi
skipt mestu máli. Hún vonast til að
viðskiptavinir sýni þolinmæði í dag
og næstu daga meðan verið er að
handmerkja allar vörur bókabúða
upp á nýtt.
Helga Jónsdóttir, áttræð kona í
Breiðholti, var að skoða bækur í
Eymundsson í Mjódd. Helga er tor-
tryggin á skattalækkunina og ótt-
ast að hún endist ekki. Hún spáir
því að vöruverðið hækki aftur í vor.
„Ég finn fyrir lækkuninni í dag en
ég hef ekki trú á að hún endist. Það
er ekki vaninn. Varan hækkar allt-
af aftur,“ segir Helga og telur
reynslu liðinna ára sýna þetta.
Verðlagseftirlit ASÍ hefur fylgst
með verðlaginu síðustu mánuði og
Henný Hinz, forstöðumaður Verð-
lagseftirlitsins, segir að sú starf-
semi verði öflug áfram næstu mán-
uði. ghs@frettabladid.is
Rétt verð tilbúið
í kössum verslana
Verslanir voru tilbúnar með rétt verð í kössum þegar skattalækkunin tók gildi
í gærmorgun. Hillumerkingum var breytt fram eftir degi. Í bókabúðum báðu
menn um smá þolinmæði. Neytendur voru bæði ánægðir og tortryggnir.
ÞröStur KarlSSon Verslunarstjórinn
í Nettó var í hópi þeirra sem mættu til
hillumerkinga í gærmorgun.
Fréttablaðið/heiða
Matvara læKKaði í gær Matur lækkaði í verði í verslunum í gær. Sumir
neytendur óttast þó að breytingin endist ekki og að verðið hækki aftur í vor.
Fréttablaðið/heiða
Katrín JóhannSdóttir Starfsmaður
í mötuneyti, segist hafa fundið fyrir
því í bónus um síðustu helgi að verð
á matvöru hefði lækkað umtalsvert.
Fréttablaðið/heiða
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020.
NOTAÐIR BÍLAR
BÍLL DAGSINS
FORD FOCUS C-MAX 2.0
Nýskr. 03.06 - Sjálfskiptur - Ekinn 7 þús. km. - Allt að 100% lán.
Verð á
ður: 2.
380.0
00-
Tilboð
:
1.980.
000.-
Sigurður, gelta klámhundar
ekki?
„Nei, ekki einu sinni að kindarlegum
bændum.“ aðstandendur vefsíðunnar
klam.is ætla að efna til þögulla mótmæla
fyrir framan hótel Sögu til að mótmæla
illri meðferð á erlendum klámhundum
sem ætluðu að koma til landsins.
UmhVeRFiSmál Evrópusamtök
atvinnulífsins lýsa yfir áhyggjum
af því að ekkert liggi fyrir um
hvernig eigi að ná háleitum
markmiðum Evrópusambandsins
á sviði orku- og loftslagsmála.
Samtökin leggja á það áherslu að
einhliða aðgerðir af hálfu ESB geti
einfaldlega haft þau áhrif að draga
úr samkeppnishæfni evrópsks
atvinnulífs.
ESB hefur sett sér markmið um
að minnka losun gróðurhúsaloft-
tegunda um tuttugu prósent fyrir
árið 2020 og að hlutfall endurnýj-
anlegra orkugjafa í orkunotkun
innan sambandsins verði orðið
tuttugu prósent. Hlutfallið er nú
um sjö prósent. Á Íslandi er
hlutfallið nú 72 prósent. - shá
Evrópusamtök atvinnulífsins:
Áhyggjur af
loftslagsmálum
veðurKortaMynd erfitt verður að ná
markmiðum í loftslagsmálum sem sett
hafa verið.
DómSmál „Það getur vel komið til
greina að fara í mál en við bíðum
vitanlega eftir dómi Hæstaréttar
í málinu [máli Sigurðar Hreins-
sonar gegn Keri] sem myndi
skipta hugsanlega sköpum fyrir
málsókn okkar,“ segir Styrmir
Haukdal leigubílstjóri en hann
íhugar nú, ásamt fleiri leigubíl-
stjórum, að fara í mál við
olíufélögin Skeljung, Olís og Ker,
áður Olíufélagið.
Myndi málsóknin öðru fremur
byggja á því að samráð olíufélag-
anna, á árunum 1993 til 2001, hafi
leitt til yfirverðs sem hefði skilað
sér í verri kjörum til viðskipta-
vina olíufélaganna. - mh
Málaferli gegn olíufélögum:
Leigubílstjórar
bíða eftir dómi
FASTeiGnAlán Ingibjörg Þórðar-
dóttir, formaður Félags fasteigna-
sala, telur að hækkað lánshlutfall
í 90 prósent og
hámarkslán hjá
Íbúðalánasjóði
upp á 18 milljónir
hafi ekkert
sérstaklega mikla
þýðingu fyrir
fasteignamarkað-
inn. Verið sé að
færa kerfið til
sama horfs og
var fyrir 1. júlí í fyrra.
Ingibjörg bendir á að 18
milljónir dugi rétt til kaupa á
þriggja herbergja íbúð þar sem
lánshlutfallið er 90 prósent af
kaupverði. Á höfuðborgarsvæð-
inu séu fáar eignir þar sem þetta
nýtist. Viðmiðunarreglurnar séu
þannig. Þeim þurfi að breyta
þannig að Íbúðalánasjóður hafi
sömu möguleika og bankarnir.
- ghs/ sjá síðu 12
Félag fasteignasala:
Kerfið fært til
sama horfs
ingibJörg
Þórðardóttir
bAnDARíkin, AP „Við höfum sóað miklu af dýrmætasta
fjársjóði okkar, sem er líf Bandaríkjamanna,“ sagði
repúblikaninn John McCain í sjónvarpsþætti Davids
Letterman á þriðjudagskvöldið.
McCain hefur aldrei hvikað frá stuðningi sínum
við stríðið í Írak, en hefur á hinn bóginn harðlega
gagnrýnt það hvernig George W. Bush forseti hefur
staðið að stríðinu.
Það vakti mikla athygli þegar hann sagði í
sjónvarpsþættinum að lífi bandarískra hermanna
hefði verið „sóað“ undanfarin fjögur ár í Írak.
Demókratar segja nú eðlilegt að hann biðjist afsökun-
ar á þessu orðalagi, þar sem Barack Obama, sem
sækist eftir að verða forsetaefni demókrata, baðst
afsökunar á sambærilegum ummælum nýverið.
McCain notaði annars tækifærið í sjónvarpsþætt-
inum og tilkynnti að hann ætlaði að sækjast eftir að
vera forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins árið
2008. Hann sagðist ætla að lýsa því formlega yfir í
apríl næstkomandi, í beinu framhaldi af ferð sinni til
Íraks.
McCain sóttist einnig eftir því að verða forsetaefni
flokksins árið 2000, en þá bar George W. Bush sigur
úr býtum. - gb
John McCain staðfestir að hann sækist eftir að verða forsetaefni repúblikana:
Segir lífi hermanna sóað
í SJónvarpSÞætti letterManS John McCain ákvað að stað-
festa framboðsáform sín í sjónvarpsþætti Davids letterman á
þriðjudagskvöld. Fréttablaðið/aP
SkoðAnAkÖnnUn Sjálfstæðisflokk-
urinn mælist með 36 prósenta
fylgi, samkvæmt nýjum Þjóðar-
púlsi Capacent Gallup sem
kynntur var á RÚV í gær. Vinstri
grænt er næststærsti stjórnmála-
flokkurinn samkvæmt þessari
könnun og segjast 24 prósent
myndu kjósa flokkinn. Fylgi
Samfylkingar er nú 23 prósent,
Framsóknarflokks tíu prósent og
Frjálslynda flokksins sjö prósent.
Hringt var í rúmlega 4.600 manns
allan febrúarmánuð og var
svarhlutfall 61 prósent.
Þessi niðurstaða Capacent er
nánast samhljóða niðurstöðum
fylgiskönnunar Fréttablaðsins sem
birt var síðasta föstudag. Mest
munar einu prósentustigi. - ss
Fylgiskönnun Capacent:
VG næststærsti
flokkurinn
vélar prufukeyrðar
Prufukeyrsla á vélum nýrrar kalkþör-
ungaverksmiðju á bíldudal er hafin.
Stefnt er að því að framleiðsla hefjist
í næstu viku. Um tíu manns munu
starfa í verksmiðjunni fyrst um sinn.
bíldudalur
býflugur í árásarham
Kona á fertugsaldri varð fyrir árás
mörg hundruð býflugna í gær. Konan,
sem er búsett í arisóna í bandaríkj-
unum, segir engu hafa verið líkara en
heimsendir hafi verið í nánd. hún hafi
sig ekki getað hreyft og tunga hennar
tekið að bólgna. Konan þykir hafa
sloppið ótrúlega vel.
bandaríKin
UmhVeRFiSmál Mikill fjöldi trjáa,
hefur verið felldur við Kópavogs-
hæli, þar sem Arnarfell undirbýr
byggingaframkvæmdir fyrir
Kópavogsbæ, en þar stendur til að
byggja um 230 íbúðir.
Tré af öllum stærðum og teg-
undum liggja á víð og dreif um
byggingarsvæðið. Friðrik Bald-
ursson, garðyrkjustjóri Kópa-
vogsbæjar, segir að um tvö hundr-
uð tré hafi verið fjarlægð í fyrra
og gróðursett á nýjan leik. Hann
hefur ekki tölu á þeim sem voru
felld.
„Það var alveg ljóst að það ættu
að fara tré þegar samþykkt var
deiliskipulag á þessu svæði,“ segir
Friðrik. Ekki hafi verið hægt að
flytja stærstu trén.
Aðspurður hvort frágangur á
svæðinu sé eðlilegur að hans mati,
svarar Friðrik að þetta sé bygg-
ingarsvæði, byggja eigi þar sem
tré voru fyrir. Allt nýtilegt hafi
verið tekið og annað ekki.
Jón Loftsson skógræktarstjóri
kannast ekki við að hafa veitt leyfi
fyrir gerð rjóðursins á Kópa-
vogstúni og segir málið verða
rannsakað hið fyrsta. Hann taki
síðan ákvörðun um framhaldið.
- kóþ
Mörg tré felld við Kópavogshæli án leyfis skógræktarstjóra:
Trjágróðri hent á víð og dreif
við KópavogShæli talsvert af trjágróðri
liggur í kring um Kópavogshæli, þrátt
fyrir að 200 tré hafi verið flutt og gróður-
sett annars staðar. Fréttablaðið/Valli