Fréttablaðið - 02.03.2007, Page 6

Fréttablaðið - 02.03.2007, Page 6
6 2. mars 2007 FÖSTUDAGUR KjörKassinn www.lysi.is Omega-3 F I S K I O L Í A Gjöf náttúrunnar til þín Má taka með lýsi. Omega-3 fiskiolía byggir upp ónæmiskerfið á marga vegu og hefur jákvæð áhrif á: Omega-3 fiskiolía inniheldur hátt hlutfall Omega-3 fitusýra, einkum EPA og DHA sem eru okkur lífsnauðsynlegar. Fjöldi rannsókna víða um heim hafa sýnt fram á jákvæða eiginleika þeirra fyrir heilsuna. sjón hjarta og æðakerfi blóðþrýsting kólesteról í blóði liði rakastig húðarinnar minni andlega líðan námsárangur þroska heila og miðtaugakerfis á meðgöngu Allstórir hópar fyrrverandi vistmanna Breiðavíkurheimilisins annars vegar og Byrgisins hins vegar hafa leitað aðstoðar hjá Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi frá því að þjónustu fyrir fólkið var hleypt af stokkunum. Hún er í höndum fagaðila, sem ræða við fólkið og leggja línur fyrir áframhald- andi aðstoð við það innan heilbrigð- iskerfisins. Bjarni Össurarson, yfirlæknir á vímuefnadeild LSH, segir að rúmlega tíu manna hópur fyrrverandi vist- manna í Byrginu hafi leitað til deildarinnar. „Við tökum upplýsingar frá öllum þeim sem til okkar leita og hafa verið í Byrginu. Þess ber að geta að ekki nærri allir í þessum hópi eru konur sem hafa verið mis- notaðar. Við leggjum hvað mesta áherslu á að aðstoða þær,“ segir Bjarni. Hann bætir við að rætt sé við fólkið og bráðavandi þess metinn, hvort það þurfi aðstoð félagsfræðinga, hjúkrunarfræðinga eða lækna eða afeitrun á deild. Þá sé verið að finna farveg fyrir frekari sálfræðiaðstoð, einkum handa konunum sem hafi orðið fyrir misnotkun. Jón F. Sigurðsson, yfirsálfræðingur á geðdeild LSH, sem leiðir teymið er tekur á móti fólkinu sem dvaldi í Breiðavík, segir að allstór hópur hafi leitað sér aðstoðar. „Það er reynt að bregðast eins fljótt við og auðið er og með eins góðum úrræðum og auðið er,“ segir hann. „Mennirnir koma úr ýmsum áttum, en það eru greinilega fagaðilar úti á landbyggðinni sem sinna þeim líka, auk þess sem félagsmálayfirvöld hafa tekið málið föstum tökum.“ Símanúmer sem fólkið getur beðið um aðstoð í er 543 4074 virka daga milli klukkan 9 og 16 fyrir 31. mars næstkomandi. - jss Fólk sem dvaldi í Byrginu og Breiðavík hefur leitað til Landspítala: Fyrrverandi vistmenn njóta aðstoðar DÓMSMÁL Karlmaður á tuttugasta ári hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa stungið föður sinn í síðuna með flökunarhnífi á veitingastað við Laugaveg síðastliðið sumar. Þar af eru nítján mánuðir skilorðsbundnir til fimm ára og dregst þriggja mánaða gæsluvarðhaldsvist mannsins frá refsingunni. Hæstiréttur kvað upp dóminn í gær og féllst á þá niðurstöðu héraðsdóms að ósannað væri að maðurinn hefði fyrirfram ætlað að drepa föður sinn. Maðurinn var dæmdur í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, í héraðsdómi. Hæstirétt- ur þyngdi dóminn vegna þess hversu hættulegu og stóru vopni maðurinn beitti þegar hann stakk föður sinn, vegna þess að hnífurinn gekk tíu til fimmtán sentimetra inn í síðu mannsins og vegna þeirra afleið- inga sem hlutust af stungunni. Fimm dómarar kváðu upp dóminn og vildu tveir þeirra staðfesta niðurstöðu héraðsdóms. Hæstiréttur tók mið af ungum aldri mannsins við ákvörðun refsingarinnar, auk þess sem hann hafði ekki áður brotið lög. Manninum var einnig gert að greiða allan sakar- kostnað í málinu á báðum dómstigum. Honum var einnig gert að greiða kostnað vegna geðrannsóknar sem hann gekkst undir, sem og að sæta sérstöku umsjónarskilyrði í eitt ár. - ifv Hæstiréttur dæmdi karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps: Stakk föður sinn með hnífi hæstiréttur íslands Karlmaður á tuttugasta ári var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti í gær fyrir að hafa stungið föður sinn í síðuna með flökunarhníf. HEILBRIGÐISMÁL Verið er að athuga hvort Götusmiðj- an verði flutt í húsnæðið á Efri-Brú, þar sem Byrgið var áður starfrækt, samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins. Annar möguleiki er að hún verði flutt í Arn- arholt á Kjalarnesi, en húsnæðið þar stendur nú autt. Forstöðumaður fasteigna ríkissjóðs, Snævar Guð- mundsson, fór að Efri-Brú í gær til að telja eignir ríkisins innanstokks. Þar voru á sama tíma staddir fulltrúi frá félagsmálaráðuneyti, forstöðumaður Barnaverndarstofu, Guðmundur Angantýsson í Götusmiðjunni og fleiri. Gengið var um húsnæðið sem nú hefur verið tæmt að mestu og fékk blaða- maður Fréttablaðsins að fylgja hópnum. Á Efri-Brú eru samtals sex hús þar sem er svefn- aðstaða fyrir 44-46 manns að meðtöldu starfsfólki. Nánast allt sem er í húsunum er í eigu ríkisins, fyrir utan persónulega muni sem fyrrverandi starfsmenn Byrgisins hafa enn ekki sótt. „Húsnæðið er að hluta til nýlegt og það þarf ekki að fara út í miklar lagfæringar þar,“ sagði Snævar. „En það þarf að gera því eitthvað til góða verði starf- semi flutt þar inn, svo sem að mála og flikka lítillega upp á það.“ Snævar sagði að verið væri að athuga möguleik- ana á nýtingu húsanna í framtíðinni. Ef ekkert kæmi út úr þeirri athugun yrði það selt. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur kallað eftir framkvæmdaáætlun um úrbætur á húsnæði því sem Götusmiðjan er nú starfrækt í að Akurhóli, sem áður var gamla Gunnarsholt. Að sögn Elsu Ingjaldsdóttur, framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlitsins, er kom- inn tími á viðhald á húsum þar og lúta athugasemd- irnar að því. „Þetta eru stærri og fjárfrekari úrbætur og því förum við þá leið að kalla eftir framkvæmdaáætlun og taka síðan afstöðu til þess hvort hægt sé að fallast á þau tímamörk sem stjórnendur setja sér,“ sagði hún. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins munu þær lagfæringar sem gera þarf kosta tugi milljóna, jafnvel hundruð milljóna. Því er verið að huga að flutningi starfseminnar í annað og betra húsnæði. jss@frettabladid.is Skoðað hvort Byrgið hýsi Götusmiðjuna Forstöðumaður fasteigna ríkissjóðs taldi eignir ríkisins að Efri-Brú í gær. Með í för var Guðmundur Angantýsson í Götusmiðjunni ásamt öðrum. Verið er að skoða hvort Götusmiðjan, sem er í lélegu húsnæði, fái inni í gamla Byrginu. FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is EiGnatalninG Forstöðumaður fasteigna ríkissjóðs, Snævar Guðmundsson, fór að Efri-Brú í gær til að telja eignir ríkisins. Nánast allt reyndist vera í ríkiseigu. GötusMiÐjan Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barna- verndarstofu, var mættur á staðinn ásamt Mumma í Götu- smiðjunni. FréttABLAðið / GVA Bjarni össurarson LonDon, AP Hussein Osman, einn sex sakborninga í réttarhöldum út af misheppnuðum sprengjuárásum á London árið 2005, segir að árásirnar hafi aldrei átt að valda tjóni á fólki. Markmiðið hafi aðeins verið að vekja ótta og mótmæla þátttöku Bretlands í Íraksstríðinu. Sprengjuefni, gerð úr blöndu af hveiti og sýru, fundust í neðanjarð- arlestum og strætisvagni 21. júlí árið 2005, tveimur vikum eftir að sjálfmorðsárásarmenn drápu sjálfa sig og 52 farþega í London. Talið var að árásirnar hefðu mistekist, en Osman segir sprengjurnar ekki hafa verið raunverulegar sprengjur. - gb Sakborningur í London: Árásirnar voru bara blekking Á að refsa fyrir brot á skógrækt- arlögum? já 83% nei 17% spurninG daGsins í daG: Finnst þér dómurinn í Bubba- málinu réttlátur? Segðu skoðun þína á vísir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.