Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 16
16 2. mars 2007 FÖSTUDAGUR lÖGReGlUmál „Ég sagði þeim að ég ætlaði að kæra lögregluna og að ég vildi fá einkennisnúmerin þeirra. Þá réðust fjórir lögreglu- menn á mig og hentu mér í jörð- ina. Ég missti meðvitund við högg- ið. Þegar ég rankaði svo við mér var ég kominn aftur inn í fanga- klefann og nú handjárnaður með hendur og fætur fyrir aftan bak líkt og ég væri hryðjuverkamað- ur,“ segir Manzoyoto Aba Mbom- yo Nunez, 28 ára gamall spænskur ríkisborgari, sem hefur kært lög- reglu höfuðborgarsvæðisins fyrir ólögmæta handtöku og ofbeldi í sinn garð. Eftir samskipti hans við lög- regluna var hann með kúlu á vinstra gagnauga, kenndi eymsla í baki, hálsi og öxl auk þess sem hann hélt sig kinnbeinsbrotinn. Þá segist hann hafa verið með rispur eftir handjárnin á höndum og fótum. Manzoyoto hafði farið á tón- leika með hóp af vinum sínum aðfaranótt 3. febrúar síðastliðins- og var á heimleið þegar ákveðið var að koma við á skemmtistaðn- um Pravda. Þar var honum mein- aður aðgangur að staðnum vegna klæðaburðar og þegar hann bað um að fá að tala við yfirmann var honum neitað. Í staðinn segir Manzoyoto dyravörð staðarins hafa ráðist á sig. „Hann henti mér á bíl og var með mjög ógnandi til- burði. Ég fékk áfall og það næsta sem ég vissi þá var dyravörðurinn með fótinn á bakið á mér og búinn að snúa upp á hendina. Ég kallaði til fólks sem horfði á að hringja á lögreglu en enginn gerði neitt. Sumir hlógu meira að segja.“ Lögreglan kom um síðir og handtók þá Manzyoto án þess að útskýra það frekar. Hann segist hafa drukkið fjóra bjóra á nokkr- um klukkutímum og alls ekki hafa verið mikið ölvaður. „Mér var síðan hent í fangaklefa án klós- etts. Ég var mjög ringlaður og í miklu uppnámi. Ég vildi fá útskýr- ingar á veru minni þarna og fá að hringja í konuna mína, spænska konsúlatið og lögfræðing. Mér var neitað um allt þetta.“ Eftir einhvern tíma kom lög- reglumaður og hleypti Manzoyoto út og hann hélt þá kröfum sínum áfram. Hann segir lögreglumenn- ina þá hafa ráðist á sig með fyrr- greindum afleiðingum. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir ríkissaksóknara rannsaka allan áburð um það að lögreglu- menn hafi brotið af sér í starfi. Því sé ekki eðlilegt að embætti hans tjái sig um þau. Á skrifstofu ríkis- saksóknara fékkst staðfest að kæra vegna atviksins hefði borist og að málið væri í rannsókn. thordur@frettabladid.is Sakar lögreglu um ofbeldi Manzoyoto Nunez, 28 ára spænskur ríkisborgari, segir lögreglu hafa handjárnað sig á höndum og fót- um. Hann hefur kært lögregluna fyrir harðræði. Manzoyoto aba MboMyo nunez Segir lögregluna hafa beitt sig ofbeldi og vill að lögreglumennirnir sem áttu í hlut verði reknir. Hann telur að um kynþáttafordóma hafi verið að ræða. ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS Antalya í Tyrklandi (E1) 14. – 24. apríl Uppseld Antalya í Tyrklandi (E2) 24. apríl – 2. maí Nokkur sæti laus Fararstjóri: Friðrik G. Friðriksson Lúxushótel við ströndina þar sem allt er innifalið allan daginn. Á meðal skoðunarferða er heimsókn í eitt best varðveitta leyndarmál ferðamála, Kappadokia þar sem kristnir bjuggu þegar á 2. öld. Verð aðeins kr. 119.500 í tvíbýli Ítalía (E3) 4. – 18. júní Sæti laus Fararstjóri: Friðrik G. Friðriksson Gist verður á góðum 3ja eða 4ja stjarna loftkældum hótelum með morgunverðarhlaðborði. Heimsótt verða Rómarborg, Vatíkanið, Pompei, Capri (blái hellirinn), Flórens, Písa, Feneyjar og Gardavatn. 12 máltíðir innifaldar. Verð kr. 179.000 í tvíbýli Stóru eyjarnar þrjár: Korsíka, Sardinía og Sikiley (E4) 11. – 25. júní Nokkur sæti laus Fararstjóri: Guðmundur V. Karlsson Eyjaferðin er spennandi nýung á íslenskum ferðamarkaði. Í fyrsta sinn gefst tækifæri til að heimsækja þrjár af stærstu eyjum Miðjarðarhafsins undir stjórn staðkunnugs og ítölskumælandi fararstjóra. Morgunverðarhlaðborð og 12 kvöldmáltíðir ætti ekki að svíkja á eyjunum þremur og samtökin frægu á Sikiley gera allt til þess að vernda ferðamennsku. Verð kr. 199.500 í tvíbýli Portúgal og Spánn (E5) 19. – 26. júní Sæti laus Fararstjóri: Friðrik G. Friðriksson Hótelið er lúxushótel við Spánarströnd, bæði morgunverður og glæsilegt kvöldverðarhlaðborð eru innifalin. Uppákomur og skemmtun standa til boða flest kvöld á hótelinu. Skoðunarferðir eru innifaldar, m.a. Sevilla og sigling upp eftir landamæraá Spánar og Portúgals með grilli og dans. Verð kr. 84.500 í tvíbýli Evropurutur 2007 Friðrik G. Friðriksson Fararstjóri Guðmundur V. Karlsson Fararstjóri Sérstaða Evrópurútanna felst í litlu stressi og hefur m.a. þess vegna fallið í góðan jarðveg hjá fólki sem vill njóta, án þess að koma dauðþreytt heim, sannkallað frí. Gist er á góðum hótelum, góður matur og fræðandi tilsögn fararstjóra hefur engan svikið undanfarin ár. Hægt er að skoða myndasafn úr ferðum Friðriks á vefsíðunni www.uu.is > „sérferðir“ > „Evrópurútur“. Friðrik mun veita upplýsingar hjá ÚÚ að Lágmúla 4 þriðjud. og fimmtud. Kl. 14 til 17 í febrúar og fram til 13. mars. Nánari ferðalýsingar eru á heimasíðu Úrvals Útsýnar og má líka biðja um að fá þær heimsendar (Ásta Guðrún 585 4000). KjARAmál Í stað tekjutengdra greiðslna til mæðra verða greiddir fæðingarstyrkir til foreldra, samkvæmt ákvörðun stjórnar Fjölskyldu- og styrktar- sjóðs BHM, BSRB og KÍ. Þetta hefur í för með sér að fæðingarstyrkir til karla og kvenna verða jafnháir, en hliðsjón er höfð af starfshlutfalli. Þetta nýja greiðslufyrirkomulag fæðingarstyrkja má einkum rekja til þeirrar ákvörðunar stjórnvalda að breyta viðmiðun- artímabili greiðslna úr Fæðingar- orlofssjóði. Breytingarnar taka gildi 1. júní næstkomandi. - bem Greiðslur í fæðingarorlofi: Styrkir karla og kvenna jafnháir UTAnRíKiSmál „Noregur og Ísland eru smáþjóðir og munu alltaf verða smáþjóðir. En þær verða minni þegar þær eru fyrir utan Evrópusambandið,“ sagði Erik Moen, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands hægriflokka (IDU), á hádegisverðarfundi Heimdall- ar og Evrópusamtakanna á dögunum þar sem rætt var um hvort hægrimenn ættu erindi í ESB. Moen talaði á fundinum sem fulltrúi norska Hægri flokksins, sem er fylgjandi aðild Noregs að ESB. Ræddi hann meðal annars um aukið vægi ESB í alþjóðakerfinu og sagði sambandið vera í auknum mæli samnefnara Evrópu í huga fólks. Að mati Moen er ólíklegt að spurning um aðild verði formlega tekin fyrir á næstunni í Noregi nema skoðanakannanir bendi til skýrs vilja almennings, þar sem dýrkeypt yrði ef aðild yrði hafnað í þriðja skiptið. Áður gerðist það árin 1972 og 1994. Mikilvæg breyting hefur þó að sögn Moen orðið í Noregi á afstöðu til ESB, sem kemur fram í nýrri þverpólitískri þingskýrslu um mikilvægi ESB fyrir Noreg. Segir Moen að flestir stjórnmálaskýrendur hafi verið sammála um mikilvægi þessarar nýju skilgreiningar. Moen kvaðst bjartsýnn á að Noregur yrði meðlimur í ESB fljótlega eftir árið 2010. - sdg Fulltrúi norska Hægriflokksins telur aðild Noregs að ESB líklega upp úr 2010: Smáþjóðir smærri utan ESB erik Moen Segir flest- ar þjóðir ESB smáar og það mikilvæga sé að fá sæti við borðið. fréttaBlaðið/anton búinn undir vígslu Þessi strákur á Srí lanka bjó sig í gær undir að verða tekinn í tölu búddamunka við hátíð- lega athöfn. fréttaBlaðið/aP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.