Fréttablaðið - 02.03.2007, Qupperneq 28
2. mars 2007 FÖSTUDAGUR28
Umræðan
Forvarnir
Eitt af jákvæðustu og skemmti-legustu verkefnum í forvarna-
starfi VÍS er móttaka leikskóla-
barna sem koma í heimsókn í
Þjónustumiðstöð félagsins reglu-
lega. Þar fá börnin m.a. fræðslu
um umferðarreglurnar, hjálma-
notkun, öryggi barna í bílum auk
þess sem þau fá að sjá litla kvik-
mynd um Venna Vísa, skrítinn
karl sem er að bisa við að setja
upp reykskynjara, skipta um raf-
hlöðu, hjóla í umferðinni, ganga
yfir gangbraut, tala í símann á
hjólinu sínu án handfrjáls búnaðar
og fl. Börnin eru m.ö.o. virkjuð til
þess að koma skilaboðum áleiðis
til mömmu og pabba, þ.e. að
spenna bílbeltin, tala aldrei í far-
síma í akstri án handfrjáls búnað-
ar o.fl.
Eitt af því sem við fræðum þau
um er að reykskynjari á að vera í
hverju svefnherbergi og það sem
meira er – það þarf að gæta þess
að skipta um rafhlöðu einu sinni á
ári. Þessi skilaboð komast svo
sannarlega til skila, ef marka má
frásagnir leikskólakennara og for-
eldra barnanna. Og þar með er ég
komin að kjarna málsins. Með
aukinni tæknivæðingu heimil-
anna, er nú svo komið að barna/
unglingaherbergið er orðið tækni-
væddasta herbergi hússins og þar
með eykst hættan á bruna í jöfnu
hlutfalli við fjölda tækja. Flestir
unglingar nútímans hafa alls kyns
rafmagnstæki í svefnherbergi
sínu, s.s. sjónvarp, dvd-spilara,
hljómflutningstæki, tölvu, prent-
ara og þaðan af fleiri rafmagns-
tæki. Ungmennin hafa oft kveikt á
þessum tækjum alla nóttina og
gæta þess ekki að rjúfa straum-
inn, t.d. af sjónvarpinu áður en
þau sofna. Auk þess læsa þau
mörg að sér á nóttunni. Það er því
ljóst að hættan er umtalsverð ef
eldur verður laus í barna/ungl-
ingaber-
berginu því
reykurinn
er lengi að
komast
fram á
ganginn,
þar sem
e.t.v. er
reykskynj-
ari. Það er
því lífs-
nauðsyn-
legt að
koma fyrir reykskynjara í loftið á
öllum svefnherbergjum hússins
og að auki í sameiginlegum rýmum
á hverri hæð. Þá er góð regla að
skipta um rafhlöðu einu sinni á
ári, t.d. þegar aðventan byrjar. Ég
hvet einnig alla til að kanna
útgönguleiðir og gera rýmingar-
æfingu með allri fjölskyldunni,
því það er of seint að vera vitur
þegar skaðinn er skeður.
Því miður virðist sem alltof
margir átti sig ekki á þeirri hættu
sem felst í því að fylla svefnher-
bergin af rafmagnstækjum. Marg-
ir slökkva t.d. á sjónvarpinu í
svefnherberginu með fjarstýring-
unni sem er alls ekki nægilegt þar
sem þá er enn straumur á tækinu.
Þá er algengt að fólk láti ungling-
inn hafa eldra sjónvarp inn til sín;
sjónvarp sem kann að vera yfir-
fullt af fínu ryki sem er oft ástæða
þess að það kviknar í sjónvarp-
inu.
Skilaboðin eru því einföld:
Slökkvið á stærstu rafmagnstækj-
unum í svefnherberginu með aðal-
rofa áður en gengið er til náða og
hafið reykskynjara með virkri
rafhlöðu í loftinu. Gerið rýming-
aráætlun fyrir heimilið og æfið
hana. a.m.k. einu sinni á ári með
öllum fjölskyldumeðlimum.
Tryggingar eru öllum nauðsynleg-
ar en þær bæta þó aldrei líf og
heilsu ástvina okkar.
Höfundur er forvarnarfulltrúi hjá
VÍS.
Er rafhlaðan tóm?
Umræðan
Efnahagsmál
Ég skil ekki hvers vegna forsvarsmenn Sjálfstæðis-flokksins með Hannes Hólmstein í broddi fylking-
ar virðast skammast sín fyrir þróun efnahagsmála.
Þekkt er að þeir hafa í stórblöðum erlendis hrósað sér
af því að hafa haft sjónarmið frjálshyggju að leiðar-
ljósi við mótun efnahagsstefnu á Íslandi og náð lengra
en þau ríki sem talin eru hafa náð lengst í þessum
málum. Hvers vegna vilja Hannes Hólmsteinn og for-
svarsmenn Sjálfstæðisflokksins alls ekki kannast við
árangur sinn hér á landi.
Tveir prófessorar við háskólann, Stefán Ólafsson
og Þorvaldur Gylfason, hafa sýnt fram á með haldgóð-
um rökum að kaupmáttaraukning hafi verið ójöfn.
Einnig hefur komið fram rannsókn sem þriðji háskóla-
prófessorinn, Ragnar Árnason, hefur gert, að ekki sé
við kjarasamninga á vinnumarkaði að sakast í þessum
efnum, þar hafi laun verið hækkuð jafnt upp allt kerf-
ið og lægstu laun jafnvel fengið ívið meiri hækkun.
Stefán hefur lýst þróun yfir tíma og notaði sama hug-
takið allan tímann. Tölur hans standa fyllilega fyrir
sínu, Gini-stuðullinn hefur hækkað á liðnum árum.
Hann hefur augljóslega verið að hækka meira ef horft
er til heildartekna með fjármagnstekjum en heildar-
tekna án fjármagnstekna. Þ.e. auknar fjármagnstekj-
ur eru að skýra hluta af auknum ójöfnuði. Gini-stuðull
ráðstöfunartekna er að hækka mest þar sem markvist
hefur verið dregið úr tekjujöfnunarhlutverki skatt-
kerfisins. Minnkandi tekjujöfnunaráhrif skattkerfis-
ins má rekja til nokkurra þátta:
1. Persónuafslátturinn lækkaði á árunum 1993-
2006.
2. Hátekjuskatturinn hefur verið aflagður.
3. Skattur af fjármagnstekjum er lægri en af öðrum
tekjum. Vaxandi vægi fjármagnstekna í heildartekj-
um hefur þess vegna leitt til þess að munur á tekju-
dreifingu heildartekna fyrir og eftir skatt hefur
minnkað.
4. Meðaltekjur hinna tekjuhæstu hækkaði umfram
tekjur annarra, einkum fjármagnstekjur þeirra.
5. Tekjur hinna lægst laun-
uðu hefur hækkað það mikið
að margir þeirra sem áður
voru skattlausir greiða nú
skatt.
Það dregur úr jöfnuði, en
nákvæmlega hversu mikið
geta menn deilt um, en að
hafna þessari þróun er
skrumskæling á sannleikan-
um. Það eru ákvarðanir stjórn-
valda sem hafa mest áhrif á
kaupmátt og ekki síst hjá þeim
lægstlaunuðu. Nær öll vest-
ræn ríki hafa aukið jöfnunaráhrif skatt- og velferðar-
kerfa sinna. Jöfnun með sköttum og bótakerfi velferð-
arkerfisins hér á landi hefur minnkað.
Skattleysismörkin eru sá þáttur skattkerfisins sem
helst jafnar tekjuskiptinguna þegar aðeins er eitt
skattþrep. Á þetta hefur verkalýðshreyfingin margoft
bent og bent á að annað hvort verði að hækka skatt-
leysismörk og binda þá við launavísitölu eða taka upp
fjölþrepa skattkerfi. Ef skattleysismörk fylgja ekki
launavísitölu er gengið í átt til aukins ójafnaðar í
tekjuskiptingunni á Íslandi. Einnig hafa frítekjumörk
og skerðingarákvæði stjórnvalda valdið fátæku fólki
hér á landi miklum skaða.
Einnig má benda á að ríkisstjórnarflokkarnir
gengu bak orða sinna frá því í sumar, þeir lofuðu að
bætur í vaxtabótakerfinu myndu ekki skerðast frá því
sem þær hefðu verið. Stjórnarliðar breyttu vaxta-
bótakerfinu þannig að umtalsverður hópur ungs fólks
á höfuðborgarsvæðinu fær ekki þær vaxtabætur sem
fólkið gerði ráð fyrir þegar það keypti sína fyrstu
íbúð. Barnabætur hafa auk þess lækkað. Allt þetta
eykur ójöfnuð enn frekar og bilið milli allra þrepa
tekjustigans.
Það er svo margt sem ég skil ekki, t.d. má benda á
hvers vegna sjálftaka alþingismanna og ráðherra úr
ríkissjóði sé ekki til umfjöllunar þessa dagana. Hér á
ég við eftirlaunaósómann og lífeyrisréttindin. Sam-
kvæmt útreikningum hagdeildar SA má leggja
umframlífeyriskjör þingmanna að jöfnu við 23-35%
mánaðarlega launauppbót. Umframlífeyriskjör ráð-
herra sem gegnir embætti í þrjú kjörtímabil eru ígildi
85-102 m.kr. starfslokagreiðslu og 66-79% mánaðar-
legrar launauppbótar. Umframlífeyriskjör forsætis-
ráðherra sem situr í tvö kjörtímabil eru ígildi 113 m.
kr. starfslokagreiðslu eða 122% launauppbótar.
Af hverju er reynt að fela
árangur í efnahagstjórnun?
Umræðan
Hagfræði
Í síðasta tölublaði Stúdentablaðsins er að finna grein eftir Pétur Ólafsson sem ber
heitið Stern skýrslan og Björn (sic) Lom-
borg. Grein þessi fjallar um skýrslu hag-
fræðingsins Nicholas Stern, Kýótó-bókun-
ina, en ekki síst viðtal Háskólablaðsins við
Bjørn Lomborg sem birtist í síðasta tölu-
blaði, sem kom út í desember.
Pétur gefur tóninn í upphafi greinar
sinnar með því að fjalla um spádóma Stern
skýrslunnar, og segir að samkvæmt skýrsl-
unni kunni efnahagur heimsins að taka 20%
dýfu, hiti muni hækka um 5ºC og því sam-
fara muni sjávarmál hækka um 5-6 metra.
Spá Sterns um hækkun sjávarmáls um 500-
600 sentímetra í kjölfar 5ºC hitaaukningar
eru algerlega á skjön við allar spár í þess-
um efnum. Vert er að geta þess að í við-
talinu sem birtist í Háskólablaðinu segir
Bjørn Lomborg að sjávarmál muni líklega
hækka um 30-
50 sentímetra.
Í nýlegri
skýrslu Inter-
governmental
Panel on
Climate
Change (IPCC)
segir að sjáv-
armál muni
líklega hækka
um 18-59 sentímetra. Flestir vísindamenn
hafa verið sammála um að ef ekkert yrði
gert til að sporna við hlýnun jarðar gæti
kostnaðurinn verið allt að 3% af heildar
þjóðarframleiðslu ríkja heimsins, en ekki
20% eins og Stern skýrslan gaf til kynna. Þá
gerir Stern skýrslan ekki ráð fyrir neinum
mótvægisaðgerðum eins og byggingu varn-
argarða eða öðru slíku.
Spár sem eru meira en tífalt hærri en
ýtrasta svartsýnisspá hóps vísindamanna
sem settur var saman fyrir tilstuðlan
Umhverfisráðs Sameinuðu þjóðanna hljóta
að vekja athygli. Það þarf því ekki að vekja
furðu að sýnt hefur verið fram á að við
vinnslu á Stern skýrslunni var notast við
gögn sem nú hefur verið sýnt fram á að hafi
verið röng, tölur um hlýnun voru gróflega
ýktar, tölfræði hafi verið valin með það að
markmiði að sýna fram á ákveðna niður-
stöðu og meðferð gagna hafi bent til hlut-
drægra vinnubragða.
Þeim sem áhuga hafa á að kynna sér
gagnrýni á Stern skýrsluna er bent á mjög
fróðlega grein sem birtist í okt.-des. hefti
tímaritsins World Economics, sem ber heit-
ið The Stern Review: A Dual Critique. Þar
hlýtur skýrslan ítarlega endurskoðun, ann-
arsvegar vísindalega úrvinnslu á gögnum
skýrsluhöfunda og hins vegar hagfræðilega
úrvinnslu skýrslunnar. Er þar farið mjög
hörðum orðum um skýrsluna og niðurstöð-
ur hópanna segja allt sem segja þarf:
„Við komumst að þeirri niðurstöðu að
Stern skýrslan væri hlutdræg og reyndi að
vekja ótta með túlkun sinni á gögnum. [...]
Skýrslan byggir nánast einvörðu á niður-
stöðum manna og stofnana sem hafa í gegn-
um tíðina hafa gefið út hlutdrægar skýrslur
um hlýnun jarðar. [...] Sneitt er framhjá
gögnum vísindamanna sem sýnt hafa fram
á öndverðar niðurstöður. [...] Breska ríkis-
stjórnin þarf að leita á önnur mið, vilji hún
fá óhlutdrægar og áreiðanlegar upplýsing-
ar um loftslagsmál.
[...]
[Stern skýrslan] er langt frá því að geta
verið nothæft gagn um hagfræðilegar
afleiðingar hlýnunar jarðar, enda stórgöll-
uð.“
Í ljósi þess að Pétur virðist byggja trú
sína á þessum vafasömu forsendum er
kannski hægt að skilja þá afstöðu sem hann
virðist hafa til Kýótó-bókunarinnar og Lom-
borg.
Síðari hluti greinarinnar verður birtur
innan skamms.
Höfundar sitja í ritstjórn Háskólablaðsins,
tímarits stúdenta við Háskólann í Reykjavík.
Stúdentablaðið og Stern skýrslan
Umræðan
Sjávarútvegsmál
Í grein í Fréttablaðinu 22. 2. 2006 sagði Jóhann Ársælsson að
Samfylkingin teldi að ekki hefði
komið fram neitt betra kerfi til
stjórnar fiskveiðum en kvótakerf-
ið sem við Íslendingar búum við.
Því hefði Samfylkingin „byggt til-
lögur sínar á því að stuðst verði
áfram við aflamarkskerfið“.
Því vil ég minna Jóhann á að í Færeyjum
eru notaðar aðrar aðferðir til stjórnunar
fiskveiða, s.k. dagakerfi, en það er eins og
ekki megi minnast á það.
Almenn sátt ríkir í Færeyjum um daga-
kerfið, þeir vilja meina að það sé besta kerfi
í heimi - fyrir þá. Færeyska kerfið byggist á
að stjórna veiðiátakinu. með því að ákvarða
fjölda veiðidaga og veiðisvæði hinna ýmsu
skipaflokka og veiðarfæra (línu, troll og
handfæri; ekki eru nein takmörk á dagsafla,
fisktegundum sem veiða má eða heildarafla
alls flotans).
Þannig bregst flotinn umsvifa-
laust við breytingum sem verða á
umhverfi og lífríki. Aukning eða
minnkun í fiskstofnum kemur
strax fram í afla.
Unnt er að versla með veiði-
daga, ekki þó milli skipaflokka.
Það er gert til að koma í veg fyrir
að þeir stóru gleypi þá litlu, og
aðskilnaður veiða og vinnslu er
bundinn í lögum.
Íslenska kerfið grundvallast
hins vegar á að stjórna hve mikið er tekið úr
hafinu. Skammtur ársins, það sem veiða má
af hverri tegund, ákvarðast nokkrum mán-
uðum áður en veiðar hefjast og byggir á eins
árs gömlum upplýsingum eða ágiskunum
um stærðir hinna ýmsu stofna.
Á þeim tíma geta orðið ófyrirséðar breyt-
ingar, bæði á umhverfisþáttum og fiskstofn-
um. Jafnvel þó stofnstærð væri þekkt, þá
greinir menn á um hve mikið eigi að veiða,
hvar, hvenær og hvort veiða eigi smáan eða
stóran fisk. Þá leiðir skömmtun afla til þess
að menn reyna að hámarka verðmætin með
því að koma með verðmætasta fiskinn að
landi.
Geta má þess að Alþingi Íslendinga álykt-
aði fyrir nokkrum árum að skoða skyldi
kosti og galla færeyska kerfisins, en ekki
hefur orðið af því enn.
Hvernig hefur gengið í Færeyjum? Daga-
kerfið var tekið upp 1996 eftir að kvótakerfi
upp á íslenska vísu hafði verið innleitt
tveimur árum fyrr að kröfu Dana. Að kröfu
færeyskra fiskifræðinga var dögum fækkað
um 17% fram til ársins 2000 en um 5% frá
þeim tíma til dagsins í dag. Fiskifræðingar í
Færeyjum hafa alltaf lagt til sóknarminnk-
un, oftast um 25-35% á ári, og stundum bann
við þorsk- eða ýsuveiðum. Færeyska lög-
þingið, sem árlega ákvarðar fjölda veiði-
daga, hefur ekki farið eftir þessum ráðlegg-
ingum.
Hefði alltaf verið farið að tillögum um
fækkun fiskidaga, en fiskifræðingar hafa
umreiknað ráðlagða sóknarminnkun yfir í
afla, hefði þorskaflinn einungis orðið 153
þús. tonn 1996-2006 en veidd voru 212 þús.
tonn, sem er 39% umfram ráðleggingar.
Framúrkeyrsla í ufsa var 69% og í ýsu 38%.
Skyldi þá ætla að fiskur væri nú upp
urinn, en svo virðist ekki vera. Árin 2005 og
2006 var metveiði af ufsa, 60 þús. tonn hvort
ár. Ýsuafli er nú minnkandi og þorskafli er
lítill. Heildar botnfiskafli er með mesta
móti, hefur vaxið úr 90 þús. tonnum 1996 í
124 þús. tonn 2006.
Ekki hafa Færeyingar miklar áhyggur af
litlum þorskafla enda þekkt að hann sveifl-
ast mjög mikið og telur forstjóri Fiskirann-
sóknastofunnar í Færeyjum að hér sé á ferð-
inni náttúruleg sveifla en ekki ofveiði.
Höfundur er fiskifræðingur.
Má ekki minnast á færeyska kerfið?
Jón KristJánsson
ragnheiðUr
DavíðsDóttir
anDri
gUnnarsson
gUnnar egill
egilsson
Alþingi Íslendinga ályktaði fyrir nokkr-
um árum að skoða skyldi kosti og galla
færeyska kerfisins, en ekki hefur orðið
af því enn.
Skattleysismörkin eru sá þáttur skattkerfis-
ins sem helst jafnar tekjuskiptinguna þegar
aðeins er eitt skattþrep. Á þetta hefur verka-
lýðshreyfingin margoft bent.
gUðmUnDUr
gUnnarsson
Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins.