Fréttablaðið - 02.03.2007, Side 68
2. mars 2007 FÖSTUDAGUR36
menning@frettabladid.is
! Kl. 13.00Félagar úr bresk-þýska listahópn-um Gob Squad fjalla um verk sín í
málstofu á vegum leiklistardeildar
LHÍ að Sölvhólsgötu 13. Hópurinn
hefur unnið saman að gjörningum,
innsetningum, kvikmyndum og
lifandi viðburðum undanfarin 13 ár,
þar sem skemmtanagildi, list-
rænn metnaður og skýr og ákveðin
hugmyndafræði haldast í hendur.
Dagskráin er öllum opin meðan
húsrúm leyfir.
Elísabet Waage hörpuleikari og
Hannes Guðrúnarson gítarleik-
ari halda tónleika í Salnum í
Kópavogi á morgun.
Tónleikarnir bera yfirskrift-
ina „Náttúran í strengjum“ en
efnisskráin lýsir ýmsum fyrir-
bærum í náttúrunni en þau Elísa-
bet og Hannes munu leika verk
eftir Áskel Másson, hörpusólóið
„Hrævareldar“ eftir Hasselman
og verkið „Blóm“ eftir Þorkel
Sigurbjörnsson en það var upp-
haflega skrifað fyrir gítar og
sembal en Þorkell gerði á því
smávægilegar breytingar svo að
hægt væri að leika hlutverk
sembalsins á hörpu. Að lokum
leika þau Hannes og Elísabet
verkið „Spirit of Trees“ eftir
armensk-ameríska tónskáldið
Alan Hovhaness, en verk hans
heyrast sjaldan hér á landi. Hov-
haness blandar þar saman
strengjum hljóðfæranna á mjög
fallegan hátt og hefur verkið
örlítið austurlenskt yfirbragð.
Elísabet og Hannes léku fyrst
saman á tónleikum árið 2004 og
héldu Háskólatónleika haustið
2005. Þau eru bæði kennarar við
Tónlistarskólann í Kópavogi. Tón-
leikarnir eru liður í tónleikaröð
kennara Tónlistarskólans í Kópa-
vogi. Nemendur Tónlistarskól-
ans og forráðamenn þeirra fá
frítt inn, auk þess er ókeypis
fyrir öll börn 12 ára og yngri.
Náttúra og strengir
Kammerhópurinn Nordic
Affect heldur tónleika í
Bókasal á morgun. Tónleik-
arnir bera yfirskriftina „Girni
og viður“ en þar verður
leikin tónlist frá barokk-
tímabilinu, allt frá hinum
framúrstefnulegu strengja-
verkum Marinis og Merulas
til eins frægasta flautuverks
sögunnar, h-moll svítunnar
eftir J.S. Bach.
Nordic Affect er fyrsti
hérlendi kammerhópurinn
skipaður fólki sem hefur
sérhæft sig í flutningi tón-
listar á upprunaleg hljóð-
færi. Hópurinn var stofnaður
árið 2005 af Höllu Steinunni
Stefánsdóttur barokkfiðlu-
leikara og Karli Nyhlin
lútuleikara en í honum eru í
dag níu meðlimir. Hópurinn
hefur komið fram á Norð-
urlöndunum, þar á meðal á
Sumartónleikum í Skálholti
og Renaissance Musik Festi-
val í Kaupmannahöfn og
fengið góðar móttökur.
Tónleikarnir eru þeir fyrstu
í fyrirhugaðri tónleikaröð
hópsins í Þjóðmenning-
arhúsinu sem styrkt er af
Reykjavíkurborg, Glitni,
Minningarsjóði Margrétar
Björgólfsdóttur, Tónlistar-
sjóði og Menningarsjóði
FÍH. Nánari upplýsingar er
að finna á heimasíðunni
www.thjodmenning.is
Girni og viður í Þjóðmenningarhúsi
Leika á upprunaLeg hLjóðfæri
Kammerhópurinn Nordic Affect heldur
tónleika í Þjóðmenningarhúsinu á morgun.
FRéTTABlAðið/GvA
> ekki missa af …
ljósmyndasýningu finnsku
listakonunnar Súsönnu Majuri
í Norræna húsinu. Hún hefur
sérhæft sig í að leita uppi und-
arlegt andrúmsloft og liti sem
leynir sér ekki í verkum hennar.
Sýningunni lýkur um helgina.
leikritinu Sitji guðs englar í
Þjóðleikhúsinu. verkið byggist
á ástsælum bókum Guðrúnar
Helgadóttur og hentar öllum
aldurshópum.
sýningum Íslenska dans-
flokksins á verkum André
Gingras og Robertos Oliván í
Borgarleikhúsinu.
Sköpunarfyrirtækið M/M er
eina ferðina enn að koma að
íslensku menningarlífi. Það
átti samstarf við Björk með
eftirminnilegum hætti bæði
við bókina sem henni var
helguð og eins myndbandið
við Hidden Place – Leyni-
staðinn.
Það leiddi síðan til samstarfs M/M
við Gabríelu Friðriksdóttur í frá-
gangi prentgripa fyrir skála henn-
ar í Feneyjum: bæði merki og
hátalarastæði. Þá unnu þeir titla
fyrir Sigurjón Sighvatsson fyrir
heimildarmynd hans um Zidane
sem hér var sýnd á kvikmyndahá-
tíð.
Á bak við þessi tvö emm standa
þeir Mathias Augaustyniak og
Michael Amzalag. Samsteypu sína
stofnsettu þeir í París 1992: þeir
neita að flokka sig sem hönnuði
því viðfangsefni sæki þeir á svo
vítt svið. Vefsíða þeirra leiðir það
í ljós að þeir drepa víða niður fæti:
sviðsmynd í óperur, veggspjöld,
myndaramma, lampa, veggflísar
og margt fleira. Af vef þeirra,
www.mmparis.com, má hlaða
niður í pdf-skjali nýjum bæklingi
með veggspjöldum þeirra sem
eru afar skrúðmikil og fræðast
um fimmtán ára feril M/M.
Einkenni á flestum þeirra verk-
um er blanda af einföldum form-
um með miklu munsturskrúði
sem vísar beint í barokkið. Þeir
hafa afar sérstæða litasýn sem
sótt er í kviku samtímans og er
stundum á skjön við venjubundna
samsetningu lita. Og nú eru þeir
komnir í Garðabæinn. Þar sátu
þeir um síðustu helgi ásamt sam-
starfskonu sinni Gabríelu Frið-
riksdóttur og unnu drög að stóru
myndverki sem mun verða sett
upp á efsta punkti Urriðaholtsins
og trúir sínu barokkska sniði mun
verkið sem er hugsað sem tré
skjóta rótum um nágrennið. Í
tengslum við Franska vorið verða
skissur þeirra þrímenninga sýnd-
ar í Hönnunarsafninu í Garðabæ
og verður sú sýning opnuð gest-
um og gangandi frá og með sunnu-
deginum. Þar gefst kostur á að sjá
verkið í frumdrögum en sú mynd
sem hér fylgir er samsett hugsýn
um hvernig það gæti litið út.
Það eru einkaaðilar sem hafa
þróað byggingarhugmyndir í
Urriðaholti um langt skeið í sam-
vinnu við heimamenn og arki-
tektastofu Johns Thompson. Sig-
urður Gísli Pálmason er fyrir
verkefninu sem hefur tekið nokk-
urn tíma. Hann segir Urriðaholtið
afar viðkvæmt svæði og menn
hafi lagt sig í líma við að hanna
þar byggð fyrir 3.600 íbúa sem
ætlunin sé að rísi hægt – á nær tíu
árum. Menn vilji fara varlega
vegna nálægðar við vatnið sem
öllum sé í mun að vernda. Tryggja
þurfi að vatnsbúskapur vatnsins
haldist, en það sé víða raun með
vötn í byggð að þau deyi. Sigurður
segir myndverk þeirra þremenn-
inga vera táknlegt: það verði
fyrsta mannvirkið sem muni rísa í
þessu hverfi. Þau tali um tré og
ætlunin sé að rætur þess liggi
víða um hverfið. „Skipulagsyfir-
völd og verktakar verði að fara að
leggja meira til í undirbúningi og
hugsun hverfa, það sem lengi skal
standa skulu menn vanda sig við,“
segir Sigurður. Hann segir að
verkið muni verða þrír til fjórir
metrar á hæð og næst sé að þróa
hugsýnina áfram, kanna efnivið í
tréð og huga að burðargrind í
verkið. Sigurður er ánægður með
vinnu þremenninganna og og
dregur ekki dul á það að honum og
samstarfsfólki hans er metnaðar-
mál að nýtt hverfi í Urriðaholti
takist vel, tréð skal vera til merk-
is um það.
pbb@frettabladid.is
M/M í Urriðaholtinu
hræra sína strengi Elísabet Waage og Hannes Guðrúnarsson leika saman í Saln-
um. FRéTTABlAðið/GvA
Í dag skulu menn leggja við hlust-
ir - skeggöld, skálmöld, skildir eru
klofnir. Vindöld, vargöld, áður
veröld steypist. Hér mun enginn
maður öðrum þyrma. Svo segir
völvan í þúsund ára gömlu ljóði
sem hefur um langan aldur endur-
nært norræna skynjun og hafa
sindur af því kvæði löngum lýst
mönnum leið. Í dag verður þetta
frægasta kvæði íslenskt, Völuspá,
enn tekið til flutnings í túlkun
þeirra Sverris Guðjónssonar og
sænska tónskáldsins Stens Sand-
ell. Verður hljóðverk þeirra byggt
á kvæðinu flutt samtímis á vegum
útvarpsleikhúsa sænsku og
íslensku ríkisútvarpanna kl.
16.13.
Verkið, sem tekur um tuttugu
mínútur í flutningi, er sent út í
þættinum Hlaupanótunni. Það
hefur verið lengi í vinnslu: þeir
Sverrir og Sten tóku að vinna
hljóðverk byggt á hinu forna
kvæði fyrir tveimur árum. Tvær
leikkonur bera uppi flutninginn af
kvæðinu: Kristbjörg Kjeld hér
heima en Stina Ekblad í Svíþjóð.
Báðar eru þær kunnar fyrir dram-
atískan leik sinn og fá nú það hlut-
verk að gæða kvæðinu rödd. Sak-
lausari parta í spá völvunnar túlka
þær Kristbjörg María Jensdóttir,
sonardóttir Kristbjargar, og Olivia
Sandell.
Völuspá skiptist í þrjá kafla:
sköpun, ragnarök og nýtt upphaf,
þá heimurinn rís að nýju eftir fall-
ið. Kvæðið virðist geta kallast á
við alla tíma og ekki skánar ástand-
ið í framtíðarhorfum heimsins.
Nokkurri undrun sætir að verkið
skuli ekki vera frumflutt á kvöld-
dagskrá og meira látið með það í
kynningum á vegum RÚV. Þetta
er ekki í fyrsta sinn sem tónskáld
smíðar verk eftir kvæðinu. Það
hefur komið við sögu bæði í tón-
smíðum Jóns Leifs og Jóns Þórar-
inssonar. Þessa útgáfu kalla höf-
undarnir Völuspá - Raddir. - pbb
Völuspá í útvarpi
tónList Sverrir Guðjónsson tónlistar-
maður.
MyndList við tréð á Urriðaholti standa Halldóra Hreggviðsdóttir , Gabríela Friðriks-
dóttir, Michael Amzalag og Sigurður Gísli Pálmason. lJóSMyNd M/M MATHiAS AUGAUSTyNiAK
ARI JÓNS: söngur, trommur
SVENNI GUÐJÓNS: söngur, hljómborð
FINNBOGI KJARTANS: söngur, bassi
GÚI RINGSTED: söngur, gítar
SIGGI PEREZ: söngur, saxafónn, slagverk
Misstu bara af þessu ef þú þorir!
Föstudags- og laugardagskvöld