Fréttablaðið - 02.03.2007, Side 70

Fréttablaðið - 02.03.2007, Side 70
 2. mars 2007 FÖSTUDAGUR38 Með bréfunum frá Iwo Jima lok- ast tvíleikur Clints Eastwood um þessa mannskæðu árás Banda- ríkjahers á japönsku eldfjallaeyj- una í febrúar og mars árið 1945. Iwo Jima var hernaðarlega mikil- væg fyrir keisaraveldið sem taldi nauðsynlegt að verja hana því ef bandamenn næðu henni á sitt vald var hægur leikur að ráðast á meg- inland Japans þaðan. Þótt ekkert skorti á baráttuþrekið hjá her- mönnum keisarans voru birgðir af skornum skammti og herinn nánast óvígur sökum matar- og skotfæraskorts. Orrustan um Iwo Jima er einna frægust fyrir ljósmynd Joes Ros- enthal af sex Bandaríkjamönnum sem reistu fána landsins á Sura- bachi-fjallinu, hæsta tindi eyj- unnar. Eastwood hefur þegar gert hinum bandaríska hluta góð skil í Flags of our Fathers en fannst hlutur Japana ekki sýndur í sann- gjörnu ljósi. Sagan er jú alltaf skrifuð af sigurvegurum. Japan- ar urðu fyrir gríðarlegu mann- falli í þessari orrustu en ríflega tuttugu þúsund féllu í bardögum eða af sárum sínum. Bréfin frá Iwo Jima byrjar á kunnuglegum nótum. Hún hefst á fundi japanskra fornleifafræð- inga á poka með bréfum frá her- mönnum á eyjunni. Þetta er kunn- uglegt bragð úr smiðju kvikmyndagerðarmanna þegar þeir vilja gefa áhorfandanum þá tilfinningu að allt sem gerist í kjölfarið sé sögulega satt. Mið- punkturinn er bakarinn Saigo sem óvænt er kallaður í japanska herinn en er hálfgerður aumingi, getur varla skotið úr byssu og er látinn í öll skítaverkin. Hann þvælist á milli herdeilda, kynnist þeim japönsku hermönnum sem lögðu líf sitt að veði fyrir land og þjóð en stendur að endingu uppi sem eini eftirlifandinn í vörslu óvinarins. Clint Eastwood á vissulega hrós skilið fyrir kvikmyndir sínar um Iwo Jima. Hann leyfir sjónar- hóli beggja aðila að njóta sín. Líkt og í mörgum góðum stríðsmynd- um eru tökurnar á köflum stór- kostlegar, mikið gert úr byssu- hvellum svo að áhorfandinn kippist til í stólnum, aflimaðir lík- amar og blóð fyrirferðarmikið en minna púðri eytt í söguþráð. Enda á styrjöldin ein og sér að nægja. Áhorfandinn fær óvænta innsýn inn í heim japanska hersins þar sem heiðurinn skiptir öllu máli og krafist var sjálfsvíga í stað þess að flýja eða daga uppi sem stríðs- fangi. Bréfin frá Iwo Jima er tækni- lega vel útfærð kvikmynd þar sem hljóðvinnsla og klippingar eru í hæsta gæðaflokki en hún býður ekki upp á neitt nýtt í flokki stríðsmynda. Kvikmyndahúsa- gestir skyldu því ekki láta blekkj- ast af hrifningu Óskarsakademí- unnar enda er mikilvægt á þessum viðsjárverðu tímum fyrir stórveldið að sýnast pólitískt rétt- þenkjandi.  FreyrGígjaGunnarsson Frá sjónarhóli óvinarins kvikmyndir LettersfromiwoJima Leikstjóri: Clint Eastwood Aðalhlutverk: Ken Watanabe og Kazunari Ninomiya HHH Kvikmyndin er keyrð áfram af kröftugri kvikmyndatöku og hljóðvinnslu. Galli myndarinnar er hins vegar sá að hún býður ekki upp á neitt nýtt í stríðsmyndum og því skyldi fólk ekki láta blekkjast af hrifningu Óskarsakademíunnar. HvAÐ?HvEnÆr?HvAr? MARS 27 28 1 2 3 4 5 Föstudagur n n TÓnLEikAr c 21.30 Hljómsveitin Royal Fortune heldur tónleika á Dillon. Ásamt sveitinni spilar hinn síferski og fjallmyndarlegi Helgi Valur sem undirbýr upptökur á nýrri hljómplötu þessa dagana. Að loknum tónleikun- um munu plötusnúðarnir Silja og Steinunn halda upp fjöri fram eftir kvöldi með óaðfinnanlegum tónlist- arsmekk og almennum ærslagangi. n n LEikLiST c 20.00 Leikfélag Kópavogs frumsýnir leikritið Allt & ekkert í Hjáleigunni í kvöld. Leikstjóri er Guðjón Þorsteinn Pálmarsson. n n SkEmmTAnir c Hljómsveitin Roof Tops leikur á Kringlukránni. n n FyrirLESTrAr c 12.00 Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur flytur erindi í Norræna húsinu á vegum Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum. Fyrirlesturinn ber heitið: Hreinn andi í óhreinum lík- ama í manngerðum heimi - Ljós Slím Plast en í honum fjallar hún um hvernig líkamsvitundin í nútím- anum er klofin í ósættanlegar and- stæður: Líkamsdýrkun annars vegar og ógeð á líkamanum hins vegar. n n SÝninGAr c 10.00 Í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum stendur fyrir sýningin K-þátturinn - Málarinn Jóhannes S. Kjarval en þar leitast sýningarstjórinn Einar Garibaldi Eiríksson við að svipta hulunni af goðsögninni Kjarval og hleypa áhorf- andanum beint að verkum hans. Á sama stað gefur einnig að líta sýn- inguna Foss þar sem fjórir listamenn kanna tengsl listar og náttúru. c 12.00 Árleg ljósmyndasýn- ing Blaðaljósmyndarafélags Íslands stendur yfir í Gerðarsafni í Kópavogi. Á sama stað má sjá sérstaka sýningu á ljósmyndum sex ljósmyndara sem ber yfirskriftina Kárahnjúkar. n n SÍÐUSTUFOrvÖÐ c 13.00 Í Hafnarborg standa yfir sýningar á verkum Hrafnhildar Ingu Sigurðardóttur og Drafnar Friðfinnsdóttur. Sýningarnar verða opnar til 4. mars. c 13.00 Kristín Guðmundsdóttir sýnir á Café Karólínu á Akureyri. Sýningin Barnslegar minningar + löstur mannsins samanstendur af textaverkum á glasamottur og veggi. Sýningunni lýkur 9. mars. c 17.00 Sýningin Ólátagarðurinn í Kartöflugeymslunni Ártúnsbrekku geymir verk lista- manna sem eiga rætur sínar að rekja til graffiti-listar. Sýningin er opin dag- lega milli 17 - 20 og lýkur í dag. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR MERICAÍS THE HAPPY THEATER PRESENTS: MIÐAPANTANIR Í SÍMA 551 0343 AUKASÝNINGAR: FÖS. 2.MARS KL. 20.30 LAU. 3.MARS KL. 20.30 LAU. 10.MARS KL. 20.30 TAKE THE TOUR WITH PARIS & TYRA Unaðslegar stundir Rauða Húsið · Sími: 483-3330 Búðarstíg 4 · 820 Eyrarbakkka www.raudahusid.is með spennandi fjögurra rétta kvöldverði á aðeins 3.900.- allar helgar í janúar, febrúar og mars & Sunnudagur 4.mars kl:17 Uppselt Sunnudagur 11.mars kl:17 örfá sæti laus Sunnudagur 18.mars kl:17 ���������������� ����������������������������������������������� ��������������������������������������� ������������������������� ����������������� ������������������������������������� ��������������������������������������� ���������������������������������� �����������������������

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.