Fréttablaðið - 02.03.2007, Page 78
46 2. mars 2007 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
HAnDbolTi Það er óhætt að segja að
gengi þýska liðsins Gummersbach
hafi vakið gríðarlega athygli í
vetur. Liðið er komið með annan
fótinn í undanúrslit Meistara-
deildarinnar og er aðeins einu stigi
frá toppi þýsku deildarinnar þar
sem Flensburg situr en Gummers-
bach lagði toppliðið örugglega með
sjö marka mun á miðvikudag.
Alfreð Gíslason tók við stjórnar-
taumunum hjá þessu fornfræga
félagi síðasta sumar og miðað við
þær mannabreytingar sem áttu
sér stað voru ekki gerðar miklar
kröfur til liðsins í ár. Það var
almennt talið veikara en í fyrra.
Þessi vetur átti að fara í að búa
til gott lið en Alfreð hefur enn eina
ferðina sýnt styrk sinn sem þjálf-
ari í vetur. Þrátt fyrir að hafa lít-
inn mannskap, misst marga menn
í meiðsli og ekki með eins góða
leikmenn og hin toppliðin gefur
Gummersbach ekkert eftir og á
góða möguleika á titlinum. Það
sýndi liðið í leiknum gegn Flens-
burg.
„Þetta var ágætt og ég var bara
nokkuð sáttur fyrir utan byrjun-
ina,“ sagði Alfreð af einstakri hóg-
værð en lið hans byrjaði leikinn
illa en síðan kom 10-1 kafli hjá
Gummersbach og liðið leit aldrei
til baka. Mannskapurinn hefur
oftar en ekki verið þunnur og
Alfreð hefur á stundum aðeins
haft níu útileikmenn til umráða.
Gengi liðsins kom Alfreð á
óvart í upphafi en gerir það ekki
lengur.
„Strákarnir voru búnir að æfa
eins og skepnur þannig að þeir eru
í mjög fínu formi. Við megum
samt ekki við neinum skakkaföll-
um. Þetta lið var ekki að spila
neina taktík áður en það er annað
uppi á teningnum nú og lykillinn
að árangrinum er liðsheildin,“
sagði Alfreð en Guðjón Valur og
Daniel Narcisse eru einu heims-
klassaleikmennirnir í liðinu.
Skyttur liðsins myndu tæplega
fá mikið að spila með hinum stóru
liðunum en þær blómstra hjá
Alfreð. Það hafa verið fjárhags-
vandræði hjá Gummersbach í
gegnum árin og nú síðast um ára-
mótin stefndi í óefni. Allt horfir
nú til betri vegar og það er ekki
síst gengi liðsins að þakka.
„Það lítur vel út með fjármálin.
Við spöruðum hátt í milljón evra
(88 milljónir króna) fyrir tímabil-
ið en erum samt að leika betur en
á síðustu leiktíð. HM skilaði sínu
og það er mikill handboltaáhugi á
svæðinu og allir vilja vera með.
„Það er frábært og þetta gengi
hjálpar svo sannarlega til við að fá
styrktaraðila. Ég er geysilega
ánægður með gengið og það eru
allir mjög glaðir. Það er samt stutt
á milli og ef við töpum fyrir Gross-
wallstadt þá fara allir í þunglyndi.
Menn verða að vera á jörðinni,“
sagði Alfreð en liðið á 13 leiki eftir
í deildinni.
henry@frettabladid.is
Spörum milljón evra
en erum að spila betur
Alfreð Gíslason, þjálfari Gummersbach, hefur í vetur unnið þrekvirki með
þýska liðið, sem hefur komið allra liða mest á óvart í þýsku Bundeslígunni.
kraftaverkamaðurAlfreð Gíslason hefur sýnt enn og aftur í vetur að hann er einn
besti þjálfari heims. fréttAblAðið/bonGArts
Enski landsliðsmarkvörðurinn ben foster hefur vakið mikla
athygli fyrir góða frammistöðu hjá Watford í ensku úrvalsdeild-
inni í vetur. Þar er hann í láni frá Manchester United, sem keypti
hann frá stoke fyrir einu og hálfu ári.
„Það reynir á foster í hverri viku í úrvalsdeildinni og alltaf
stendur hann fyrir sínu,“ sagði Adrian boothroyd, stjóri
Watford, um markvörðinn. „ég held að hann verði besti
markvörður heims í framtíðinni. Hann er frábær mark-
vörður,“ sagði boothroyd.
sautján ára gamall gekk hann til liðs við stoke en það
var Guðjón Þórðarson sem sá um að fá hann til félags-
ins þá.
„Þetta góða gengi hans kemur mér ekkert á óvart,“
sagði Guðjón aðspurður um foster. „Hann var horaður
ungur drengur þegar hann kom til mín en vann með
gömlum og reyndum markverði sem hann lærði mikið
af. Ekki síður er hann gríðarlega duglegur og vinnu-
samur, sem hefur reynst honum vel.“
foster lék með hverfisliði sínu, rC Warwick, þegar
útsendarar stoke komu auga á hann. nú, tæpum sex árum
síðar, er hann á mála hjá einu besta félagi heims og hefur
þegar spilað sinn fyrsta landsleik.
„Það voru einhverjar þreifingar uppi hjá stoke á sínum
tíma að láta hann fara frá félaginu eftir að hann braut
bátsbein í höndinni. ég taldi það þó vera óðs manns
æði því hann væri með gríðarlega mikla hæfileika af
náttúrunnar hendi. Það hefur svo komið í ljós.“
sir Alex ferguson keypti svo foster til United fyrir
eina milljón punda sumarið 2005. „ég held að
ferguson hafi verið að kaupa framtíðarmann, sem
hefur nú komið á daginn. Þessi strákur verður bara
betri með tímanum enda þannig manngerð. Hann
er algerlega laus við allan hroka og stæla.“
Guðjón segist þykja vænt um að eiga smá hluta í
velgengni fosters. „Hann er þakklátur fyrir okkar tíma
hjá stoke og það voru til að mynda fagnaðarfundir hjá
okkur þegar við hittumst síðast. ég fylgist auðvitað enn
með honum og mun gera áfram.“
GUðjón ÞórðArson knAttspyrnUÞjálfAri: fékk bEn fostEr til stokE City á sínUM tíMA
Hæfileikar Fosters komu snemma í ljós
KÖRFUbolTi Marel Guðlaugsson,
leikmaður Hauka, bætir leikja-
met Guðjóns Skúlasonar í
úrvalsdeild karla í kvöld. Haukar
taka þá á móti ÍR á Ásvöllum í
gríðarlega mikilvægum leik fyrir
Hafnarfjarðarliðið í harðri
fallbaráttu deildarinnar. Marel
hefur leikið samtals 409 leiki,
fyrir Grindavík (210), KR (44) og
Hauka (155), en hans fyrsti leikur
var gegn Njarðvík í Ljónagryfj-
unni 18. mars 1988.
Marel er þriðji leikmaðurinn
til að eignast met á undanförnu
ári því Guðjón sló met Teits
Örlygssonar í Höllinni á Akureyri
26. febrúar 2006. Marel er 23.
stigahæsti leikmaður deildarinn-
ar frá upphafi, hefur skorað 8.
flestu þriggja stiga körfurnar og
aðeins fimm leikmenn hafa
fengið fleiri villur en hann. -óój
Leikjamet úrvalsdeildar:
Marel bætir
met Guðjóns
410.leikurinnMarel Guðlaugsson
er að spila sitt 19. tímabil í úrvalsdeild
karla. fréttAblAðið/Anton
FóTbolTi Ný atvinnumannadeild í
kvennaknattspyrnu verður sett á
laggirnar á næsta ári. Sex lið
verða í deildinni fyrst um sinn og
þegar er ljóst hvar fimm þeirra
verða: Los Angeles, Dallas, St.
Louis, Chicago og Washington.
WUSA-deildin lagði upp
laupana árið 2003 eftir þriggja
ára starf. Nú hefur staðan verið
metin upp á nýtt og kostnaði
haldið í hófi. Vonast er til að tvö
lið bætist í hópinn árið 2009. -esá
Bandarískur kvennabolti:
Ný atvinnu-
mannadeild
>Stórleikuríkvennaboltanum
lengjubikar kvenna í fótbolta hefst í kvöld með stórleik kr
og breiðabliks en þessi félög hafa unnið þessa keppni átta
sinnum á fyrstu ellefu árum hennar. kr vann reykjavíkur-
mótið á dögunum og er til alls líklegt eftir að hafa skorað
53 mörk í 6 leikjum en breiðablik, sem vann deildarbikar-
inn í fyrra, hefur fengið 10 stig af tólf
mögulegum í fyrstu fjórum leikjum
sínum í faxaflóamótinu. leikurinn
hefst klukkan 19.00 í Egilshöllinni
og strax á eftir mætast Valur og
keflavík. Þá spila fylkir og
stjarnan á fylkisvelli klukkan
19.00
FóTbolTi Skosk-íslenski knatt-
spyrnumaðurinn Calum Þór Bett
hefur samið við HK um að leika
með liðinu í efstu deild karla
næsta árið. Samdi hann til eins
árs.
Calum er bróðir Baldurs Bett
sem hefur leikið með FH undan-
farin ár en gekk í vetur til liðs við
Val. -esá
Calum Þór Bett:
Semur við HK
Iceland Express-deild karla:
fjölnir-njArðVík 75-89
Stig Fjölnis: nemanja sovic 23, kareem johnson
22 (12 fráköst), Hörður Axel Vilhjálmsson 7 (9 frák-
öst, 4 stoðs.), níels páll Dungal 6, Valur sigurðs-
son 3, árni ragnarsson 3 (5 stoðs.).
Stig njarðvíkur: jeb ivey 21 (7 stoðs., hitti úr 4 af
6 3j stiga), friðrik stefánsson 15 (9 fráköst), brent-
on birmingham 14, igor beljanski 13, jóhann árni
ólafsson 10, Egill jónasson 8, kristján sigurðsson
3, Halldór rúnar karlsson 2, Hjörtur Hrafn Einars-
son 2, rúnar ingi Erlingsson 1.
skAllAGríMUr-Þór Þ. 103-93
kEflAVík-tinDAstóll 107-98
Stig Keflavíkur: Magnús Þór Gunnarsson 17,
sebastien Hermenier 16, sverrir Þór sverrisson
16, sigurður G. sigurðssoon 15, Gunnar Einars-
son 10, Þröstur jóhannsson 10, tony Harris 9, jón
Hafsteinsson 6, Halldór Halldórsson 4, sigurður G.
Þorsteinsson 4.
Stig Tindastóls: Milojica Zekovic 33, lamar karim
28, ísak Einarsson 16, Helgi Viggósson 10, Vladim-
ir Vujcic 7, Gunnlaugur Erlendsson 4.
snæfEll-GrinDAVík 83-74
STAðAn:
1. UMfn 20 18 2 1743:1571 36
2.Skallagr.20 16 4 1874:1714 32
3. kr 19 15 4 1689:1484 30
4.Snæfell 20 15 5 1646:1467 30
5. kEflAVík 20 12 8 1801:1697 24
6.grindavík20 10 10 1733:1653 20
7. ír 19 7 12 1597:1633 14
8.Hamar/Se.19 6 13 1439:1570 12
9. tinDAstóll 20 6 14 1751:1913 12
10.ÞórÞ. 20 5 15 1652:1835 10
11. fjölnir 20 4 16 1652:1808 8
12.Haukar 19 4 15 1544:1776 8
Vináttulandsleikur:
íslAnD-slóVAkíA 26-34
Mörk Íslands: Hrafnhildur skúladóttir 7, Arna
sif pálsdóttir 4, Dagný skúladóttir 3, ragnhildur
Guðmundsdóttir 3, jóna Margrét ragnarsdóttir 2,
Auður jónsdóttir 2, Hanna Guðrún stefánsdóttir
2, rakel Dögg bragadóttir 1, sólveig kjærnested 1,
Drífa skúladóttir 1.
ÚrSlit
reykjavíkurmeiStararHaukur ingi
Guðnason, fyrirliði fylkis, og félagar
urðu reykjavíkurmeistarar í gær er þeir
lögðu Víking í úrslitaleik, 3-1.
fréttAblAðið/Anton
KÖRFUbolTi Njarðvíkingar unnu
sinn 13. leik í röð í Iceland Express
deild karla í gær þegar þeir lögðu
Fjölni, 75-89 í Grafarvogi. Njarð-
vík tryggði sér þar með deildar-
meistaratitilinn þrátt fyrir að
tvær umferðir séu eftir af deild-
inni og þetta verður fyrsta úrslita-
keppnin í sex ár þar sem Njarðvík
vann leikinn í gær örugglega, var
20 stigum yfir í fyrri hálfleik og
leyfði sér að slaka aðeins á í lokin
og þá kom Fjölnir muninum niður
í 7 stig en lengra komust Fjölnis-
menn ekki.
„Við erum að koma úr svaka
törn þar sem að við mættum Snæ-
felli, Keflavík og KR og vorum
kannski aðeins værukærari í dag.
Það er þægilegt að vera búnir að
klára þetta en mikilvægast er að
við erum búnir að tryggja okkur
heimavallarréttinn,” sagði Friðrik
Stefánsson, fyrirliði Njarðvíkur
sem átti góðan leik.
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari
Njarðvíkur, er búinn að búa til
sterka liðsheild sem er til alls lík-
leg í úrslitakeppninni.
„Það var þvílíkur liðsbolti í
gangi hjá okkur í sókninni,” sagði
Einar sem var ánægður með ein-
beitingu sinna manna í upphafi
leiks. „Við erum með enga 30 stiga
bombu í okkar liði, það eru sjö
leikmenn hjá okkur sem geta skil-
að stigum í sókninni og við erum
með fullt af góðum varnarmönn-
um. Það á að vera okkur styrkur,”
segir Einar og hann segir að nægu
að keppa í lokaleikjunum.
Að vanda voru margir leik-
menn að gera hlutina hjá Njarð-
vík, Jeb Ivey var sínum gömlu
félögum erfiður með 21 stig og 7
stoðsendingar og allir byrjunar-
liðsmennirnir skoruðu yfir 10 stig.
Fjölnisliðið átti ekki möguleika í
hið geysisterka lið Íslandsmeist-
aranna og verður að treysta á að
ná í lífsnauðsynleg stig í síðustu
tveimur leikjunum á móti Hamar/
Selfoss og Tindastól.
-óój
Njarðvíkingur unnu sinn þrettánda leik í röð í Iceland Express-deild karla í gærkvöld:
Njarðvík deildarmeistari í fyrsta sinn í sex ár
jebiveyreyndist
sínum gömlu félögum
óþægur ljár í þúfu í gær.
fréttAblAðið/Anton