Fréttablaðið - 02.03.2007, Page 82

Fréttablaðið - 02.03.2007, Page 82
50 2. mars 2007 FÖSTUDAGUR FóTbolTi Enska úrvalsdeildarliðið West Ham, sem er í eigu þeirra Björgólfs Guðmundssonar og Egg- erts Magnússonar, á gríðarlega erfitt verkefni fyrir höndum ætli það sér að halda sæti sínu í deild- inni. Liðið er nú með tuttugu stig í nítjánda sæti og sýnir sagan að það sé illkleifur hamar að bjarga sér frá falli í þeirri stöðu. Á síð- ustu tveimur árum hafa tvö lið, West Bromwich Albion árið 2005 og Portsmouth í fyrra, þó náð að bjarga sér frá falli þrátt fyrir að vera í verri stöðu hinn 1. mars þessi ár. Það eru hins vegar einu tilvikin á síðustu tíu árum ensku úrvalsdeildarinnar að lið með 22 stig eða færri á þessum tíma- punkti tímabilsins hafa bjargað sér frá falli um vorið. Bæði West Brom og Portsmouth voru einungis með átján stig á sama tíma á umræddum tímabil- um og afrek þeirra Bryan Robson og Harry Redknapp enn merki- legri fyrir vikið. Báðir tóku þeir við liðunum á miðjum tímabilun- um, Robson hinn 9. nóvember 2004 og Redknapp 7. desember 2005. Hinn 13. desember í haust tók svo Alan Curbishley við West Ham. Gengið síðan þá hefur reyndar verið skelfilegt. Fyrst kom ótrúlegur sigur gegn Manchester United á heimavelli en síðan þá hefur liðið ekki unnið sigur í tíu deildarleikjum. Það sem gerir það að verkum að vonir West Ham eru svo veikar er að liðið á afar erfiða leiki fyrir höndum. Einungis níu leikir eru eftir af tímabilinu og í þeim mætir West Ham meðal annarra liðunum sem sitja nú í fyrsta, öðru, fjórða, fimmta og sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Tveir botnslagir eru eftir, gegn Wigan og Sheffield United, og verður West Ham að sigra í þeim leikjum. - esá Gríðarlega þungur róður fram undan hjá West Ham í ensku úrvalsdeildinni en ekki er öll nótt úti enn: Kraftaverk Robson og Redknapp gefa von hjálpaðu mér vinur Félagarnir Alan Curbishley og Harry Redknapp. noRdiC pHotos/getty FóTbolTi Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur enn á ný gagnrýnt dómara vegna vinnubragða sem hann er ósáttur við. Í þetta sinn sakar hann aðstoðardómara í úrslitaleik Chelsea og Arsenal í deildabikarkeppninni um lygar. Emmanuel Adebayor fékk að líta rauða spjaldið eftir að aðstoðar- dómarinn sagði dómara leiksins að hann hefði kýlt til annars leikmanns. „Mér finnst að Adebayor hafi ekki kýlt neinn. Þegar línuvörður- inn segir það er hann að ljúga,“ sagði Wenger. - esá Arsene Wenger: Sakar línuvörð um lygar wenger Farinn að rífast við dómara enn á ný. noRdiC pHotos/getty HAnDbolTi Talant Dujshebaev, þjálfari og leikmaður Evrópu- meistara Ciudad Real, getur ekki leikið síðari leikinn gegn Portland San Antonio í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Dujsheba- ev fékk rautt spjald í fyrri leiknum er hann braut á Renato Vugrinec og er því í banni. Dujshebaev var hættur að spila handbolta en tók fram skóna á ný á þessari leiktíð þegar aðalleikstjórnandi Ciudad, Uros Zorman, meiddist alvarlega. Góðu tíðindin fyrir Ciudad eru þau að Zorman er orðinn heill heilsu á ný og verður í leikmanna- hópnum um næstu helgi. - hbg Breytingar hjá Ciudad: Dujshebaev út en Zorman inn talant dujshebaev sést hér á æfingu með Ciudad. FRéttAblAðið/vilHelm FóTbolTi Dean Kiley, markvörður West Brom, segir að Alan Curbishley geti vel bjargað West Ham frá falli fái hann nægan tíma til þess. „Ég efast um að Curbishley hafi nokkru sinni starfað hjá félagi þar sem samhljómur er jafn lítill. Líkams- tjáning hans segir mér að hann sé vansæll. En hann þarf að gefa rétta tóninn. Hann hefur hæfi- leikana sem til þarf og mun ekki yfirgefa liðið en ég óttast að hann fái ekki þann tíma sem hann þarf.“ Kiely lék undir stjórn Curbis- hleys hjá Charlton í sjö ár. - esá Dean Kiely um Curbishley: Getur bjargað West Ham curbishley vansæll eftir tap gegn Charlton um síðustu helgi. noRdiC pHotos/getty Hvaða blað ert þú að lesa? Kynntu þér frábær áskriftarkjör í síma ��� ����, á www.birtingur.is eða sendu okkur póst á askrift@birtingur.is Tímaritið Hús og híbýli er að venju stórglæsilegt og að þessu sinni fjöllum við um allt sem tengist eldhúsum. Við kíktum á fjölda eldhúsa og afraksturinn má sjá á myndum frá 30 himneskum eldhúsum. Svölustu græjurnar, fögur áhöld og sama eldhúsið hannað á fjóra vegu. Sushi fyrir fagurkera og bakara- meistari með góðan smekk. Frábærar hugmyndir og hentug ráð ásamt heitustu húsgögnunum. Þetta og margt fleira í eldhúsblaði Húsa og híbýla. HÚS OG HÍBÝLI ELDHÚSBLAÐIÐ ER KOMIÐ ÚT! Hús og h íbýli – tryggð u þér eintak!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.