Fréttablaðið - 02.03.2007, Síða 86

Fréttablaðið - 02.03.2007, Síða 86
 2. mars 2007 FÖSTUDAGUR54 „Við munum svara bréfinu á allra næstu dögum,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri fréttaskýr- ingaþáttarins Kompáss. Herra Karl Sigurbjörnsson biskup hefur sent Jóhannesi mikið og afar harðort bréf þar sem hann kvartar mjög undan efnistökum Kristins Hrafnssonar fréttamanns þegar hann fjallaði um þjóðkirkj- una í Kompási 18. febrúar. Annað eintak bréfsins var sent Ara Edwald, forstjóra 365 miðla. Í fréttaskýringu, sem var undir yfirskriftinni „Er að fjara undan þjóðkirkjunni?“, er meðal annars rætt við Hjört Magna Jóhannsson Fríkirkjuprest, sem fer býsna nálægt því að telja þjóðkirkjunnar menn beita ógnum og hótunum um að allt fari til helvítis, í bókstaf- legri merkingu, ef þjóðkirkjan missir forréttindastöðu sína í sam- félaginu og milljarða fjárframlög frá ríki umfram önnur trúfélög. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins gagnrýnir biskup harð- lega vinnbrögð Kristins í bréfinu, telur hann draga taum þeirra gagrýnisradda sem beindust að þjóðkirkjunni í þættinum. Í bréf- inu er Kristinn sakaður um sleggjudóma og slagorðaglamur. Kristinn segir að bréfinu verði svarað ítarlega og efnislega í sam- ræmi við umkvartanirnar. „Ég hef á langri starfsævi setið undir gagnrýni frá háum sem lágum án þess að hafa misst yfir því svefn. En það vekur með mér hryggð að biskup skuli ekki hafa dýpri skilning á eðli fjölmiðla og hlutverki þeirra í lýðræðislegri umræðu. Eins og bréf hans ber með sér,“ segir Krist- inn. Hann ber sig furðu vel í ljósi þess að biskupinn er höfuð þjóðkirkjunnar. „Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að biskup- inn sé talsmaður boðskapar þess almættis sem gerði sig út fyrir ótæmandi umburðarlyndi og skilning. Hvorki nú né fyrr fer neitt sérstaklega um mig.” „Nei, okkur var ekki sérstak- lega skemmt,“ segir Adda Steina Björnsdóttir, talsmaður biskups, aðspurð hvort þeim hjá Biskups- stofu hafi gram- ist þáttur- inn svo mjög. Hún segir Karl gera í bréfinu nokkrar alvarlegar athugasemdir við framsetningu frétta- manns hvað varðar orðanotkun, framsetn- ingu og ójafnvægi í vali á viðmælend- um. „Sem dæmi talar hann um Vinaleiðina [dagskrá í Garðabæ] og segir hana andsvar við ríkiskirkju á fallandi fæti. Sem á sér engan stuðning í þættinum sjálfum.“  jakob@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Hvaðvarégaðspá? LáréTT 2hirðing6 kyrrð 8 tilvera 9mæli- eining 11 samanburðartenging 12 gælunafn 14 duglegur 16 tveir eins 17 móðuþykkni 18 fæða 20 í röð 21 óhljóð. LÓðréTT 1ílát3 tveir eins 4 kvarta 5 málmur 7 ógæfu 10 sigti 13 þakhæð 15 nýtt ár 16 háttur 19 rykkorn. LaUsN „Helst vildi ég vera félagsráð- gjafi hjá einhverjum sjeik í olíulöndunum.“ Eiríkur Hauksson söngvari í Pressunni 1989. „Mig hefur greinilega dreymt um letilíf þá líka. Draumurinn í dag er bara að þetta fari að nálgast óðfluga. Mér líst vel á þetta, ég hef greinilega verið mjög framsýnn,“ segir Eiríkur í dag. LáréTT:2rækt, 6 ró, 8 ævi, 9 ohm, 11 en, 12 geiri, 14 iðinn, 16 ll, 17 ský, 18 ala, 20 aá, 21 garg. LÓðréTT:1trog, 3 ææ, 4kveinka, 5 tin, 7 óheilla, 10 mið, 13 ris, 15nýár, 16 lag, 19 ar. krisTiNNHrafNssoNUndrast skilningsleysi biskups á fjölmiðlum og lýðræðislegri umræðu. addasTeiNaKirkjunnar mönnum er ekki skemmt vegna umfjöllunar Kristins. Kristinn Hrafnsson: sefur rótt þó í ónáð sé hjá biskupi Karl sakar Kompás um slagorðaglamur HerrakarLsigUrbjörNssoNGerir alvarlegar athugasemdir og segir Kristin með sleggjudóma um málefni kirkjunnar. fréttablaðið/vilHElM Fyrirhuguð fegurðarsamkeppni á Ísafirði, þar sem aukakíló, hrukk- ur og húðslit munu teljast kepp- endum til tekna, hefur vakið athygli utan landsteinanna og fréttir af henni hafa birst á erlendum vefmiðlum. Þegar Fréttablaðið talaði í gær við Matt- hildi Helgadóttur, einn skipu- leggjenda keppninnar, beið útvarpsviðtal við hana útsending- ar hjá BBC. „Ég hélt að þetta væri símahrekkur þegar þau hringdu frá BBC. En hún er búin að tala við mig nokkrum sinnum, konan, svo ég er orðin nokkuð viss um að svo sé ekki,“ sagði Matthildur, sem hefur varla haft vinnufrið fyrir fyrirspurnum undanfarna daga. Hún segir athyglina hafa komið skemmtilega á óvart, en sýna greinilega að mikill áhugi sé fyrir málefninu. „Grunnhug- myndin hjá okkur er að sýna fáránleikann í því að keppa í feg- urð. Við erum ekki að segja neitt sem hefur ekki verið sagt áður, en kannski á nýjan hátt. Og kannski er jarðvegurinn frjór núna. Tísku- heimurinn er meira að segja far- inn að spá í að það gæti verið til eitthvað sem heitir of mjótt,“ sagði Matthildur. Athyglin hefur fleiri góðar afleiðingar. „Með meiri umfjöllun vilja fleiri taka þátt, og það er auð- veldara að fá styrktaraðila,“ sagði Matthildur. Það þykir aðstandend- um keppninnar sérlega ánægju- legt, þar sem allur ágóði mun renna til Sólstafa, nýstofnaðra systursamtaka Stígamóta á Vest- fjörðum. „Þetta er mjög þarft málefni og við viljum sýna virð- ingu okkar í verki,“ sagði Matthildur. -sun BBC fjallar um ísfirska fegurðarkeppni maTTHiLdUrHeLgadÓTTirfyrirhuguð fegurðar- samkeppni hefur vakið athygli utan landsteinanna og viðtal við Matthildi var sent út á bbC í gær. veisTUsvarið svör við spurningum á síðu 8 1 Hvítasunnudagur. 2 romano Prodi. 3 38 milljónir króna. Glaumur og gleði ræður ríkjum á Hótel Sögu í kvöld þegar þing- heimur kemur þar saman og skálar í hinni árlegu þingveislu. Samkoman hvílir á gömlum grunni þar sem þarf að virða margar hefðir. „Hún á sér langa hefð þessi veisla, var upphaflega skilnaðarveisla þegar þingmenn kvöddust að þingi loknu,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis. „Forseti Íslands og frú eru ávallt heiðursgestir. Það er gömul venja að taki menn til máls mæli þeir aðeins í bundnu máli, forseti Íslands og forseti Alþingis eru þeir einu sem tala í óbundnu máli.“ Undir borðhaldi er boðið upp á skemmtiatriði í menningarleg- um dúr en að því loknu fer þing- heimur oftar en ekki út á dansgólf og tekur sporið. „Þetta er í raun- inni eins og hver önnur árshátíð,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðis- flokksins. „Ég hef reyndar bara farið einu sinni áður og það var mjög skemmtilegt. Ég finn fyrir flensuvotti núna en ég vona að ég komist í kvöld.“ Sigurður Kári segir að þegar í veisluna sé komið leggi þingmenn yfirleitt öll þrætumál á hilluna og skemmti sér prýðilega. „Það er aðallega á þingfundum sem menn eru að karpa en ég held að pólit- ískur ágreiningur sé ekkert að þvælast fyrir þarna.“ Ólíkt því sem gjarnan gerist á árshátíðum venjulegra vinnustaða segist Sig- urður Kári ekki hafa orðið við að þingmenn fari að trúa hver öðrum fyrir dýrmætum leyndar- málum þegar líður á kvöldið. „Ég held að það eigi sér engar stjórn- armyndunarviðræður sér stað í þessum veislum, en á kosninga- vetri getur svo sem allt gerst.“ -bs „Árshátíð“ alþingismanna á Hótel Sögu sigUrð- Urkári Þingmenn leggja pólitískan ágrein- ing til hliðar og skemmta sér prýðilega saman. HeLgiberN- ÓdUssoN skrifstofu- stjórinn segir þingveisluna hvíla á göml- um grunni og menn virða hefðirnar. Þungavigtarmenn í listaheiminum hafa gengið út frá því sem vísu að verkið umtalaða eftir Kjarval, sem slegið var í vikunni á metfé hjá danska uppboðshaldaranum bruun rasmussen (25 milljónir með kostnaði), hafi komið beint úr dán- arbúi dönsku hjónanna sem þáðu myndina að gjöf uppúr þarsíðustu aldamótum. nú er hins vegar pískrað um að svo sé ekki heldur hafi íslenskur lista- verka- höndlari náð að kaupa verkið fyrir talsvert miklu minna fé og skotið henni svo til uppboðshaldar- ans. og ávaxtað vel sitt pund, og stundið í eigin vasa um 14 milljón- um. Þá eru menn forvitnir um að vita hver raunverulega keypti Kjarvals- verkið. Tryggvi Páll í fold keypti en hann hefur sagt að það hafi verið í umboði fyrir annan aðila. sá sem helstur er nefndur til sögunnar er Kjartan Gunnarsson listunn- andi og fyrrverandi framkvæmda- stjóri sjálfstæðisflokks- ins og það einkum haft fyrir þeirri kenningu að Kjartan og tryggvi Páll eru náskyldir. En samkvæmt áreiðanleg- um heimildum frétta- blaðsins mun Kjartan hins vegar ekki vera maðurinn á bak við kaupin. Miklar hræringar eru nú innan fréttastofu stöðvar 2. Kristján Már Unnarsson var gerður að vara- fréttastjóra stöðvar 2 þegar Þórir Guðmundsson hvarf til að stýra vísi.is en þar eru miklar breytingar á döfinni. Meðan á þessum hrókering- um stendur heyrist að hætt séu á fréttastofunni þau Svavar Halldórs- son og Rósa Björk Brynjólfs- dóttir. -jbg fréTTiraffÓLki FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.