Fréttablaðið - 07.03.2007, Page 13

Fréttablaðið - 07.03.2007, Page 13
Rúmlega tvítugur maður var handtekinn í Reykja- vík í fyrrakvöld með talsvert magn af fíkniefnum í fórum sínum. Á heimili hans fundust einnig talsverðir fjármunir, hundruð þúsunda króna í reiðufé sem grunur leikur á að séu fengnar með sölu fíkniefna. Lögreglan lagði hald á um 250 grömm af hassi, nokkuð af kókaíni, auk peninganna. Maðurinn hefur komið við sögu áður vegna fíkniefnabrota. Málið telst upplýst og verður sent í ákærumeðferð innan tíðar. Hundruð þús- unda í reiðufé Innflutningur á kökum, konditorstykkjum og brauði hefur nánast tvöfaldast að magni til árið 2006 miðað við árið 2001. Innflutn- ingurinn nam samtals rúmum 883 tonnum árið 2001 en nam tæpum 1.700 tonnum fyrstu ellefu mánuð- ina í fyrra. Aukningin var mest frá 2001 til 2004 en eftir það tók að hægja á henni. Mest var aukningin milli ára 2003 til 2004 en þá jókst innflutn- ingurinn um tæp 29 prósent og næstmest var aukningin milli ára 2001 til 2002, eða tæp 19 prósent. Innflutningur á brauði hefur aukist mun meira en á kökum og konditorstykkjum. Þannig hefur innflutningurinn á kökum aðeins aukist úr 370 tonnum í 514 tonn meðan innflutningur á brauði hefur aukist úr 513 tonnum í tæplega 1.200 tonn á fimm árum. Geir Bjarnþórsson, fulltrúi bak- ara í Matvís, segist hafa tekið eftir þessari gríðarlegu aukningu og kveðst hafa á tilfinningunni að veltan á innfluttum brauðum sé svipuð og í verksmiðjubakaríi hér á landi. „Við ráðum ekki við að keppa við verðið, þess vegna er þessi inn- flutningur og það er heldur ekki hægt að stoppa hann,“ segir hann og telur hráefniskostnað mun meiri hér á landi en í Danmörku og launa- kostnað sömuleiðis. Launakostnað- inn hér telur hann vera um og yfir 40 prósent af veltu. Yfir 500 tonn flutt inn af kexi Iðnnemasamband Íslands lýsir yfir ánægju á hugmyndum um sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans. Iðnnemasam- bandið styður þær hugmyndir að skólinn verði einkarekinn með komu hagsmunaaðila að rekstrin- um. Iðnnemasamband Íslands telur mjög mikilvægt að góð tengsl séu á milli atvinnulífsins og skóla og telur að því markmiði verði náð með þessari breytingu, sem felur í sér uppsetningu fagráða fyrir hvert svið innan hins sameinaða skóla. Iðnnemasambandið fagnar hugmyndum um stofnun faghá- skóla hér á landi í þeirri mynd sem fyrirfinnst á hinum Norður- löndunum og það auki samkeppn- ishæfni menntunar á Íslandi. Fagnar samein- ingu skóla Þú tekur mynd með farsíma eða myndavél. Sendir hana í tölvuna og þaðan beint í Safnið. Þú hefur aðgang að Safninu gegnum Sjónvarp Símans. Þú getur sent myndir úr Safninu til Hans Petersen sem framkallar þær. Kynntu þér Safnið á siminn.is Svona er Safnið einfalt „Hvernig kalla ég fram minningar sem hafa fölnað?“ Safnið er öruggasti geymslustaðurinn fyrir stafrænu gögnin þín Við gerum minningar þínar ódauðlegar í Safninu E N N E M M / S ÍA / N M 2 6 4 9 1 Geymdu stafrænu ljósmyndirnar þínar og önnur gögn í Safninu, traustum stað þar sem reglulega eru tekin afrit af þeim. Í Safninu getur þú valið hvort þú vilt skoða myndirnar þínar í tölvunni eða á sjónvarpsskjánum. Að auki gerir Safnið þér kleift að veita vinum og vandamönnum aðgang að völdum myndum eða senda þær beint í framköllun hjá Hans Petersen. Gerðu þínar minningar ódauðlegar, fáðu þér Safnið. Nánari upplýsingar á næsta sölustað Símans á siminn.is eða í síma 800 7000 GJAFABRÉF Verð frá kr.: 23.500 Aðrir söluaðilar: Safapressa FYRIR HEILSUNA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.