Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 26
Matsfyrirtækið Fitch lækkaði lánshæfisein- kunnir ríkissjóðs í gær. Lánshæfi bankanna er engu að síður óbreytt hjá fyrirtækinu sem gaf einnig út skýrslu um þá í gær. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfis- einkunnir ríkissjóðs í erlendri og innlendri mynt úr AA- og AAA í A+ og AA+. Lækkunin nemur einu stigi og eru horfur sagðar stöðugar fyrir báðar einkunnir. Um leið var lánshæfiseinkunnin fyrir skamm- tímaskuldbindingar í erlendri mynt lækkuð úr F1+ í F1 auk þess sem landseinkunnin (e. country ceiling) lækkar úr AA í AA-. Davíð Oddsson, formaður banka- stjórnar Seðlabanka Íslands, segir að miðað við að horfur hafi verið óstöðugar nokkuð lengi og mik- ill viðskiptahalli viðvarandi þurfi niðurstaða matsfyrirtækisins ekki að koma á óvart. „Ekki er heldur endilega víst að hún þurfi að hafa mikil áhrif á viðhorf markaða og annarra. Það fer eftir því að hve miklu leyti markaðir voru búnir að taka inn þær fréttir sem áður höfðu borist varðandi viðskipta- hallann. Eins vissu menn að Fitch hafi haft horfur óstöðugar þetta lengi.“ Paul Rawkings, sérfræðingur Fitch Ratings í Lundúnum, segir lækkunina taka mið af nýjustu gögnum um greiðslujöfnuð og hreina erlenda stöðu þjóðarbúsins sem bendi til þess að staða Íslands gagnvart útlöndum hafi versnað verulega. Þá segir í greinargerð Fitch að stórauknar vaxtagreiðslur til út- landa hafi átt sinn þátt í meiri við- skipahalla en áður hafi mælst. Íslenska hagkerfið er að mati Fitch illa undirbúið undir aukna áhættufælni á alþjóðamörkuðum og hærra vaxtastig erlendis. Fitch telur auknar líkur á harðri lend- ingu í umhverfi þar sem aðlögun- arbyrði þanins efnahagslífs hvíli að mestu á peningastefnu Seðla- bankans sem skili sér í hærri vöxt- um. Bent er á að efnahagsstefnan gefi aðhaldi í ríkisfjármálum lít- inn gaum á kosningaári, afgang- ur hins opinbera muni minnka í 1,1 prósent af landsframleiðslu á árinu úr 5,3 prósentu árið 2006. Um leið viðurkennir Fitch að Ísland búi yfir styrk á ákveðnum sviðum, svo sem að þjóðartekj- ur á mann séu háar, stjórnkerf- ið sé gott og stofnanaumhverfi gegnsætt. Þessir þættir eru sagð- ir munu styðja áfram við lánshæf- ismat ríkisins. Davíð Oddsson segir gott að fyr- irtækið bendi á þessa þætti, sem og sterka tekjustöðu ríkissjóðs. „En ekki er heldur hægt að gera lítið úr öðrum þáttum. Ójafnvægi í efn- hagsmálum hefur auðvitað verið mikið og síðast þegar Seðlabank- inn tjáði sig um þetta vöktum við athygli á að staðan væri viðkvæm og brothætt og spenna mikil. Mér hefur sýnst að aukist hafi heldur skilningur á því af hverju bankinn hóf ekki vaxtalækkanir sem ýmsir töldu kominn tíma á,“ segir hann, en kveður hins vegar engra sér- stakra viðbragða að vænta nú frá bankanum. „Við erum að undirbúa næstu tilkynningar í lok mánaðar- ins,“ segir Davíð, en þá gefur bank- inn út efnahagsrit sitt Peningamál um leið og tekin verður ákvörðun um stýrivexti. „Í þessari tilkynn- ingu er reyndar vikið að því að að- lögunarþátturinn hvíli ekki síst á meðferð peningastefnunnar og að vanti upp á þá þætti annars stað- ar en hjá bankanum. Kastljósinu er því ekki beint að okkur hvað það varðar heldur frekar í aðrar áttir.“ Í skýrslu sinni um bankana segir Fitch þá hins vegar halda sjó á um- rótatímum. Lánshæfiseinkunn- ir þeirra eru óbreyttar og horfur stöðugar. Þá tilkynnir matsfyrir- tækið Moody’s í dag um þætti sem lúta að mati þeirra á bönkunum, en matsfyrirtækið sætti nokkurri gagnrýni fyrir nýlegar breytingar þar sem lánshæfi banka var tengt ríkjum þeirra með meira afger- andi hætti en áður. Breytingarnar urðu til þess að lánshæfiseinkunn- ir bankanna hækkuðu. Í kjölfar frétta af breyttu mati Fitch lækkaði gengi hlutabréfa hratt undir lok markaðar í gær. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,91 prósent innan dagsins og gengi krónunnar veiktist um rétt rúmt eitt prósent. Landsbankinn og Wachovia Capital Finance, sem er hluti af Wachovia-bankanum, fjórða stærsta banka Bandaríkjanna, hafa gert með sér samkomulag á sviði eignatengdra lána í Norður-Ameríku og Evrópu. Eignatengd lán eru notuð við yfirtökur og uppkaup stjórnenda á fyrirtækjum með veði í eignum. Hefur mikil auking orðið í lánum sem þessum. Samningurinn felur það í sér að fyrirtæk- in nýta alþjóðlegar dreifileiðir hvort annars; Landsbankinn beinir viðskiptavinum sínum, sem hafa hug á eignatengndum lánum, til Wa- chovia sem beinir svo sínum viðskiptavinum til Landsbankans. Haft er eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, banka- stjóra Landsbankans, í fréttatilkynningu að samvinnan geri báðum fyrirtækjunum kleift að aðstoða betur viðskiptavini sína þegar þeir sækja inn á nýja markaði. „Sú þróun er alls- ráðandi að fyrirtæki og fjárfestingasjóðir geti veitt þjónustu og ráðgjöf sem víðast“ segir Sig- urjón í tilkynningunni. Wachovia-bankinn er partur af Wachovia Corporation, einu stærsta fjármálafyrirtæki Bandaríkjanna. Námu heildareignir samstæð- unnar 50.760 milljörðum króna í árslok. [Hlutabréf] Stjórn Teymis hefur ákveðið að selja ný hlutabréf í félaginu fyrir fjóra milljarða króna að söluvirði til þess að styðja við frekari vöxt félagsins og nýta fjárfestingar- tækifæri sem kunna að myndast. Landsbankinn hefur sölutryggt útboðið að öllu leyti. Hluthöfum Teymis stendur til boða að skrá sig fyrir helming fjárhæðarinn- ar í samræmi við hlutafjáreign í lok gærdagsins. Hinn helmingur- inn verður boðinn fagfjárfestum, í skilningi laga um verðbréfavið- skipti, til kaups. Útboðsgengi verður kynnt síðar en útboðið sjálft stendur frá 22.- 23. mars. Sjálfkjörið er til stjórnar Teymis á aðalfundi sem haldinn verður í næstu viku. Ásta Bjarnadóttir, Jón Þorsteinn Jónsson, Matthías Imsland, Þorsteinn M. Jónsson og Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnar- formaður Teymis, hafa boðið sig fram. Tvær konur skipa því næstu stjórn, jafnmargar og í fráfarandi stjórn. Teymi sækir fjóra milljarða á markað Tvær konur verða í næstu stjórn félagsins. Peningaskápurinn GJAFABRÉF Verð frá kr.: 23.500 Aðrir söluaðilar: Safapressa FYRIR HEILSUNA Landsbankinn og Wachovia í samstarf Landsbankinn kominn í samstarf við fjórða stærsta banka Bandaríkjanna um að nýta dreifileiðir sínar. Drykkjarvörufyrirtækið Ref- resco, sem er í meirihlutaeigu FL Group, Vífilfells og Kaup- þings, hefur keypt breska drykkjarvöruframleiðandann Histogram. Þetta er fyrsta fyr- irtækið sem Refresco kaupir í Bretlandi. Kaupverð er ekki gefið upp. Histogram var stofnað árið 1999 þegar þáverandi fram- kvæmdastjóri þess keypti fyr- irtækið af gosdrykkjafram- leiðandanum Coca Cola. Það er einkum þekkt fyrir fram- leiðslu á ávaxtasafa í fyrsta flokki. Velta fyrirtækisins nam jafnvirði 2,7 milljörðum króna á síðasta ári. Refresco er að uppruna hol- lenskt fyrirtæki en framleið- ir drykkjarvörur á 13 stöðum í Evrópu undir merkjum hinna ýmsu fyrirtækja. Allt frá því hópur fjárfesta keypti það á síðasta ári hefur verið stefnt að því að stækka fyrirtækið hratt með kaup- um, samrunum og yfirtökum. Kaupin á Histogram eru skref á þeirri leið en með þeim getur Refresco þjónað evrópskum viðskiptavinum á Bretlandi. Refresco kaup- ir í Bretlandi Fitch lækkar lánshæfis- einkunnir ríkissjóðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.