Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 26
Matsfyrirtækið Fitch
lækkaði lánshæfisein-
kunnir ríkissjóðs í gær.
Lánshæfi bankanna er
engu að síður óbreytt
hjá fyrirtækinu sem gaf
einnig út skýrslu um þá
í gær.
Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch
Ratings hefur lækkað lánshæfis-
einkunnir ríkissjóðs í erlendri og
innlendri mynt úr AA- og AAA í
A+ og AA+. Lækkunin nemur einu
stigi og eru horfur sagðar stöðugar
fyrir báðar einkunnir. Um leið var
lánshæfiseinkunnin fyrir skamm-
tímaskuldbindingar í erlendri
mynt lækkuð úr F1+ í F1 auk þess
sem landseinkunnin (e. country
ceiling) lækkar úr AA í AA-.
Davíð Oddsson, formaður banka-
stjórnar Seðlabanka Íslands, segir
að miðað við að horfur hafi verið
óstöðugar nokkuð lengi og mik-
ill viðskiptahalli viðvarandi þurfi
niðurstaða matsfyrirtækisins ekki
að koma á óvart. „Ekki er heldur
endilega víst að hún þurfi að hafa
mikil áhrif á viðhorf markaða og
annarra. Það fer eftir því að hve
miklu leyti markaðir voru búnir
að taka inn þær fréttir sem áður
höfðu borist varðandi viðskipta-
hallann. Eins vissu menn að Fitch
hafi haft horfur óstöðugar þetta
lengi.“
Paul Rawkings, sérfræðingur
Fitch Ratings í Lundúnum, segir
lækkunina taka mið af nýjustu
gögnum um greiðslujöfnuð og
hreina erlenda stöðu þjóðarbúsins
sem bendi til þess að staða Íslands
gagnvart útlöndum hafi versnað
verulega.
Þá segir í greinargerð Fitch að
stórauknar vaxtagreiðslur til út-
landa hafi átt sinn þátt í meiri við-
skipahalla en áður hafi mælst.
Íslenska hagkerfið er að mati
Fitch illa undirbúið undir aukna
áhættufælni á alþjóðamörkuðum
og hærra vaxtastig erlendis. Fitch
telur auknar líkur á harðri lend-
ingu í umhverfi þar sem aðlögun-
arbyrði þanins efnahagslífs hvíli
að mestu á peningastefnu Seðla-
bankans sem skili sér í hærri vöxt-
um. Bent er á að efnahagsstefnan
gefi aðhaldi í ríkisfjármálum lít-
inn gaum á kosningaári, afgang-
ur hins opinbera muni minnka í
1,1 prósent af landsframleiðslu á
árinu úr 5,3 prósentu árið 2006.
Um leið viðurkennir Fitch að
Ísland búi yfir styrk á ákveðnum
sviðum, svo sem að þjóðartekj-
ur á mann séu háar, stjórnkerf-
ið sé gott og stofnanaumhverfi
gegnsætt. Þessir þættir eru sagð-
ir munu styðja áfram við lánshæf-
ismat ríkisins.
Davíð Oddsson segir gott að fyr-
irtækið bendi á þessa þætti, sem og
sterka tekjustöðu ríkissjóðs. „En
ekki er heldur hægt að gera lítið
úr öðrum þáttum. Ójafnvægi í efn-
hagsmálum hefur auðvitað verið
mikið og síðast þegar Seðlabank-
inn tjáði sig um þetta vöktum við
athygli á að staðan væri viðkvæm
og brothætt og spenna mikil. Mér
hefur sýnst að aukist hafi heldur
skilningur á því af hverju bankinn
hóf ekki vaxtalækkanir sem ýmsir
töldu kominn tíma á,“ segir hann,
en kveður hins vegar engra sér-
stakra viðbragða að vænta nú frá
bankanum. „Við erum að undirbúa
næstu tilkynningar í lok mánaðar-
ins,“ segir Davíð, en þá gefur bank-
inn út efnahagsrit sitt Peningamál
um leið og tekin verður ákvörðun
um stýrivexti. „Í þessari tilkynn-
ingu er reyndar vikið að því að að-
lögunarþátturinn hvíli ekki síst á
meðferð peningastefnunnar og að
vanti upp á þá þætti annars stað-
ar en hjá bankanum. Kastljósinu
er því ekki beint að okkur hvað
það varðar heldur frekar í aðrar
áttir.“
Í skýrslu sinni um bankana segir
Fitch þá hins vegar halda sjó á um-
rótatímum. Lánshæfiseinkunn-
ir þeirra eru óbreyttar og horfur
stöðugar. Þá tilkynnir matsfyrir-
tækið Moody’s í dag um þætti sem
lúta að mati þeirra á bönkunum,
en matsfyrirtækið sætti nokkurri
gagnrýni fyrir nýlegar breytingar
þar sem lánshæfi banka var tengt
ríkjum þeirra með meira afger-
andi hætti en áður. Breytingarnar
urðu til þess að lánshæfiseinkunn-
ir bankanna hækkuðu.
Í kjölfar frétta af breyttu mati
Fitch lækkaði gengi hlutabréfa
hratt undir lok markaðar í gær.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,91
prósent innan dagsins og gengi
krónunnar veiktist um rétt rúmt
eitt prósent.
Landsbankinn og Wachovia Capital Finance,
sem er hluti af Wachovia-bankanum, fjórða
stærsta banka Bandaríkjanna, hafa gert með
sér samkomulag á sviði eignatengdra lána í
Norður-Ameríku og Evrópu. Eignatengd lán
eru notuð við yfirtökur og uppkaup stjórnenda
á fyrirtækjum með veði í eignum. Hefur mikil
auking orðið í lánum sem þessum.
Samningurinn felur það í sér að fyrirtæk-
in nýta alþjóðlegar dreifileiðir hvort annars;
Landsbankinn beinir viðskiptavinum sínum,
sem hafa hug á eignatengndum lánum, til Wa-
chovia sem beinir svo sínum viðskiptavinum
til Landsbankans.
Haft er eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, banka-
stjóra Landsbankans, í fréttatilkynningu að
samvinnan geri báðum fyrirtækjunum kleift
að aðstoða betur viðskiptavini sína þegar þeir
sækja inn á nýja markaði. „Sú þróun er alls-
ráðandi að fyrirtæki og fjárfestingasjóðir geti
veitt þjónustu og ráðgjöf sem víðast“ segir Sig-
urjón í tilkynningunni.
Wachovia-bankinn er partur af Wachovia
Corporation, einu stærsta fjármálafyrirtæki
Bandaríkjanna. Námu heildareignir samstæð-
unnar 50.760 milljörðum króna í árslok.
[Hlutabréf]
Stjórn Teymis hefur ákveðið að
selja ný hlutabréf í félaginu fyrir
fjóra milljarða króna að söluvirði
til þess að styðja við frekari vöxt
félagsins og nýta fjárfestingar-
tækifæri sem kunna að myndast.
Landsbankinn hefur sölutryggt
útboðið að öllu leyti. Hluthöfum
Teymis stendur til boða að skrá
sig fyrir helming fjárhæðarinn-
ar í samræmi við hlutafjáreign í
lok gærdagsins. Hinn helmingur-
inn verður boðinn fagfjárfestum,
í skilningi laga um verðbréfavið-
skipti, til kaups.
Útboðsgengi verður kynnt síðar
en útboðið sjálft stendur frá 22.-
23. mars.
Sjálfkjörið er til stjórnar Teymis
á aðalfundi sem haldinn verður
í næstu viku. Ásta Bjarnadóttir,
Jón Þorsteinn Jónsson, Matthías
Imsland, Þorsteinn M. Jónsson og
Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnar-
formaður Teymis, hafa boðið sig
fram. Tvær konur skipa því næstu
stjórn, jafnmargar og í fráfarandi
stjórn.
Teymi sækir fjóra
milljarða á markað
Tvær konur verða í næstu stjórn félagsins.
Peningaskápurinn
GJAFABRÉF
Verð frá kr.: 23.500
Aðrir söluaðilar:
Safapressa
FYRIR
HEILSUNA
Landsbankinn og Wachovia í samstarf
Landsbankinn kominn í samstarf við fjórða stærsta banka Bandaríkjanna um að nýta dreifileiðir sínar.
Drykkjarvörufyrirtækið Ref-
resco, sem er í meirihlutaeigu
FL Group, Vífilfells og Kaup-
þings, hefur keypt breska
drykkjarvöruframleiðandann
Histogram. Þetta er fyrsta fyr-
irtækið sem Refresco kaupir
í Bretlandi. Kaupverð er ekki
gefið upp.
Histogram var stofnað árið
1999 þegar þáverandi fram-
kvæmdastjóri þess keypti fyr-
irtækið af gosdrykkjafram-
leiðandanum Coca Cola. Það
er einkum þekkt fyrir fram-
leiðslu á ávaxtasafa í fyrsta
flokki. Velta fyrirtækisins nam
jafnvirði 2,7 milljörðum króna
á síðasta ári.
Refresco er að uppruna hol-
lenskt fyrirtæki en framleið-
ir drykkjarvörur á 13 stöðum í
Evrópu undir merkjum hinna
ýmsu fyrirtækja.
Allt frá því hópur fjárfesta
keypti það á síðasta ári hefur
verið stefnt að því að stækka
fyrirtækið hratt með kaup-
um, samrunum og yfirtökum.
Kaupin á Histogram eru skref
á þeirri leið en með þeim getur
Refresco þjónað evrópskum
viðskiptavinum á Bretlandi.
Refresco kaup-
ir í Bretlandi
Fitch lækkar lánshæfis-
einkunnir ríkissjóðs