Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 10
„Staðan er einfaldlega
sú að það eru brotin réttindi á
blindum og sjónskertum börnum
og nemendum á öllum skólastig-
um,“ sagði Björgvin G. Sigurðs-
son, þingmaður Samfylkingarinn-
ar, við umræður á Alþingi í gær.
Helgi Hjörvar, þingmaður Sam-
fylkingar, hóf við upphaf þing-
fundar í gær umræðu um stöðu
blindra og sjónskertra barna
í skólakerfinu. Helgi sagði að
þrátt fyrir að þrjú ár væru liðin
frá því starfshópur hefði skil-
að niðurstððu um að stofna beri
þekkingarmiðstöð vegna þessara
barna hefði enn ekkert gerst. Að-
eins einn ráðgjafi væri nú fyrir
kennara varðandi kennslu um eitt
hundrað blindra og sjónskertra
nemenda á öllum skólastigum.
Aðstöðuleysi blindra skólabarna á
Íslandi væri einstakt.
„Hér sjáum við viðtöl við for-
eldra blindra barna sem taka sig
upp með rótum, fjölskyldur sínar,
til þess að flýja vonda þjónustu
okkar í íslenska skólakerfinu,“
sagði Helgi.
Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, menntamálaráðherra úr
Sjálfstæðisflokki, sagði marga
þurfa að koma að málinu. Nú
hefðu borgarstjóri, heilbrigðis-
ráðherra og félagsmálaráðherra
allir lýst vilja til framkvæmda.
„Þess vegna greip ég tækifær-
ið og ákvað í samráði við meðal
annars Blindrafélagið að skipa
nefnd; ekki bara eina nefndina
enn heldur framkvæmdahóp sem
hefur það hlutverk að setja hlut-
ina í farveg þannig að þeir komist
til framkvæmda,“ sagði Þorgerð-
ur Katrín.
Kolbrún Halldórsdóttir, þing-
maður vinstri grænna, sagði dap-
urlegt að þurfa að reka á eftir
menntamálaráðherra. „Því miður
er þetta ekki einsdæmi því við
þekkjum það hér að málefni
heyrnarskertra og heyrnarlausra
hafa líka verið látin reka á reiðan-
um hjá þessari ríkisstjórn,“ sagði
Kolbrún sem hvatti menntamála-
ráðherra til að grípa strax í taum-
ana.
Þuríður Backman, þingmaður
vinstri grænna, sagði málið hrein-
lega vera spurningu um mann-
réttindi. Ekki ætti að láta tefja
fyrir að margir þyrftu að koma
að borðinu. „Fyrst og fremst á að
greina þarfirnar og þjónustuna og
síðan á að ganga frá hinu á eftir,“
sagði Þuríður.
Helgi Hjörvar tók í svipaðan
streng. „Þegar kerfið er þungt
og silalegt og þegar kerfið virk-
ar ekki og þegar réttindi eru brot-
in, ekki síst á börnum, þá þarf ein-
mitt að taka af skarið,“ sagði Helgi
og skoraði á ráðherra að lýsa því
strax yfir úr ræðustól Alþingis að
hún myndi sjá til þess að þekking-
armiðstöðinni yrði komið á fót.
Menntamálaráðherra sagði að
einmitt væri verið að taka af skar-
ið. „Kerfið verður bara einfald-
lega að laga sig að þörfunum. Það
er þess vegna sem ég setti fram-
kvæmdahóp sem hefur það mark-
mið að koma þekkingarmiðstöð á
laggirnar,“ sagði Þorgerður Katr-
ín Gunnarsdóttir.
Þingmenn segja réttindi
brotin á blindum börnum
Menntamálaráðherra skipar framkvæmdahóp til að undirbúa þekkingarmiðstöð fyrir blinda nemendur.
Stjórnarandstaðan segir málið ekki þola bið. Ráðherra hvattur til að tryggja strax réttindi blindra barna.
Írar eru mestu drykkjurút-
arnir í Evrópu samkvæmt könnun
Evrópusambandsins um viðhorf
til áfengra drykkja.
Óhófsdrykkja, eða „binge-
drinking“, orðatiltæki notað yfir
þá athöfn að fá sér fimm eða fleiri
áfenga drykki í einni setu, er al-
gengust hjá Írum. Á það við um
einn af hverjum þremur.
Að meðaltali drekkur einn af
hverjum tíu Evrópubúum meira
en fimm drykki í einni setu og er
aldurshópurinn 15-24 ára algeng-
astur.
Viðvörunarljós loga hjá Írum
núna þar sem dagur hins heil-
aga Patreks er á næstu grösum
og venjulega fylgir mikil drykkja
þeim gleðskap.
Írar hafa margir hverjir áhyggj-
ur af viðhorfi ungmenna til neyslu
áfengra drykkja. Hefur kaþólska
kirkjan bæst í hóp þeirra er vara
við óhóflegri drykkju. Löggæsla
verður hert á meðan á hátíðinni
stendur og þrýst hefur verið á
söluaðila að takmarka afgreiðslu-
tíma til að stemma stigu við mik-
illi drykkju.
Á listanum yfir drykkju í óhófi
eru Finnar ekki langt á eftir Írum,
svo koma Bretar og Danir. Tals-
vert neðar á listanum koma svo
Portúgalar, Ítalir og loks Grikkir.
Enduruppbyggingu elsta húss miðborgar-
innar er lokið. Sem tákn um það festu Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson borgarstjóri og fulltrúar Minjavernd-
ar á miðvikudag upp skjöld utan á Aðalstræti 10.
Húsið í Aðalstræti 10 var reist árið 1762 og er því
elst húsa í miðborg Reykjavíkur. Viðeyjarstofa, sem
reist var 1755, er elsta hús Reykjavíkur.
Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg
var Aðalstræti 10 upphaflega notað sem klæða-
geymsla. Meðal þeirra sem hafa átt aðsetur í hús-
inu er Jón Sigurðsson forseti. Kaupmennirnir Silli
og Valdi keyptu það árið 1926 og ráku þar verslun
í áratugi. Frá árinu 1984 hafa ýmsir veitingastaðir
verið þar til húsa, meðal annars Fógetinn. Reykja-
víkurborg keypti Aðalstræti 10 árið 2001 og hófst
enduruppbygging hússins haustið 2005.
Að baki gamla húsinu hefur verið byggt nýtt
steinhús, af svipaðri stærð og lögun og það gamla.
Húsin tengjast með glerskála. Á neðri hæð gamla
hússins verður Reykjavíkurborg með aðstöðu til
að sýna sögu hússins og götunnar. Þá mun hópur ís-
lenskra hönnuða og fjárfesta hafa stofnað fyrirtæki
um verslun til að selja íslenska hönnunarvöru í hús-
inu.
Íslensk hönnun í Fógetahúsið
Rúmlega tvítug kona til
heimilis í Reykjavík hefur verið
ákærð fyrir Héraðsdómi Reykja-
víkur fyrir að veitast að tveimur
lögreglumönnum, sparka í annan
og reyna að bíta hinn.
Atburðurinn átti sér stað á Fá-
skrúðsfirði aðfaranótt sunnu-
dags í júli á síðasta ári. Konan
veittist að lögreglumönnunum
þar sem þeir voru við skyldu-
störf, reyndi sparkaði í maga
annars þeirra og reyndi að bíta
hinn í handlegginn.
Embætti ríkissaksóknara
krefst þess að hún verði dæmd
til refsingar fyrir athæfið.
Sparkaði í lög-
reglumann
Svíar eru í sjokki.
Meðan Svíar fagna því að barna-
bókahöfundurinn Astrid Lindgren
hefði orðið tíræð sýnir norska sjón-
varpið stuttmyndaseríu um Emil
í Kattholti eftir Astrid Lindgren
þar sem blandað er grófu kynlífi,
áfengi og eiturlyfjum í þættina, að
sögn sænskra og norskra blaða.
Ingegerd Sahlström, formað-
ur Astrid Lindgren-samtakanna,
er öskureið. „Ég get bara sagt að
þetta er gróf móðgun við Astrid
Lindgren. Að vera með kynlífsat-
riði og eiturlyf er langt frá þeim
gildum sem Lindgren stóð fyrir,“
segir hún í sænska blaðinu Ex-
pressen og kveðst aldrei hafa vitað
annað eins, um grófa misnotkun sé
að ræða.
Dóp og kynlíf í
Kattholti Emils
Allsherjarnefnd Al-
þingis leggur til að átján fái ís-
lenskan ríkisborgararétt, sam-
kvæmt lögum þar að lútandi.
Fjórir eru fæddir á Íslandi
og tveir í Serbíu en aðrir í Kína,
Gíneu, Japan, Malaví, Þýskalandi,
Brasilíu, Kanada, Afganistan,
Túrkmenistan, Frakklandi, Gvate-
mala og á Filippseyjum.
Yngstur í hópnum er tíu ára
piltur en elstur er 71 árs karl.
Alls 36 sóttu um að verða ís-
lenskir ríkisborgarar en helm-
ingnum var hafnað.
Átján fái ís-
lenskan ríkis-
borgararétt
3.250kr.SPARAÐU 3.250kr.SPARAÐU 3.250SPARAÐU
3.250kr.SPARAÐU 3.250kr.SPARAÐU
Vnr.86620140-3737
Innimálning
KÓPAL Glitra innimálning,
4 ltr, gljástig 10.
1.990
5.240
4 ltr.