Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 88
Selma og
Halli komu í
heimsókn í gær
og hreinlega
neituðu að fara!
Ohh!
Þoli ekki
þannig
pakk.
Ég ákvað að
lokum að neita
þeim um meira
kaffi til að fá
þau til að fara!
Snjallt!
En þegar við
fengum þau loksins
til þess að standa
upp og fara fram
í forstofu tók það
þau eilífð að segja
bless!
Minnir
svolitið á
lokatúrinn
hjá Kiss!
Já svona þegar þú
segir það, er sú
tónleikaferð ekki
enn í gangi? Á
eitthvað að hætta á
næstunni?
Nei nei,
þeir eiga
nokkur
ár til.
Sæll Palli, er
nokkuð orðið of
seint að spyrja
þig nokkra
spurninga
varðandi stílinn
þinn?
Alls
ekki ...
Bara ef þú vilt
fá svar!
Tannálfurinn er
ekki allur þar sem
hann er séður ...
Ég og kisa stöndum
fyrir utan dýrabúðina
og ætlum að sannfæra
fólk um að fá sér
páskaunga með sér
heim.
Sumir kalla þetta
hótun.. en ég kalla
þetta sölumennsku.
Mjá!
Bless
Reynir og
takk fyrir
farið!
Bæbæ,
takk fyrir!
Hvernig var
dagurinn hjá
þér?
Það var
gaman!
Við
sungum og
hlustuðum
á sögu, svo
byggðum
við brú ...
Og svo
máluðum
við mynd...
en ég og
Reynir
fórum í
glimmer-
stríð.
Fyrir stuttu síðan
tilkynnti sonur
minn mér að hann
væri bestur í að
teikna. Til að forð-
ast allan misskiln-
ing útskýrði hann
svo skýrt og skil-
merkilega fyrir mér að hann
væri ekki að meina að hann væri
bestur af öllum í að teikna heldur
að af því sem hann væri góður í
sjálfur væri teikning hans sterk-
asta svið.
Ég verð að viðurkenna að ég
fylltist hálfgerðri lotningu við
þessa yfirlýsingu hans þar sem
ég áttaði mig á því að með þess-
ari uppgötvun hefði hann tæp-
lega sex ára gamall náð áfanga
í þroska og sjálfsmyndarsköpun
sem margir ná seint eða aldrei.
Það að þekkja hæfileika sína er
nefnilega ótrúlega mikilvægt. Ég
þekki margt mjög hæfileikaríkt
fólk, jafnvel á mörgum sviðum,
sem er hálfstefnulaust þar sem
það hefur enn ekki áttað sig á
hæfileikum sínum og þar af leið-
andi ekki fylgt þeim eftir.
Sjálf veit ég að ég hef fullt af
hæfileikum en í staðinn fyrir að
finna út í hverju ég er best og
gera eitthvað með það hef ég
einhvernveginn frekar verið að
eyða orku í að reyna að bæta mig
í því sem ég er ekki góð í. Auðvit-
að er það ágætt líka, en ef maður
hefur ekki hugmynd um hvert
er manns sterkasta svið og gerir
þar af leiðandi ekkert með það,
nær maður aldrei neinum fram-
úrskarandi árangri og verður
alltaf meðaljón.
Ég hef því ákveðið að leggjast
í sjálfskoðun, finna minn sterk-
asta hæfileika og elta hann. Enn
sem komið er veit ég ekki alveg
hver hann er en samkvæmt því
sem sonur minn hefur sagt mér,
og alltof mörgum öðrum, er hann
að minnsta kosti ekki að elda. Ég
sé því enga ástæðu til þess að
halda áfram að eyða alltof miklu
af dýrmætum tíma í eldhúsinu
við að reyna að bæta mig í ein-
hverju sem ég verð hvort sem
er aldrei virkilega góð í og ætla
heldur aðð nota hann í eitthvað
annað og skemmtilegra.