Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 82
Nýlega var lögð fram á Al-þingi „skýrsla utanríkisráð- herra um fyrirkomulag þróun- arsamvinnu Íslands“. Hún hefur vakið nokkurt umtal, ekki síst vegna gagnrýni framkvæmda- stjóra Þróunarsamvinnustofn- unar Íslands (ÞSSÍ), Sighvats Björgvinssonar, á vinnubrögðin við kynningu hennar. Skýrsla þessi er um margt happafengur; þar er saman kom- inn talsverður fróðleikur um þróunarsamvinnu Íslendinga í áranna rás. Skýrsluhöfundur, Þorsteinn Ingólfsson sendiherra, hefur þar unnið gott starf og þarft. Þar kemur einnig fram að „skýrsla þessi [sé] innlegg í um- ræðu sem mikilvægt er að fari fram og leiði til farsællar niður- stöðu sem sátt geti ríkt um“. Slík umræða er nauðsyn og það er til að stuðla að henni að þessi grein er fram komin. Ég er sammála Sighvati þegar kemur að vinnubrögðunum við framlagningu skýrslunnar, auk þess sem mér sýnist að skýrslu- höfundur dragi ályktanir sem fara þvert á það sem ætla mætti út frá því sem segir í skýrslunni. Auk þess eru í skýrslunni stað- hæfingar sem láta undarlega í eyrum stjórnarmanns ÞSSÍ. Þarna liggur ástæða þess að mér finnst ástæða til að gagn- rýna þau vinnubrögð sem við- höfð voru við að leggja skýrsl- una fram. Eðlilegt hefði verið að kynna efni hennar fyrst fyrir starfsmönnum og stjórn ÞSSÍ. Í fyrsta lagi hefði það getað komið í veg fyrir þann óróa sem um sig greip meðal starfsfólks ÞSSÍ, ekki síst erlendis, þegar það frétti af skýrslunni og þeirri túlkun að leggja ætti stofnunina niður og í öðru lagi hefði mátt leiðrétta þar atriði sem ekki virð- ast byggja á staðreyndum. Fram kemur í skýrslunni að „starfsmenn ÞSSÍ skila merki- legu framlagi til alþjóðasam- starfs Íslendinga, oft við erfiðar aðstæður. Íslendingar geta með stolti litið til þeirra verka og eng- inn þarf að velkjast í vafa um að framlag okkar skiptir máli.“ Og þar segir einnig: „ÞSSÍ starfar samkvæmt skýrum verklags- reglum sem byggjast á alþjóð- legum viðmiðum. Í reglunum felst m.a. að öll verkefni stofn- unarinnar eru metin reglulega og óháðar úttektir eru gerðar á öllum verkefnum hennar áður en þeim lýkur. Þetta verklag er til fyrirmyndar.“ Þrátt fyrir þessa skoðun skýrsluhöfundar (sem ég er sam- mála) dregur hann ályktanir sem mér finnst ekki að passi við hana. Þar finnst mér að hann (og utan- ríkisráðherra) sé að láta undan þrýstingi nokkurra starfsmanna utanríkisráðuneytisins sem hafa viljað fá starfsemi ÞSSÍ í ráðu- neytið. Skýrsluhöf- undur bendir á tvær leiðir í framtíðarskipu- lagi þróunar- samvinnu Ís- lendinga; annars vegar fullan samruna ÞSSÍ og utanríkis- ráðuneytisins, hins vegar að ÞSSÍ starfi sem sjálfstæð undir- stofnun með skilgreint verksvið, en í nánari tengslum við ráðu- neytið en nú er. Höfundur bendir á kosti og galla beggja leiða og tekur síðan þá afstöðu að mæla með fyrri leiðinni. Þegar hann ræðir kosti fyrri leiðarinnar nefnir hann átta atriði en fjögur atriði þegar kemur að göllunum. Og það eru einmitt fjögur grundvallaratriði sem ég tel að vegi mun þyngra en þau átta jákvæðu (sem ég er ekki að öllu leyti sammála): Gall- arnir fjórir eru þessir, að mati skýrsluhöfundar: a)Ákvarðanataka vegna tvíhliða verkefna gæti orðið seinvirk- ari en nú er. b)Erfiðara gæti reynst að við- halda fagþekkingu í þróun- arsamvinnu vegna flutnings- skyldu starfsmanna utanríkis- ráðuneytisins. c)Hætta á að áherslur og verk- efna val þróunarsamvinn- unnar taki tíðari breytingum vegna reglulegra breytinga á yfirstjórn ráðuneytisins. d)Auknar líkur á að skammtíma- sjónarmið, sem taka mið af af- stöðu alþjóðastjórnmála, ráði ferðinni í tvíhliða þróunar- samvinnu Íslands í stað fag- legra sjórnarmiða. Tveir seinni liðirnir þýða að þróunarsamvinna Íslendinga kynni að verða komin undir geð- þóttaákvörðunum sitjandi ráð- herra hverju sinni. Þróunar- samvinna er hins vegar lang- tímaverkefni sem ekki má vera komin undir tilviljanakenndum dyntum einstaklinga sem gegna ráðherraembættum tímabundið. Þrátt fyrir þessa laukréttu nið- urstöðu leggur skýrsluhöfundur til að þessi leið verði valin. Hér má bæta fimmta atrið- inu við gallalistann: Hætt er við að algjör samstaða stjórnmála- flokka um þróunarsamvinnu myndi bresta og málefnið yrði partur af flokkspólitísku dægur- þrasi ef þessar breytingar yrðu ofan á. Það er ljóst að engin lög eru hafin yfir breytingar og lagfær- ingar; sama gildir um stofnan- ir á borð við ÞSSÍ. Ljóst er að með rýmkun á lagaheimildum mætti gera henni auðveldara um samstarf við utanaðkomandi aðila. Sama gildir um starfsregl- ur stofnunarinnar. Núverandi skipulag hennar og vinnbrögð gera það hins vegar að verkum að starf ÞSSÍ er mjög skilvirkt og traust. Samstarfsaðilar í þró- unarlöndum hafa lýst sérstakri ánægju með áreiðanleika henn- ar í samstarfi. Þess vegna þykir mér rétt að vara við breytingum á skipulagi ÞSSÍ í þá veru sem skýrsla utanríkisráðherra gerir ráð fyrir og hún hefur gert að sinni skoðun. Höfundur er framhaldsskóla- kennari og stjórnarmaður í Þró- unarsamvinnustofnun Íslands. Röng vinnubrögð og skrítnar ályktanir Undanfarið hef ég lesið greinar frá starfsfólki Alcan á Íslandi þar sem það lofar og dásamar vinnu- staðinn sinn og notar það sem rök fyrir stækkun álversins í Straums- vík. Hvernig mega það vera rétt- mæt rök fyrir þrefaldri stækkun á álbræðslunni að vinnustaðurinn sé góður? Ætla ég ekki efast um ÍSAL sem vinnustað, þeir fylgja lögbund- inni jafnréttisstefnu og gera án efa vel við sitt fólk eins og nútímafyr- irtækjum er von og vísa. Sem betur fer, þannig á það að vera. Það hins vegar réttlætir alls ekki stækkun álversins að hafa ánægt starfsfólk innanborðs. Málið getur ekki snúist um það hvort það sé gott eða slæmt að vinna hjá Alcan eða að þeir hafi alltaf gert vel við starfsfólk sitt. Ef eitthvað er, hefur þetta álver því miður verið hættulegri vinnustað- ur en margir aðrir. Rök hagsmunasamtaka sem eru fylgjandi álversstækkun fara virkilega yfir strikið í umræð- unni undanfarið með auglýsinga- birtingum sínum. „Þetta er vinn- an mín“ segja þau og vonast til að snerta viðkvæmar taugar. Að þeir dirfist að spila með sam- visku fólks á þann hátt að ef ál- bræðslan stækki ekki muni fullt af fólki missa vinnuna sína. Það eru hrein og bein rangmæli því það mun enginn missa vinnuna sína verði ekki af stækkun álvers. Álverið mun ekki hætta starfsemi sinni næstu árin ef ekki verður af stækkun eins og þeir sjálfir hafa ítrekað sagt. Samviskuleg rök sem þessi virka sem öfugmæli í huga þeirra sem betur vita. Fylgjendur álvers hafa einn- ig bent á hagræn rök máli sínu til stuðnings og tengja það við lífs- gæði. Að bærinn muni sakna pen- inganna sem ál- verið greiðir í sjóðinn og að bæjarbúar muni finna fyrir því í þeim lífsgæðum sem við búum við hér. Staðreynd- in er sú að frá álverinu í dag koma aðeins 1-2 prósent af tekj- um bæjarins á ársgrundvelli. Og við lifum í blóma! Peningar geta ekki verið rök sem við hlustum á. Börnin okkar munu áfram stunda niðurgreiddar íþróttir þótt ál- verið stækki ekki og ljóst er að til eru fleiri stórfyrirtæki sem leggja listunum lið. Annars konar og minna mengandi starfsemi á þessu svæði mun einnig greiða sín gjöld og skapa veglegan virðis- auka fyrir bæinn. Lífsgæði felast í því að búa í heilsusamlegum bæ þar sem hugsað er um framtíðina á heilbrigðan hátt en ekki í meng- andi álpeningum. Tökum ekki hag- ræn rök fram yfir heilsu. Við gætum endalaust rökrætt peninga fram og tilbaka í álver- sumræðunni en græðgi er orðið að lykilorði í þessari umræðu yfir það sem fylgjendur stækkun ál- vers kalla „hagrænan ávinning“. Græðgi er einn af löstum mann- eskjunnar og við verðum einhvers staðar að setja mörkin. Eigum við alltaf að segja já ef okkur eru boðin gull og grænir skógar bara ef við leggjum prinsippin okkar, heilsu, framtíð, siðfræðileg sjón- armið og hjartans mál til hlið- ar. Það er græðgi ef Hafnfirðing- ar vilja sjá fyrir sér að sleppa við að greiða fasteignagjöld eða ann- ars konar eðlilega gjaldtöku með tilkomu þrefalt stærra álvers og græðgi að hálfu álversmanna að vilja menga bæinn okkar enn frek- ar. Við skulum ekki leyfa okkur að sakna peninga sem við höfum aldrei átt. Ljóst er að ef af stækkun álvers verður mun mengun stóraukast. Gæði lofts í Hafnarfirði myndu stórlega minnka og losun flestra mengandi efna frá álverinu meira en tvöfaldast og það þrátt fyrir fullkomnari hreinsibúnað sem Alcan upphefur við hvert tæki- færi. Losun svifryks og gróður- húsalofttegunda mun 2,5 fald- ast og losun brennisteinstvíoxíðs eykst einnig um 40 prósent. Eftir stækkun verður losun gróðurhúsa- lofttegunda frá Alcan meiri held- ur en frá öllum samgöngum á Ís- landi! Þessi mengun skiptir heilsu Hafnfirðinga miklu máli þar sem vindáttin dreifir menguninni yfir bæinn í um 50 daga á ári. Sjónmengun verður einnig veru- leg í fallegu hrauninu, en verði af stækkun verður þetta stærsta álver í Evrópu. Íslendingar þurfa þá að búa við það hafa risastóran álklump við inngang höfuðborg- ar sinnar, ekki sérlega smart í „hreinu náttúrunni“ og með hreina vatnið. Fulltrúi frá Alcan lýsti því yfir á dögunum að ef ekki væri nú þegar álver í Straumsvík kæmi þessi staðsetning ekki til greina fyrir nýtt álver sökum nálægðar við byggð. Því vil ég ekki trúa því að við samþykkjum að fá stærsta álver í Evrópu inn á dyramottuna til okkar. Að staðsetja svona risa- álver bókstaflega inn í bæinn og borgina, og alveg við framtíðar- byggingarland Hafnarfjarðar, er algjörlega úr takt við heilbrigða þróun bæði hvað varðar nútíma- legt byggðaskipulag, umhverfis- mál og heilsufarleg mál. Hvað þá hjartans mál! Segjum NEI við stækkun álvers 31. mars nk. Höfundur er verkefnisstjóri og Hafnfirðingur. Stöðvum stækkun álversins Hætt er við að algjör sam- staða stjórnmálaflokka um þróunarsamvinnu myndi bresta og málefnið yrði part- ur af flokkspólitísku dægur- þrasi ef þessar breytingar yrðu ofan á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.