Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 30
greinar@frettabladid.is Þegar ferðamenn sigldu inn á Reykjavíkurhöfn fyrir seinna stríð, sáu þeir þykkan kolamökk liggja yfir borginni. Þetta breytt- ist, eftir að bæjarbúar tóku að dæla heitu vatni úr iðrum jarðar, leiða það í pípur um hús sín og hita þau þannig upp. Loftið yfir borg- inni varð skyndilega hreint. Ís- lendingar eru líka svo heppnir, að hér má vinna raforku með vatns- afli, svo að ekki þarf að brenna olíu eða kolum í því skyni. Það er við slíka brennslu annars staðar, sem koltvísýringur er losaður út í andrúmsloftið, en margir hafa af því áhyggjur, því að þeir telja með réttu eða röngu, að við það hlýni jörðin óhóflega. Furðulegt er að ólmast gegn vatnsaflsvirkjunum í nafni nátt- úruverndar. Þær eru mengunar- lausar ólíkt flestum öðrum orku- gjöfum. Með þeim er líka notuð endurnýjanleg auðlind, en ekki gengið á snefilefni. Eini annmark- inn, sem kann að vera á slíkum virkjunum frá sjónarmiði náttúru- verndarsinna, er, að talsvert land fer sums staðar undir vatn. En við höfum nóg af landi ólíkt orku. Það er meiri prýði að vötnum en grjóti. Raunar má nefna, að Elliðavatn er að mestu leyti uppistöðulón, og Þingvallavatn og Mývatn mynduð- ust bæði, þegar eldgos stífluðu ár. Raforkan íslenska er að mestu leyti seld til ál- og járnblendifram- leiðslu. Náttúruverndarsinnar ættu að fagna aukinni álframleiðslu af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er þessi málmur léttur, svo að flug- vélar og önnur farartæki þurfa því minna eldsneyti sem stærri hluti þeirra er úr áli. Í þeim skiln- ingi er ál vistvænt. Jakob Björns- son, fyrrverandi orkumálastjóri, telur, að álið, sem framleitt er á Ís- landi, hafi árið 2004 sparað losun á 1.628 þúsund tonnum af koltvísýr- ingi og ígildi þess út í andrúmsloft- ið. Þar eð áliðnaður á Íslandi losaði sjálfur það ár 446 þúsund tonn út í andrúmsloftið, nam hreinn ávinn- ingur af íslenskum álbræðslum frá þessu sjónarmiði séð 1.182 þúsund tonnum. Í öðru lagi breytum við Íslend- ingar engu um eftirspurn eftir áli. Ef það er ekki unnið með rafmagni úr íslenskum vatns- eða gufuafls- virkjunum, þá er það framleitt er- lendis með brennslu á eldsneyti, sem hefur í för með sér stórkost- lega losun koltvísýrings út í and- rúmsloftið. Talið er, að með því að framleiða álið hér sparist 3.474 þúsund tonn af koltvísýringi, sem ella hefði verið losað út í andrúms- loftið annars staðar í heiminum. Við erum vitaskuld öll hlynnt náttúruvernd í þeim skilningi, að við viljum tryggja, að virkjan- ir óprýði ekki umhverfið og verk- smiðjur óhreinki það sem minnst. Við viljum hreint loft og tært vatn. Það fáum við ekki með því að stöðva alla framþróun og hætta nýtingu náttúrunnar, eins og sumir krefjast, heldur með því að gera einkaaðila ábyrga fyrir slíkri nýt- ingu, svo að hún verði skynsamleg. Það tekst best með myndun einka- eignarréttar á einstökum náttúru- gæðum, því að þá verðleggja menn þessi gæði. Þá taka þeir náttúruna með í reikninginn. Þetta er kjarn- inn í grænni frjálshyggju. Náttúran er eins og auðurinn góður þjónn, en vondur húsbóndi. Öfgafulla náttúruverndarsinna ætti ef til vill frekar að kalla nátt- úrudýrkendur, því að þeir hafna því boðorði fyrstu Mósebókar, að mennirnir eigi að gera náttúr- una sér undirgefna, nýta sér fiska loftsins, fugla sjávarins og önnur gæði, þar á meðal auðvitað jarð- varma og vatnsafl. Stórvirkjanir stuðla ekki aðeins að náttúruvernd, heldur líka festu í atvinnumálum. Enginn fer með þær, en fjármagn má flytja milli landa með einu pennastriki. Einu frambærilegu rökin gegn því að virkja Neðri-Þjórsá og selja raf- orkuna til tveggja eða þriggja ál- vera eru, að það borgi sig ekki. Andstæðingar slíkrar virkjun- ar verða að sýna, að unnt sé að ávaxta það fé, sem lagt sé í hana, á hagkvæmari hátt. Það þarf að skoða fordómalaust. Hitt veit ég, að ákvarðanir um þetta verða ekki skynsamlegar, á meðan stjórn- málamenn ráða ferðinni og Lands- virkjun er ríkisfyrirtæki, hversu góðir sem stjórnendur þess eru. Ekki verður of oft á það minnt, að menn fara betur með eigið fé en annarra og að það, sem allir eiga, hirðir enginn um. Vistvæn stóriðja Íaðdraganda kosninga sprettur nú upp lífleg umræða um sjávarútvegsmál og er það vel. Gott þingmannsefni Sjálfstæð- isflokksins segir m.a. að syndandi fiskur í sjó sé gagnslaus, hann verði að nýta og til þess séu þeir bestir sem reynsluna hafa. Fljótt á litið spakmæli, hvorki viljum við arkitekta við skurðarborð né lækna við teikniborð. Það er því sjálfsagt að nýta þekkingarbrunn útgerðanna við veiðar og verkun í kringum landið. En hvað gerist ef einhver deyr? Þá erfist nýting- arrétturinn eins og um eign sé að ræða, sonurinn er bílaáhugamaður og kaupir sér kappakstursbíl, dótt- irin kvikmyndagerðarkona og vantar aura í næstu bíómynd. Söluandvirðið kemur sér auðvitað vel fyrir bæði en nýtist það upprunalegu atvinnugrein- inni? Og hvað með kaupandann sem ætlar að nýta veiðiréttinn sjálfur? Sá fær fyrirgreiðslu gegn veði í veiðiréttinum og skuldsetur sig verulega, hinn kaupandinn sem ætlar að leigja öðrum veiðirétt- inn gerir það auðvitað í því augnmiði að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Í báðum tilvikum renna peningar út úr atvinnugreininni og veikja hennar stoðir. Áður en fiskveiðar í kringum Ísland voru tak- markaðar mátti hver fiska að vild. Þó veiðitak- markanir hafi ekki staðist væntingar hefðu óheftar veiðar vafalaust skilað þjóðinni uppurinni auðlind og mun verri stöðu en í dag. Þetta sýnir tvennt: Óveiddur fiskur í sjónum er ekki gagnslaus heldur forsenda og einnig hitt að yfirumsjón fiskimiðanna verður að vera í umboði þjóðarhagsmuna. Einkaframtak er jákvætt en óbeislað leið- ir það oftar en ekki til skrumskælingar á sjálfu sér, nefni aðgang bankamanna að gömlu gengi í því sambandi. Útgerðarmönnum er hins vegar nauð- synlegt að geta gengið að veiðiréttinum vísum, hann hafa þeir keypt og afraksturinn þeirra lífsafkoma. Fyrning hans gagnast því atvinnugrein- inni lítt. Eignarréttinn og erfðaréttinn þarf hins- vegar að endurskilgreina þannig að þjóðarhags- munir verði ofan á. Þannig gætu þær útgerðir sem nýta veiðiréttinn sjálfar og eru með virka atvinnu- starfsemi haldið því áfram óáreittar en annarskon- ar umsýsla leitað á önnur mið. Bollaleggingar rík- isstjórnarinnar í þessa veru hafa reyndar valdið illskiljanlegu uppnámi, ekki síst í ljósi útkomunn- ar sem bæði er óafgerandi og ótúlkandi. Afhverju það sé svona flókið að tryggja varanlegan eignar- rétt þjóðar á auðlindum sínum vekur furðu en end- urspeglar kannski ófrelsi þingmanna þegar til á að taka. Höfundur er heilbrigðisstarfsmaður. Er syndandi fiskur gagnslaus? Öfgafulla náttúruverndarsinna ætti ef til vill frekar að kalla náttúrudýrkendur, því að þeir hafna því boðorði fyrstu Móse- bókar, að mennirnir eigi að gera náttúruna sér undirgefna, nýta sér fiska loftsins, fugla sjávarins og önnur gæði, þar á meðal auðvitað jarðvarma og vatnsafl. U ndanfarin ár hefur orðið bylting í verslun með varning sem framleiddur er í sátt við náttúruna. Fyrst og fremst lífrænt ræktaða matvöru en einnig ýmsar aðrar vörur til heimilisins, svo sem hreinlætisvörur sem framleiddar eru með það að markmiði að valda lágmarksskaða á um- hverfinu. Margar ástæður liggja að baki þessari tiltölulega hljóð- látu byltingu. Víðtæk heilsubylgja hefur átt sér stað með aukinni áherslu á alhliða heilbrigða lifnaðarhætti. Aukin hreyfing, meiri neysla á hollum mat og vaxandi virðing við náttúruna með aukinni meðvitund um meðferð á sorpi og mengun alls konar, er fylgifisk- ur hennar. Ekki eru nema fá ár síðan lífrænt ræktuð matvæli fengust ein- göngu í nokkrum litlum verslunum. Viðskiptavinahópurinn var til- tölulega þröngur, rétt nógu stór til að viðskiptin gætu þrifist. Útilok- að var að fá lífrænt ræktaðan varning í stórmörkuðum, hvað þá lág- vöruverðsverslunum. Nú er öldin önnur. Litlu heilsuverslanirnar lifa nú góðu lífi niðri í bæ og útibú eru rekin víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Auk þess eru ört stækkandi deildir með lífrænan varning í stórmörkuðun- um og lágvöruverðsverslanir eru jafnvel komnar með hillur með slíkum vörum. Þá er einnig hægt að fá lífrænt ræktað grænmeti í áskrift beint frá bændum. Sá hópur er ört stækkandi sem kýs að kaupa lífrænt ræktaða matvöru þrátt fyrir að greiða þurfi eitthvað meira fyrir varning- inn. Ástæðurnar eru margvíslegar en tvinnast líklega saman hjá flestum. Margir kjósa lífrænt til þess að komast hjá því að neyta alls kyns aukefna sem algeng eru í matvælum, meðal annars rot- varnarefni og litarefni. Þeir sem hafa komist upp á bragðið vita að til dæmis ávextir og grænmeti sem er lífrænt ræktað býr yfir allt öðrum bragðgæðum en það sem ræktað er með hjálp alls kyns vaxt- arhvetjandi efna. Sumir kjósa líka að kaupa lífrænt ræktaðan varn- ing vegna þess að í verslun með þær eru iðulega tryggð sanngjörn viðskipti („fair trade“) allt til bóndans sem sinnir frumframleiðsl- unni. Fjölbreytni er til góðs og það er mikið framfaraspor að neytendur skuli nú eiga gott aðgengi að lífrænt ræktuðum matvælum og ann- ars konar vistvænum vörum. Í mörgum tilvikum er þetta val hluti af lífsstíl sem æ fleiri kjósa sér og snýst um að fara vel með náttúr- una og gæði hennar og að spilla ekki umhverfinu meira en við kom- umst af með. Sífellt fleiri flokka nú sorp sitt, að minnsta kosti að hluta, og vonandi kemur að því að við Íslendingar veljum okkur um- hverfisvænni samgöngumáta. Að minnsta kosti er full ástæða til þess að ætla að áhugi íslenskra neytenda á lífrænum og vistvænum vörum sé ekki tímabundinn heldur liður í þróun í átt til þess að umgangast jörðina sem við byggjum af meiri virðingu en við höfum gert undanfarna áratugi. Framleiðsla í sátt við náttúruna Ekki eru nema fá ár síðan lífrænt ræktuð matvæli fengust eingöngu í nokkrum litlum verslunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.