Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 87
böndin hafa ekki slitnað með ár-
unum heldur. „Vinkonur fjarlægj-
ast nú samt oft aðeins við að byrja
í samböndum,“ sagði Agla.
Ákvörðunin um að taka þátt í
keppninni var þó ekki tekin í sam-
einingu. „Nei, það hittist bara ein-
hvern veginn þannig á, sem var
náttúrlega frábært,“ sagði Agla.
Henni þótti ekki erfiðara að keppa
á móti vinkonum sínum en öðrum í
hópnum, og sagði engum ríg hafa
verið fyrir að fara. „Nei, alls ekki,“
sagði hún og hló við. „Hópurinn
var allur rosalega góður,“ bætti
hún við.
Stúlkurnar sem lenda í efstu
sætunum þremur keppa í Ungfrú
Ísland 2007 síðar í vor. Agla kveðst
mjög ánægð með að fá að undirbúa
sig í félagsskap vinkvenna sinna,
og njóta stuðnings þeirra. „Við
erum rosalega ánægðar með að fá
að fara í keppnina saman,“ sagði
hún.
Aldo Moro numinn á brott í Róm
Kór Kvennaskólans í Reykjavík
mun syngja í alla nótt til að safna
fé fyrir fyrirhugaða kórferð til
Spánar í júní. „Það eru ekki allir
sem vilja kaupa klósettpappír,
svo við ákváðum að breyta svo-
lítið til,“ sagði Ester Ösp Sigurð-
ardóttir, formaður kórnefndar.
Niðurstaðan varð því að halda
söngmaraþon frá klukkan 21 í
kvöld til 15 á morgun.
Kór Kvennaskólans er skip-
aður þrjátíu stelpum, sem hafa
undanfarið safnað áheitum fyrir
maraþonið. Ester segir kór-
starfið vera í mikilli uppsveiflu.
„Þegar við, þessar elstu, byrjuð-
um í skólanum vissi fólk ekki að
það væri kór í Kvennó. Við erum
búnar að vera duglegar að láta
vita af okkur.“ Maraþonið fer
fram í húsnæði Kvennaskólans.
Söngelskir gestir eru velkomn-
ir til klukkan 23 í kvöld, og aftur
frá 8.30 til 15 á morgun.
Sungið í alla nótt
FÆDDUST ÞENNAN DAG
Kynntu þér frábær áskriftarkjör í síma , á eða sendu okkur póst á
Megináherslan er lögð á veislur og veislumat; veisluföng, borðskreytingar og uppskriftir að góðgæti
sem hæfir í fermingarveisluna, brúðkaupið, útskriftarveisluna eða bara matarboðið um páskana. Í tilefni
af Frönskum dögum gerum við franskri matarmenningu sérstök skil. Frönsk veisla, franskir eftirréttir,
forréttir á frönskum nótum og ekta brasserí-matur.
Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í veislublaði Gestgjafans því að það er yfirfullt af spennandi
efni fyrir hvaða veislu sem er!
STÓRA
VEISLU-
BLAÐIÐ
D
Y
N
A
M
O
R
EY
K
JA
V
ÍK