Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 68
BLS. 12 | sirkus | 16. MARS 2007 F rú Victoria Beckham hefur heldur betur tekið stakkaskipt- um síðan hún kom fyrst fram í dagsljósið sem Fína kryddið í Kryddpíunum. Á sínum tíma brosti Victoria litla þrátt fyrir að vera sú alvarlega í hópnum. Síðan kynntist hún efnilegum fótboltamanni og varð yfir sig ástfangin. Í þá daga voru skötuhjúin ósköp eðlileg, sýndu alúð fyrir framan alþjóð og hlógu hvort að öðru. Í dag eru hlutirnir aðeins öðruvísi. Eftir þrjú börn hefur Vicky heldur betur lagst undir hnífinn. Það ætti ekki að fara fram hjá neinum. Hún verður með hverjum deginum óraunverulegri, ekki endilega líkamlega, heldur frekar hvernig hún hagar sér. Hún sýnir mjög sjaldan tilfinningar og maður spyr sig hvort hún finni fyrir nokkru. En vissulega höfum við séð hana hlæja og gantast í sjónvarpsupptökum, en er það hin raunverulega Victoria? Núna er daman að flytja til Los Angeles. Hún er nú þegar komin með ljósa hárið. Hvernig verður hún eftir fimm ár í borginni þar sem ekkert er í alvöru? Úr smáborgara í Hollywood-plastdúkku HOLLYWOOD-GELLA Victoria á eftir að fíla sig í botn í Hollywood. BLONDÍNA Victoria er orðin ljóshærð í stíl við allar hinar bomburnar í Hollywood. KRYDDPÍURNAR Posh var sú alvarlega í hópnum eins og sést á myndinni. ÁSTFANGIN Svona hegðuðu þau sér áður en þau urðu að heimsveldi. K atie Holmes og Tom Cruise eru æðislega dugleg að fara á íþróttaleiki sonar Toms. Þau fara að minnsta kosti einu sinni í viku. Það getur verið leiðinlegt á svona atburðum, en gátu þau ekki leynt hvað þeim leiddist rosalega? Það er eins og þau séu í helvíti. Eins og Tom getur nú verið úber-hress þá hefur hann aldrei sést með þennan svip. Tomkat-hjónin að drepast úr leiðindum MYGLUÐ Katie Holmes gæti ekki verið meira sama um þennan körfuboltaleik og Tom er á barmi taugaáfalls. Suri er hins vegar hin hressasta. J á, Halle Berry á sér tvífara og er það enginn annar en hinn brosmildi Sanjaya úr American Idol. Hann er ekki aðeins þekktur fyrir þetta stóra bros heldur er hann óhræddur við að nota sléttujárnið. Sanjaya og Halle—sama brosið og sama hárið. Tvífarar vikunnar TVÍFARAR Þau eru afar lík Halle Berry og Sanjaya. H ún Angelina Jolie má eiga það að hún sinnir sínu hjálparstarfi með miklum sóma og mættu fleiri stjörnur taka hana sér til fyrirmynd- ar. Newsweek fór með leikkonunni til Tsjad í Afríku þar sem þau heimsóttu flóttamannabúðir og þessar myndir voru teknar. Angelina í Tsjad EINBEITT Í Tsjad að heimsækja flóttamenn frá Darfur. HÖRMUNGAR Angelina átti erfitt með að fylgjast með í Tsjad. ROSALEG STUND Angelina heldur utan um ungan dreng í Tsjad. HLÁTUR Það var brosað breitt á þessari stundu. Við fengum að vita í síðustu viku að hin gullfallega Salma Hayek ætti von á barni. Unnustinn heitir Francois- Henri Pinault og er franskur viðskiptamaður. Margir hafa strítt herra Pinault því hann minnir óneitanlega mikið á Herra Magoo. Hvað finnst ykkur? Herra Magoo að verða pabbi HERRA OG FRÚ MAGGOO Salma Hayek ásamt unnusta sínum og tilvonandi barnsföður, Francois-Henri Pinault. Hann er svolítið líkur Herra Magoo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.