Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 48
BLS. 8 | sirkus | 16. MARS 2007
„Við vorum heppin með
listamenn enda er þetta
mikilvægt málefni sem
nauðsynlegt er að vekja
athygli á,“ segir Alma
Geirdal, formaður Forma,
samtaka átröskunarsjúk-
linga, en samtökin standa
fyrir styrktartónleikum
þann 1. apríl á Nasa. Á
meðal listamanna sem
koma fram á tónleikunum
eru Björk Guðmundsdóttir,
Lay Low, Pétur Ben og
Mugison. Ráðamenn sem
koma fram eru meðal
annars heilbrigðisráðherra,
borgarstjóri og landlæknir.
Þau munu lesa upp úr
dagbókum sjúklinga.
Samtökin Forma, sem
stofnuð voru af Ölmu og Eddu Ýrr Einarsdóttur,
hafa verið dugleg að vekja athygli á málaflokkn-
um en Alma segir meiri vakningu nauðsynlega í
þjóðfélaginu. „Við viljum vekja fólk til umhugs-
unar og sérstaklega ráðamenn þessa lands.
Átröskun er enn þá nokkurs konar tabú og við
verðum að bæta stöðu þessara einstaklinga
sem þjást af sjúkdómnum,“ segir Alma og bætir
við að þær tvær standi ekki lengur undir rekstri
samtakanna. „Við viljum halda starfsemi okkar
áfram og auk þess opna
meðferðarheimili svo það
verði aðgengilegra fyrir alla
að fá hjálp. Átröskun er annar
erfiðasti geðsjúkdómurinn og
það ríkir mikil afneitun í
kringum hann. Ekki bara hjá
sjúklingunum heldur líka í
samfélaginu. Það er ekki fyrr
en einstaklingar eru orðnir
fársjúkir að fólk rankar loks
við sér,“ segir Alma og bætir
við að átröskun fari ekki í
manngreinarálit. „Yngsti
sjúklingurinn sem lagður
hefur verið á geðdeild með
sjúkdóminn hér á landi var
aðeins 8 ára og svo erum við
með sjúklinga allt upp í
sjötugt.“
Alma segir að lítið sé til af
rannsóknum um sjúkdóminn hér á landi en
vonast eftir breytingum þar á. „Fjölgunin í hópi
sjúklinga er mikil og þessi útlitsdýrkun sem
ríkir í samfélaginu er hættuleg. Í dag er enginn
maður með mönnum nema vera í megrun og
megrun er stór áhættuþáttur.“
Tónleikarnir eru 1. apríl á Nasa. Húsið opnar
klukkan 19 en tónleikarnir hefjast klukkan 20.
Miðasala fer í gang á Midi.is og í verslunum
Skífunnar og BT. indiana@frettabladid.is
Mikil afneitun í kringum átröskun
ALMA GEIRDAL Alma segist vilja vekja
fólk til umhugsunar um sjúkdóminn.
Árný Hildur Árnadóttir lést þann 26. febrúar
síðastliðinn eftir áralanga baráttu við átröskun.
Árný var aðeins 31 árs og hafði barist við
sjúkdóminn frá árinu 1997 eða í tíu ár. Árný hafði
haldið úti heimasíðu þar sem hún lýsti baráttu
sinni við anorexíuna á opinskáan hátt.
Í viðtali við DV í júlí 2004 sagðist Árný Hildur
oft hafa reynt að svipta sig lífi, slík væri skömmin
sem fylgdi sjúkdómnum. Árný ólst upp í Keflavík
og gekk í Myllubakkaskóla og Holtaskóla. Hún var
mikið í íþróttum sem barn og á heimasíðu hennar
kemur fram að aðaláhugamál hennar hafi verið
fótbolti og körfubolti auk vinnunnar.
Árný lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla
Suðurnesja en eftir að hafa reynt fyrir sér í
Háskóla Íslands færði hún sig yfir í Fjölbrauta-
skólann við Ármúla á læknaritarabraut. Þrátt fyrir
veikindin útskrifaðist hún sem læknaritari 2004
og starfaði sem læknaritari þar til hún lést. Á
heimasíðu hennar kemur fram að Árnýju líkaði
starfið mjög vel og gekk hún jafnvel svo langt að
segja að vinnan héldi í henni lífinu.
Árný var 52 kg áður en hún veiktist en þegar
viðtalið birtist, fyrir þremur árum, var hún 35 kg
og fannst hún feit. Þá sagðist hún stefna á 32 kg
þrátt fyrir að finna fyrir orkuleysi þegar hún yrði
svo létt. Þegar Árný greindist með sjúkdóminn
var hún lögð inn á geðdeild og átti eftir að dvelja
þar mikið til ársins 2000. Þegar hún gekk út af
deildinni hafði hún gert veðmál við næturvörðinn
því hún ætlaði sér ekki að koma aftur. Innan
þriggja ára var
hún aftur lögð
inn.
Árný starfaði á
myndgreininga-
sviði LSH til
æviloka. Hún lést
á heimili sínu í
Keflavík.
Lést eftir baráttu við
átröskun
ÁRNÝ HILDUR
ÁRNADÓTTIR Árný
lést eftir tíu ára
baráttu við
átröskun.
Leiðbeiningar fyrir aðstandendur
1. Lærðu eins mikið og mögulegt er um
sjúkdóminn.
2. Vertu virkur þátttakandi í stuðningshópi
aðstandenda.
3. Talaðu beint og opinskátt við sjúklinginn um
áhyggjur þínar er lúta að hegðun hennar/hans
og því sem þú hefur tekið eftir í daglegu fari
hennar/hans sem betur má fara.
4. Bjóddu sjúklingnum allar þær upplýsingar
sem þú hefur komist yfir eða veist um er varða
átröskun og meðferðarmöguleika.
5. Láttu í ljós tilfinningar þínar en vertu
ákveðin(n).
6. Reyndu að vera markviss, róleg(ur) og
vingjarnleg(ur) í umfjöllun um hegðun sjúklings
er þig varðar.
7. Reyndu að halda heimilissiðum og venjum
óbreyttum eða eins heilbrigðum og mögulegt er.
8. Reyndu eftir fremsta megni að forðast röskun
í daglegu lífi hvort heldur það er í formi rifrildis,
hótana eða ásakana er snúa að átröskuninni.
9. Hvettu sjúklinginn til að vera virkur þátttak-
andi í umræðunni um meðferð og endurhæfingu
ásamt þeim ákvörðunum er að henni/honum
lúta.
10. Sýndu þolinmæði í samskiptum við sjúkling.
11. Hafðu það hugfast að það er engin ein
orsök fyrir átröskunarsjúkdómum.
12. Ekki gleyma að hugsa um sjálfa(n) þig, það
er að segja hugarró og tilfinningar þínar.
13. Ekki láta sjúklinginn stjórna gerðum þínum
einungis vegna vorkunnsemi þinnar gagnvart
henni/honum.
Heimild:www.spegillinn.is
Minningargrein móður
Elsku hjartans dóttir mín, mikið á
eftir að vera tómt hjá mér. Ég vonaði
alltaf að þú mundir sigrast á sjúkdómn-
um. Ég veit að þér líður vel þar sem þú
ert komin til pabba þíns.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Guð geymi þig.
Þín
mamma.
Birt með leyfi móður Árnýjar,
Matthildar Óskarsdóttur.
Ný sending
mættu
mátaðu
upplifðu
Rauðarárstíg 14 sími: 551 5477 www.trippen.is