Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 32
Fyrir skömmu var haldinn fund-ur á Húsavík vegna hugsanlegs álvers á Bakka norðan við bæinn. Þar flutti Þröstur Eysteinsson skóg- fræðingur, einkar áhugavert erindi um binding kolefnis með skógrækt og landgræðslu. Aðstæður við Húsavík eru að mörgu leyti dálítið sérstak- ar ef álver við Húsavík er hugs- að í stærra samhengi. Allir vita jú að nægjanleg orka í formi jarð- varma er í næsta nágrenni, þ.e.a.s. á Þeistareykjum og á Kröflusvæð- inu. Annað sem skapar mikla sér- stöðu er hve Þingeyrsýsla er stór að flatarmáli og gefur einstakt tækifæri vegna þess. Rætt er um að fyrirhug- að álver framleiði u.þ.b. 250.000 tonn/ári sem þýðir losun um 400.000 tonn/ári af koltvísýrlingi. Skv. er- indi Þrastar Eysteinsson- ar þyrfti að gróðursetja skóg á 550 km² landsvæði (7,2 T CO2/ha/ár) til að vega á móti útblæstrinum. Það sem er áhugavert við þetta er að kostnaðurinn við þessa skóg- rækt er vel viðráðanlegur auk þess að skógurinn skapar tekjur síðar meir, verðmætara land og vinnu fyrir bændur í sýslunum. Hvað er þá í veginum? Ég tel að andstæðingar stór- iðju megi kynna sér þenn- an kost áður en þeir fara að hamast af öllum mætti á móti þessari fram- kvæmd því þetta er raun- hæfur möguleiki. Það er til lítils fyrir andstæðinga framkvæmdanna að slá um sig einn daginn og tala um gróðurhúsaáhrif sem hnattrænt vandamál, en næsta dag að hafna möguleika sem þessum. Hvað getum við betra gert fyrir þennan hnött en þetta fyrir- hugaða álver með hreinni orku, og þar að auki að láta tré éta upp CO2 útblásturinn? Mikið hefur verið rætt um vanda Vestfjarða upp á síðkastið, og það með réttu. Hinn ískaldi raunveru- leiki er að Norðausturland er á ná- kvæmlega sömu leið og Vestfirð- ir ef ekkert verður að gert. Viljum við það? Vestfirðingar hafa ekki stóriðju en ætluða að efla atvinnu- lífið með „einhverju öðru“ eins og margir andstæðingar stóriðju segja að sé framtíðin! Þetta „eitt- hvað annað“ er bara svo fjári loft- kennt og ótryggt. Stór meirihluti þeirra sem eru á móti stóriðju fær sín mánaðarlaun refjalaust frá ríki eða sveitarfélögum. Þeir eru ekki að lifa á þessu „einhverju öðru“ eins og þeir leggja til að almennir launþegar geri. Málið er hins vegar ekkert mikið flóknara en það að al- mennur launþegi vill einnig fá sín mánarlaun án refja og til þess þarf traust fyrirtæki, fjölbreytni í at- vinnulífinu og öflugt samfélag. Ég er umhverfissini og því styð ég álver á Húsavík. Tala nú ekki um ef við ræktum skóg því samfara til að nærast á útblæstrinum. Því eigum við að fylkja liði um þetta mál, bæði Norðausturlandi til góða sem og heiminum. Annars tel ég að við fáum „Vestfjarðafréttir“ af þessu svæði innan eins til tveggja ára. Höfundur er framkvæmdastjóri Slippsins Akureyri ehf. „Græn stóriðja“ á Húsavík raunhæfur möguleiki Hvort sem vér lítum til náttúrulegrar skynsemi [eða guðlegr- ar opinberunar] þá er fullljóst að Guð hefur [...] gefið jörðina manna börnum, gefið hana mannkyni sameiginlega. [...] (John Locke, Ritgerð um ríkis- vald, Reykjavík 1986, bls. 66, upp- runalega útg. 1689). Það er alls ekki ný hugmynd að hvers konar gæði jarðar séu sam- eign mannkyns. Jafnvel má ganga svo langt og segja að ýmis óefnis- leg gæði, t.d. hugvit og listrænn sköpunarmáttur einstaklinga sé sameign í þessum skilningi. Í þessum skilningi eigum við Ís- lendingar landið okkar og allt sem á því er. Við eigum fjöllin, dalina og hafið umhverfis landið. Við eigum dýr merkurinnar og fisk- inn í hafinu. Við eigum líka góð skáld, kvennalandslið í fótbolta, o. s.frv. Með orðinu „eign“ erum við hér einfaldlega að vísa til þess að við, sem tilheyrum íslensku sam- félagi, höfum ríka sameiginlega hagsmuni af öllum framangreind- um verðmætum. Eitt virðist hafa farið á milli mála í þjóðmálaumræðu síðustu daga, en það er þetta: Framan- greindar þjóðareignir, eða sam- eignir okkar, jafngilda ekki eignar- rétti í lagalegri merkingu. Í fyrsta lagi samræmist það vel hugtak- inu þjóðareign að einkaaðilar eigi eignarréttindi. Þjóðareign á auð- lindum er ekki þjóðnýting á auð- lindum. Það er t.d. ekkert skrýt- ið við það að jarðnæði á Íslandi sé þjóðareign, en jarðeigendur eigi jarðir sínar fullkomnum eignar- rétti. Segja má að handhafar eign- arréttar séu vörslumenn þjóðar- eignarinnar, svo notað sé orðalag heimspekingsins Jean-Jacques Rousseau. Í annan stað er það ein- faldlega þannig að þau gæði sem falla undir þjóð- areign eru misvel til þess fallin að vera andlag eign- arréttar. Fiskurinn í sjón- um getur t.d. verið þjóð- areign þótt hann geti ekki verið lagaleg eign nokk- urs án þess að hafa fyrst verið veiddur. Auðvitað getur íslenska ríkið verið handhafi einkaeignarréttar eins og aðrir lögaðilar. Það er líka svo að íslenska ríkið á (í eignarréttar- legum skilningi), Þingvelli, þjóð- lendurnar, hafsbotninn svo langt sem fullveldisréttur ríkisins nær, svo eitthvað sé nefnt. Hér er því í raun um ríkiseign að ræða en ekki þjóðareign í framangreind- um skilningi. Nú er von að spurt sé: Hvað vilja þeir raunverulega sem telja að stjórnarskrárákvæði um „þjóðar- eign á náttúruauðlindum“ eigi að vera meira en skírskotun til sam- eiginlegra hagsmuna þjóðfélags- þegnanna? Vilja þeir ríkiseign á öllum auðlindum íslenskrar náttúru (að því marki sem þessar auðlind- ir geta verið andlag eignarréttar)? Vilja þeir einnig ríkiseign á hvers kyns nýtingarréttindum á auðlind- um, t.d. fiskveiðiheimildum? Það er ekkert lagalega því til fyrirstöðu að koma þessum stefnumiðum í laga- legan búning. Þá þarf hins vegar að nota önnur og skýrari lagaleg hug- tök en „þjóðareign“ eða „sameign þjóðarinnar“ á náttúruauðlindum. Höfundur er lögfræðingur. Er þjóðareign ríkiseign? Eitt virðist hafa farið á milli mála í þjóðmálaumræðu síðustu daga, en það er þetta: Framangreindar þjóðareignir, eða sameignir okkar, jafngilda ekki eignarrétti í lagalegri merkingu. Hvað má krónan kosta? Mörg íslensk heimili og fyrir-tæki eru að sligast undan háum vöxtum. Eðlilega velta margir fyrir sér hvort háir vextir á Íslandi séu náttúrulögmál. Verð- um við einfaldlega að kyngja því að vextir séu alltaf miklu hærri hér en í öðrum Evrópulöndum, rétt eins og við þurfum að sætta okkur við óblíðara veðurfar? Undanfarin ár hefur vaxta- munur við útlönd verið sérstak- lega mikill. Stór hluti hans skýr- ist af miklum uppgangi og ójafn- vægi í efnahagslífinu. Sú skýring dugar þó aðeins til að skýra hluta hans. Ekki er óvarlegt að áætla að um 3% stig þess vaxtamunar megi rekja áhættuálags í viðskiptum með krónuna vegna þess hve lítil og óstöðug hún er. 500 þúsund á hverja fjölskyldu Einverjum kann að þykja 3% stig lítið en skoðum þá hvað krónan kostar okkur. Um síðustu áramót skulduðu heimilin í landinu 1.324 milljarða. Þar af voru 94% skuld- anna í íslenskum krónum. Heimil- in greiða því 37 milljarða í vaxta- álag vegna krónunnar. Það jafn- gildir um 500 þúsundum á hverja fjölskyldu! Um áramótin skulduðu fyrir- tækin rúmlega 1.100 milljarða í íslenskum krónum. Vaxtaálag vegna krónu kostar fyrirtækin því 35 milljarða króna á ári. Hluti þeirrar fjárhæðar fer út í verðlag- ið og endar hjá almenningi en hluti dregur úr hagnaði fyrirtækjanna. Samtals greiða íslensk heimili og fyrirtæki því um 72 milljarða á ári í sérstakt vaxtaálag vegna ís- lensku krónunnar. Þegar vaxta- munurinn er mikill, eins og um þessar mundir, er sú fjárhæð mun hærri. Rétt er að taka fram að það er ekki hreinn kostnaður sem leggst á þjóðarbúið því að talsverðu leyti eru þetta lánakjör í viðskiptum milli Íslendinga. Vaxtagjöld sumra eru þannig vaxtatekjur annarra. Þetta skiptir auðvitað miklu máli fyrir tekjuskiptinguna í landinu. Krónan felur í sér tilfærslu tekna frá þeim sem skulda til þeirra sem lána. Þessi mikli vaxtakostnaður leið- ir til þess að æ fleiri taka lán er- lendis á lægri vöxtum. Gallinn við erlendar lántökur er sá að þeim fylgir mikil gengisáhætta. Ef krónan fellur hækkar höfuð- stóll lánsins í krónum. Það eru því helst fyrirtæki með tekjur í er- lendum gjaldmiðlum, ríki, sveit- arfélög og stærri fyrirtæki sem geta tekið lán erlendis og hafa bol- magn til að standa af sér geng- issveiflur. Þess ber þó að geta að gengisáhættan kostar sitt. Metið hefur verið að kostnaður við geng- isvarnir geti numið 0,5-3% af er- lendum viðskiptum. Árið 2006 var verðmæti útfluttrar vöru og þjón- ustu 370 milljarðar en innfluttrar 570 milljarðar. Miðað við það gæti kostnaður við gengisvarnir numið 5-28 milljörðum krónum árlega. Það eru einkum minni fyrir- tæki og almenningur sem greiða háa innlenda vexti. Að undanförnu hafa smærri fyrirtæki og almenn- ingur í vaxandi mæli tekið í lán í erlendri mynt, þrátt fyrir gengis- áhættuna. Því er ekki nema von að spurt sé: Er verið að verðleggja krónuna út af markaðinum? Er evran lausnin? Á það hefur verið bent að helstu kostir við upptöku evru séu stöð- ugleiki í efnahagsmálum, minni viðskiptakostnaður og lægri vext- ir. Með tilliti til hags launafólks er líklegt að áhrif þess að ganga í myntbandalag yrðu meiri sökum lækkunar viðskiptakostnaðar og almenns vöruverðs heldur en lækkunar vaxta. Því er eftir miklu að slægjast fyrir launafólk og fyr- irtæki. En er málið svo einfalt? Nei, ekki alveg. Evra verður ekki tekin upp án inngöngu í Evrópusambandið. Áður en af slíkri inngöngu verð- ur þarf að gera grein fyrir ýmsum álitamálum. Upptaka evru þýðir einnig að við getum ekki lengur búið við sjálfstæða peningamála- stefnu. Gagnrýnendur evru hafa bent á að upptaka hennar myndi takmarka svigrúm stjórnvalda til að takast á við hagsveiflur sem ekki eru í takti við hagsveiflur annarra Evrópuríkja. Þetta er rétt- mæt gagnrýni í sögulegu ljósi en hafa verður í huga að flest bend- ir til að ef við værum í myntsam- starfi með öðrum ríkjum hefðum við aukinn hag af því að færa við- skipti okkar enn frekar til þeirra landa. Þannig drægi sjálfkrafa úr líkum á að hagkerfi okkar væri úr takti við önnur Evrópuríki í þessu efni. Þörfin fyrir sjálfstæða pen- ingamálastefnu yrði því ekki eins rík. Réttilega verður þó að benda á að reynsla undanfarinna ára sýnir að krónan er engin trygging fyrir því að við getum tekist á við ójafn- vægið í hagkerfinu. Ekkert eitt atriði getur haft jafnmikil áhrif á lífskjör almenn- ings og starfsskilyrði fyrirtækja og upptaka evru. Það skiptir því miklu máli að hér á landi fari fram upplýst og fordómalaus um- ræða um kosti og galla evru. Þeir, sem hafna slíkri umræðu, hljóta að skulda okkur skýringar á af- stöðu sinni í ljósi þess hve mikið er í húfi. Bjarni Már er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins og Ólafur Darri er hagfræðingur Alþýðu- sambands Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.