Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 54
 16. MARS 2007 FÖSTUDAGUR6 fréttablaðið kópavogur Flatkökurnar frá Kökuhorninu í Bæjarlind njóta sívaxandi vinsælda meðal Kópavogsbúa og annarra landsmanna. Gunnar Hólm Stefánsson er eig- andi Kökuhornsins og á heiðurinn af flatkökunum ásamt bróður sínum Einari Hólm sem vann hjá honum um tíma. Gunnar segir að uppskriftin komi að norðan, en þar eru þeir bræður uppaldir. „Við viljum því ekki eigna okkur þessa uppskrift, en við þró- uðum hana aðeins áfram eftir okkar höfði. Þetta eru ekta flat- kökur að norðan og virðast fara vel ofan í maga höfuðborgarbúa,“ sagði Gunnar og hló þegar Frétta- blaðið leitaði upplýsinga um flat- kökurnar. Þær hafa verið í sölu hjá Kökuhorninu allt frá því að það hóf starfsemi sína árið 1999. Frá þeim tíma hefur hróður þeirra aukist smátt og smátt og er nú svo komið að flatkökurnar eru ómiss- andi hluti af helgarmorgnum fólks á öllum aldri. „Þetta er að miklu leyti sama fólkið sem kemur hér reglulega og kaupir sinn skammt. Þetta er fólk sem kemur hvaðanæva af landinu og þeir sem koma lengra frá fá sér helst ágætis birgðir og setja í frystinn. Mér finnst samt alltaf jafn spaugilegt þegar Norðlend- ingar koma til okkar og kaupa norðlenskar flatkökur í Kópa- vogi,“ segir Gunnar en auk þess er talsvert um að fólk panti stóra skammta af flatkökunum til að fá undir hangikjötið í veislum. Flatkökurnar í Kökuhorninu eru fjarri því að bragðast eins og þær sem hægt er að fá í flestum matvöruverslunum landsins. Þær eru til að mynda mun þykkari og einnig sætari. „Sumum finnst bragðið of sætt og líkar alls ekki við það. Þannig finnst mér smekk- ur fólks vera; annaðhvort líkar því við þetta bragð eða það fussar yfir því. Það er eiginlega ekkert þar á milli.“ Aðspurður um leyndarmálið á bak við flatkökurnar er fátt um svör hjá Gunnari. Hjá bökurum eru dýrmætustu uppskriftirnar flokkaðar undir hernaðarleynd- armál, og eru norðlensku flat- kökurnar þar engin undantekn- ing. Norðlensku flatkökurnar slá í gegn Gunnar Hólm Stefánsson, eigandi Kökuhornsins í Bæjarlind, bakar um 150 til 200 flatkökur á hverjum morgni og þær rjúka oftast út eins og heitar lummur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hestamenn í Kópavogi sitja ekki auðum höndum frekar en vana- lega. Dagskrá vetrarins er þétt- skipuð og fjöldamargar áhuga- verðar uppákomur fram undan. Nú á laugardaginn 17. mars verður farinn reiðtúr á vegum Ármanna í Heiðmörk. Gustskór- inn þenur raddböndin á stór- skemmtun í Reiðhöllinni laugar- dagskvöldið 24. mars. Páskabingó verður haldið fyrir unga fólkið 28. mars og þann 31. mars er Kvenna- töltið sem hefur áunnið sér mikilla vinsælda í gegnum tíðina. Í apríl heldur fjörið svo áfram, fyrst með Dymbilvikusýningu þann 4. apríl og svo með fjöl- breyttu mótahaldi og skemmtun- um fram eftir vori. Nánar á www.gustarar.is. Margt á döfinni hjá hestamönnum Gustsfélagar eru virkir í félagslífinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.