Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 2
Katrín, ætlar bæjarráðið í Ölfusi að vera áfram í fýlu? Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS HONDA CIVIC Nýskr. 12.06 - Beinskiptur - Ekinn 2 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 2.650 .000. - Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að með yfirlýsingu Geirs H. Haar- de forsætisráðherra, um vatns- og landréttindi við Búrfell sé búið að höggva á þann hnút sem hnýtt- ur hafi verið með úrskurðum óbyggðanefndar 21. mars 2002 og 10. desember 2004. „Með þessu er ríkið að gera Landsvirkjun jafn- setta og hún var er hún var stofnuð árið 1965. Í yfirlýsingunni kemur fram að það sé búið að greiða fyrir þau réttindi sem við höfum alltaf talið okkur eiga. Með þessari yf- irlýsingu er nýtingarréttur okkar viðurkenndur.“ Landsvirkjun hyggst greina frá áhrifum yf- irlýsingar Geirs á vefsíðu sinni í dag. Geir H. Haarde for- sætisráðherra hefur lýst því yfir með yfirlýs- ingu 12. mars, að við stofn- un Landsvirkj- unar 1965 hafi „að fullu verið greitt fyrir þau vatns- og lands- réttindi sem Landsvirkjun hagnýtir vegna 210 MW virkj- unar í Þjórsá við Búrfell“. Ragnar Að- alsteinsson hæstaréttarlög- maður telur yfirlýsinguna mark- lausa þar sem óbyggðanefnd hafi komist að þeirri niðurstöðu að landsvæðið sem um ræðir væri þjóðlenda. „Yfirlýsingunni er ætlað að viðhalda stöðu Lands- virkjunar eins og hún var áður en úrskurðir óbyggðanefndar komu til. Óbyggðanefnd komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri þjóðlenda og þá vaknar sú spurning hvernig, og hvort, ríkið getur afhent með þessum hætti þjóðlendur og rétt- indi sem eru innan hennar,“ segir Ragnar. Hann segir stjórnarfrum- varp sem dregið hefur verið til baka hafa átt að tryggja Lands- virkjun réttindi. „Með stjórn- arfrumvarpi átti að koma land- svæði, sem Landsvirkjun nýtir, aftur í hendur Landsvirkjunar en það getur hins vegar alls ekki verið, og stenst ekki skoðun, að Landsvirkjun eigi landið og nýt- ingarréttindi eftir þessa litlu yfir- lýsingu Geirs. Þess vegna tryggir hún ekki neitt, hvorki nýtingarrétt né annað.“ Segir réttindi tryggð með yfirlýsingu Geirs Forstjóri Landsvirkjunar segir vatns- og landsréttindi við Búrfell tryggð með yf- irlýsingu Geirs H. Haarde forsætisráðherra um að Landsvirkjun hafi greitt fullt verð fyrir réttindin. Yfirlýsingin tryggir ekkert, segir Ragnar Aðalsteinsson. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, formaður Samfylkingar- innar, er heiðursgestur á lands- fundi sænska jafnaðar- flokksins og mun á laug- ardag fagna kjöri Monu Sahlin í emb- ætti formanns flokksins. Helle Thorning Schmidt, for- maður danska jafnaðarflokksins, er einnig heið- ursgestur á landsfundinum. Kjör Sahlin markar tímamót, því með því komast konur í meiri- hluta formanna jafnaðarflokka á Norðurlöndunum. Hún mun taka við formennsku af Göran Pers- son, fyrrverandi forsætisráð- herra Svíþjóðar. Kjörinu verð- ur formlega lýst á hádegi á laug- ardag og mun Ingibjörg Sólrún ávarpa fundinn í kjölfar hátíðar- ræðu Sahlin. Mona Sahlin leið- ir jafnaðarmenn Nítján ára piltur sem tekinn var með fíkniefni á heimavist Framhaldsskólans á Laugum á þriðjudag er enn í haldi. Magn fíkniefnanna sem fundust í fórum hans er það mesta sem lögreglan á Húsavík segist hafa lagt hald á hingað til. Fíkniefnin voru tvenns konar; 65 grömm af hassi og 160 grömm af amfetamíni. Söluverðmæti þeirra er talið um tvær milljónir króna. Lögregla segir hann halda því fram að efnin hafi verið ætluð til einkaneyslu. Pilturinn er úrskurðaður í gæsluvarðhald til klukkan þrjú í dag. Lögregla segir þó líklegt að hægt verði að sleppa honum fyrr vegna þess hve rannsókn málsins hefur miðað vel. Ekki er talið að fleiri nemendur hafi komið að málinu. Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari á Laug- um, kallaði sjálf út lögreglu eftir að hafa borist ábendingar um að fíkniefni væru á vistinni. Mikið af fíkniefnum fannst Dómur Hæstarétt- ar vegna frávísunar héraðsdóms í máli ákæruvaldsins gegn for- stjórum stóru olíufélaganna, Kristni Björnssyni, Geir Magnús- syni og Einari Bendiktssyni, verð- ur að öllum líkindum birtur í dag. Þetta staðfesti Ásmundur Helga- son, aðstoðarmaður hæstaréttar- dómara, við Fréttablaðið í gær. Forstjórarnir eru ákærðir í 27 liðum fyrir samráð og markaðs- skiptingu. Héraðsdómur vísaði málinu frá 9. febrúar á þeim forsendum, öðrum fremur, að ekki væri unnt að refsa einstaklingum fyrir brot á samkeppnislögum. Dóms að vænta í málinu í dag Viðskiptaráð hefur ávallt beitt sér fyrir því að skatt- kerfi landsins sé eingöngu nýtt til að fjármagna velferðarkerfið og samfélagsinnviði sem sátt er um að allir njóti aðgangs að og hefur bent á kosti flatra skatta þar sem einfaldleiki og gagnsæi eru eins og best verður á kosið. Viðskiptaráð hefur sent frá sér skoðun sína þar sem segir að að- gerðum til aukins jafnaðar fylgi ýmsar aukaverkanir. Hugmynd- ir um að knýja fram meiri jöfn- uð með aukinni skattlagningu séu skammsýnar og varasamar. Lykil- atriðið sé að jöfn tækifæri eigi að vera markmiðið, ekki jöfnuður. Jöfn tækifæri eru lykillinn Henry A. Obering, yf- irmaður flugskeytavarnadeild- ar Bandaríkjahers, segir að Rúss- ar þurfi ekkert að óttast þótt Bandaríkja- menn komi sér upp kerfi flug- skeytavarna í Evrópuríkjum. Obering sagði á blaðamanna- fundi í Berlín í gær að kerf- ið verði eingöngu varnarkerfi, sem ætti einkum að geta komið í veg fyrir árásir frá Íran. Kerfið verði hins vegar ekki nægilega öflugt til að verjast árásum frá Rússlandi. Rússnesk stjórnvöld hafa harð- lega gagnrýnt þessi áform Banda- ríkjanna og segja þau ógna Rúss- landi. Rússar þurfa ekkert að óttast Fjórir ungir piltar eru ákærðir fyrir að hafa nauðgað stúlku í samkvæmi í heimahúsi í Reykjavík haustið 2005. Mál þeirra var tekið fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur í fyrradag. Piltarnir voru á aldrinum fimmt- án til sautján ára þegar meint brot áttu sér stað en stúlkan, sem er fædd árið 1991, var að- eins fjórtán ára. Hún hitti piltana í heimahúsi í Reykjavík og þekkti engan þeirra fyrir. Þar fór meint nauðgun fram og kærði stúlkan verknaðinn til lögreglu. Málið var sent til ríkissak- sóknara í nóvember á síðasta ári. Reiknað er með að málflutning- ur hefjist í maí. Sökum ungs ald- urs er ólíklegt að stúlkan þurfi að koma fyrir dóm. Ákærðir fyrir hópnauðgun Stjórnvöld í Suður-Afríku ætla að draga úr fjölda eyðnismita um 50 prósent á næstu fimm árum samkvæmt áætlun sem kynnt var í gær. Árið 2011 munu 80 prósent eyðnismitaðra fá viðeig- andi meðferð við sjúkdómnum. Í dag fá 250.000 lyfja- meðferð sem eru um 20 prósent eyðnismitaðra. Áætlunin þykir vera til marks um viðsnúning suður-afrískra stjórnvalda í eyðnimálum eftir að hafa árum saman sætt alþjóðlegri gagnrýni fyrir stefnu sína. Heilbrigðismálaráðherrann hefur sér- staklega verið gagnrýndur fyrir að draga í efa lækn- ismeðferðir og hvetja fólk til að berjast við sjúkdóm- inn með náttúrulegum ráðum á borð við neyslu á hvít- lauk og sítrónum. Í ítarlegri skýrslu sem stjórnvöld létu vinna kemur fram að eyðni veldur dauða margra fyrir aldur fram í Suður-Afríku. Jókst dánartíðni um 79 prósent á tíma- bilinu 1997 til 2004 og var aukningin meiri meðal kvenna. Talið er að árið 2005 hafi rúmlega fimm og hálf milljón íbúa Suður-Afríku verið eyðnismitaðar sem eru nítján prósent fullorðinna landsmanna. Fjöl- mennasti hópurinn var konur á aldrinum 25 til 29 ára þar sem hátt í 40 prósent voru eyðnismitaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.