Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 35
Bragðgóðar skúffukökur eins og
þessar, með alvöru súkkulaði og
óvæntum bitum af hnetum, engi-
fer og chili, eru „inni“ þessa dag-
ana. Þær eru jafngóðar með ís-
kaldri mjólk við eldhúsborðið og
með ilmandi glasi af góðu rauð-
víni þegar kvöldar og hitna tekur
í kolunum.
1. Bræðið súkkulaði og smjör
saman. Setjið sykur út í bráðina
og hrærið vel í.
2. Saxið sykraða engiferinn og
hneturnar nokkuð gróft. Fræ-
hreinsið chilialdinið og sker-
ið í litla bita. Þeytið eggin í skál
og hellið súkkulaðibráðinni út í
og blandið vel saman við eggin.
Setjið næst hveitið, hökkuðu
hneturnar, engiferið og chili-
bitana út í súkkulaðiblönduna.
Hrærið nokkrum sinnum (ekki
of oft) þar til blandan hefur
jafnast vel.
3. Setjið bökunarpappír í djúpt
ferkantað fat eða form (um
30x20cm) og hellið deiginu út
á. Bakið við 160 gráður í um
30 mínútur. Takið formið þá út
úr ofninum og kælið. Skerið
skúffukökuna í ferninga.
Er þetta ekki helgin til að
dekra við sig og sína?
Grensásvegi 48 Búðarkór 1 gallerikjot.isOpið virka daga frá kl 10 -19 Laugardaga frá kl 11 -17
Smjörsteik að hætti Gallerí Kjöts
Of mikið salt?
Coca-Cola Zero er nýr sykurlaus kóladrykkur
sem kominn er á markað.
„Coke Zero drykkurinn er niðurstaða tilrauna Coca-
Cola til að búa til drykk sem bragðast eins og venju-
legt kók en er án sykurs. Hann er með meira af-
gerandi kólabragði en aðrir sykurlausir kók-
drykkir á markaðnum,“ segir Árni Stefánsson,
forstjóri Vífilfells sem framleiðir hinn nýja
drykk hér á landi. Hann segir einnig æ fleiri
vera meðvitaða um að heppilegt sé að draga úr
sykurneyslu sinni og Coke Zero sé svar við því.
Einkum sé drykknum ætlað að höfða til karl-
manna því Coca-Cola light hafi náð mikilli hylli
kvenna. „Merki um þessa áherslu eru umbúð-
irnar sem eru biksvartar og auglýsingaher-
ferðin fyrir Coke Zero sem er talsvert beittari
og meira ögrandi en fólk á almennt að venjast
frá Coca-Cola,“ segir Árni.
Þess má geta að Laurie Mc Alister, for-
stjóri Coca-Cola í Skandinavíu, tekur þátt í
að kynna drykkinn hér á landi, ásamt stórum
hópi starfsmanna The Coca-Cola Company.
Nýr kóladrykkur