Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 42
BLS. 2 | sirkus | 16. MARS 2007 Heyrst hefur Saman á Galileó Skötuhjúin Halla Vilhjálmsdóttir og Kristján Ragnar Kristjánsson virðast hafa fundið ástina á nýjan leik eftir að hafa hætt saman fyrir skömmu. Það sást til turtildúfnanna á ítalska veitingastaðnum Galileó á föstudagskvöldið eftir X Faktor-þáttinn þar sem þau snæddu saman og létu vel hvort að öðru. Ekki er langt síðan Halla sást á öðrum veitingastað í borginni með ekki ófrægari manni en Jude Law en hún virðist hafa kastað sér í faðm athafnamannsins Kristjáns á nýjan leik. Fór í splitt í hléinu Og meira af Höllu Vilhjálms- dóttur því hún hefur verið gagnrýnd nokkuð fyrir frammistöðu sína sem kynnir í X Faktor-þáttunum. Hefur mörgum þótt hún vera fullstíf en slíkt var ekki uppi á teningnum síðastliðið föstudagskvöld. Þá lék hún á als oddi, sérstaklega í auglýsingahléunum og fór létt með að halda góðri stemningu meðal áhorfendanna í sal á meðan beðið var ásamt Eyþóri sviðsstjóra. Halla lét meðal annars undan stífri pressu áhorfenda og skellti sér í splitt í prinsessukjólnum sínum við mikinn fögnuð. Fjórir fara til London Þeir fjórir keppendur sem komast áfram í X-Faktor í kvöld, föstudagskvöld, munu halda til London og dvelja þar um helgina. Það er því til mikils að vinna fyrir keppendurna enda ætti slík ferð að verða eftirminnileg. Ekki skemmir heldur fyrir að Einar Bárðarson, einn þriggja dómara keppninnar, hefur verið með annan fótinn í London undanfarin misseri og þekkir borgina eins og handarbakið á sér. Hann væri því örugglega fyrirtaks leiðsögumaður fyrir hópinn. Með sitt eigið lag fyrir hringingu Sveinn Rúnar Sigurðsson, höfundur Eurovision-lagsins Ég les í lófa þínum sem verður framlag okkar Íslendinga þetta árið í Helsinki í maí, nýtir hvert tækifæri sem gefst til að kynna lagið. Boðið hefur verið upp á bút úr laginu sem hringitón fyrir farsíma og var Sveinn ekki lengi að hlaða bútnum niður þegar það bauðst. Lagið hljómar nú í hvert skipti sem sími Sveins Rúnars hringir og segir sagan að hann syngi með í hvert sinn. M illjarðamæringurinn Björgólfur Thor Björ-gólfsson, sem er ríkasti maður Íslands og númer 249 á lista bandaríska viðskipta- tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn heims, fagnar fertugsafmæli sínu næstkomandi mánudag, 19. mars. Miðað við umfang þeirra veislna sem auðkýfing- ar landsins hafa haldið undanfarna mánuði hefði mátt búast við því að Björgólfur Thor myndi leigja Egilshöllina og fá Rolling Stones eða U2 til að spila í afmælinu en slík verður ekki raunin. Heimildir Sirkuss herma að Björgólfur Thor sé nú farinn í langþráð frí með unnustu sinni Kristínu Ólafsdótt- ur og barni þeirra og muni eyða afmælisdeginum með þeim fjarri Íslandi. Hann ætli sér síðan að bjóða vinum og vandamönnum í fimm daga óvissuferð í lok mánaðarins. Þegar Sirkus hafði samband við Ásgeir Friðgeirs- son, talsmann Björgólfs Thors, sagðist hann ekki vita mikið um fyrirhugaðan afmælisfagnað. „Mér er nú líka haldið í óvissu enda er þetta óvissuferð,“ segir Ásgeir og hlær. Hann gat þó staðfest að Björgólfur Thor myndi bjóða í óvissuferð út í heim. Ásgeir gat hins vegar engan veginn sagt til um hversu margir væru boðnir í afmælisfagnaðinn. „Ég veit lítið en þetta hlýtur að skýrast eitthvað þegar nær dregur,“ segir Ásgeir. Heimildir Sirkuss herma að þota muni fljúga gestum Björgólfs Thors frá Reykjavíkurflugvelli fimmtudaginn 29. mars næstkomandi og er áætluð heimkoma mánudaginn 2. apríl. Allt ætlaði um koll að keyra í janúar þegar annar auðkýfingur, Ólafur Ólafsson, oftlega kenndur við Samskip, hélt upp á fimmtugsafmæli sitt. Ólafur gerði sér lítið fyrir og fékk sjálfan Elton John til að spila í afmælinu. Það uppátæki kostaði Ólaf um sjötíu milljónir og vakti töluverð viðbrögð í þjóðfélaginu. Ekki má heldur gleyma bankamanninum Ármanni Þorvaldssyni sem bauð vinum sínum upp á Duran Duran í nýársveislu sinni í London. oskar@frettabladid.is BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON VERÐUR FERTUGUR Á MÁNUDAG BÝÐUR VINUM OG VANDA- MÖNNUM Í FIMM DAGA ÓVISSUFERÐ MEÐ VINI OG VANDAMENN Í ÓVISSUFERÐ Milljarða- mæringurinn margfaldi Björgólfur Thor Björgólfsson býður vinum sínum og vandamönnum í óvissuferð í tilefni fertugsafmælis síns á mánudaginn næsta. EKKI PLÁSS Það er ólíklegt að Björgólfur Thor geti komið öllum gestunum fyrir í stórglæsilegri einkaflugvél sinni. ENGINN ELTON Ekki virðist líklegt að Björgólfur Thor feti í fótspor Ólafs Ólafssonar sem fékk sjálfan Elton John til að syngja fyrir sig í fimmtugsafmæli sínu í janúar. Fótspor bankamannsins Ármanns Þorvaldssonar í London verða heldur ekki fetuð en hann fékk Duran Duran til að spila í nýársveislu sinni. „Ég held með Jógvan,“ segir Bríet Sunna Valde- marsdóttir en hún og Ína Valgerður Pétursdóttir mættu saman í Vetrargarðinn í Smáralind síðasta föstudag til að horfa á X-faktor. Stelpurnar kynnt- ust í fyrra þegar þær tóku þátt í Idol-stjörnuleit og hafa verið vinkonur síðan. Bríet Sunna segir hinn færeyska Jógvan frábæran söngvara og alveg ægilega sætan. „Við vorum alveg slefandi yfir honum,“ segir hún hlæjandi og Ína tekur undir að Jógvan sé rosalega sætur. „Ég held samt ekki með neinum sérstökum nema þá helst Gís en Íris í Gís er vinkona mín. Kærastinn hennar er frá Húsa- vík og svo kynntumst við í Idolinu í fyrra en Íris komst í 35 manna hópinn.“ Stelpurnar eru sammála um að þótt X-faktor sé skemmtileg keppni hefðu þær ekki viljað skipta sinni reynslu í Idolinu út fyrir þátt- töku í X-faktor. „Þetta er allt öðruvísi þátt- ur,“ segir Bríet Sunna og Ína tekur undir. „Það er eiginlega ekki hægt að líkja þeim saman. Mér finnst þessi þátt- ur skemmtilegur en það er margt sem var sniðugra í Idolinu og svo öfugt.“ Aðspurð- ar hvern þær telji eiga eftir að standa uppi sem sigurveg- ara segja þær allt geta gerst. „Það er erfitt að keppa í söng og þetta er í rauninni bara vinsældakosning. Stundum eru úrslitin alveg út í hött alveg eins og í Idolinu. Þetta er svo lítið land og það er erfitt að segja hvernig þetta fer.“ indiana@frettabladid.is ÍNA HELDUR MEÐ GÍS Íris, sú dökkhærða í GÍS, er vinkona Ínu Valgerðar. SIRKUSMYND/SIGURJÓN RAGNAR VINKONUR Idolstjörnurnar Bríet Sunna og Ína Valgerður skelltu sér í Vetrargarðinn og fylgdust með X-faktor. SIRKUSMYND/SIGURJÓN RAGNAR „Við vorum slefandi yfir Jógvan“ LANGSÆTASTUR Ínu og Bríeti finnst hinn færeyski Jógvan langsætastur sem er kannski skiljanlegt þar sem hann er eini karlmaðurinn sem eftir er. SIRKUSMYND/SIGURJÓN RAGNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.