Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 110
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Ég er alveg æðislega tunglsjúk- ur maður, má ekki sjá fullt tungl, því þá verð ég hálfvit- laus.“ Matreiðslumaðurinn Siggi Hall er afar ósáttur við þá umræðu að veitingastaðir hér á landi hafi ekki lækkað verð sitt nóg eftir að virðisaukaskattur var lækkaður á dögunum. Hann telur jafnframt að sá verðsamanburður sem hafi verið gerður á veitingastöðum hérlend- is og erlendis sé engan veginn við hæfi, auk þess sem ekki sé hægt að setja alla matsölustaði hér undir sama hatt. „Veitingastað- ir hafa átt undir högga að sækja. Mikið af tekjum þeirra fer í ríkis- kassann og mér finnst ómaklega að þeim vegið af forráðamönnum þjóðarinnar,“ segir Siggi Hall. Meðal annars tekur hann fram að álagning á vín sé fram úr öllu hófi og miklu meiri en gengur og gerist erlendis. „Það er ekki held- ur hægt að taka skyndibitastaði og bera þá saman við veitinga- staði í þessum hærri enda. Það geta allir séð á verðinu hjá mér að það hefur lækkað því mér fannst mér bera skylda til þess. Það er mjög erfitt að standa í þessu. Öll þjónusta, dúkar, húsnæði, kerta- ljós og allt sem er vaskað, þrifið og eldað. Það eru nokkrir starfs- menn sem eyða klukkutímum í það og við þurfum að borga at- vinnufólki vel. Ég hef ferðast mikið erlendis og hef mikinn samanburð. Það er ekki hægt að taka samanburð á pitsustað og bera saman kvöldverð með spaghettíi og ódýru rauðvíni við dýrustu stað- ina heima,“ segir Siggi. „Birgjarn- ir hafa hækkað sig en þeir hafa ekki verið tekn- ir fyrir. Þetta er mikið óréttlæti og ég er orð- inn leiður á að standa í veitinga- rekstri í erfið- um kring- umstæð- um. Ekki erum við að græða milljónirn- ar þessir veitingamenn og sem betur fer fær maður stundum aukavinnu. Ástæðan fyrir því að ég er í þessu er að þetta er ástríða mín, ekki það að ég haldi að ég verði einhver milljónamæringur á þessu.“ Ómaklega vegið að veitingastöðum „Ég datt í hálkunni fyrir utan upp- tökuverið mitt í morgun [gær] og braut bein í vinstri upphand- legg,“ segir Vignir Snær Vigfús- son, gítarleikarinn góðkunni og tónlistarstjóri sjónvarpsþáttarins X-Factor. Vignir tók enga áhættu og hringdi á sjúkrabíl sem flutti hann á slysavarðstofuna þar sem gert var að brotinu. „Ég er líka bara með þennan sígilda sársauk- astuðul karla, er óttaleg kveif og þoli voðalega lítið,“ segir Vign- ir sem sat heima hjá sér, ber að ofan enda komst hann í enga flík sökum gifsins og á góðum verkja- lyfjum. „Ég er nú reyndar búinn að vera ónýtur í hendinni undan- farna fjóra mánuði og hef látið líta á hana öðru hvoru en læknarn- ir hafa ekkert fundið. Kannski er þetta bara lán í óláni því nú verð- ur kannski hægt að finna hvað er að,“ útskýrir Vignir. Þetta eru eðlilega mjög erfið meiðsl fyrir Vigni sem þarf að hafa hendurnar í góðu lagi starfs- ins vegna. Varla má gefa út geisla- disk hér á landi án þess að gítar- leikarinn komi þar að og hann við- urkennir að þetta setji vissulega strik í reikninginn. „Reyndar get ég ennþá tekið upp og framleitt tónlist en það verður ögn erfiðara og nánast útilokað að slá á streng- ina næstu mánuði,“ segir Vignir. Mesta áfallið er þó að geta ekki lengur spilað undir með hús- hljómsveitinni í X-Factor en Vign- ir telur sig hafa fundið góðan arf- taka í Gunnari Þór úr Sóldögg. „Hann er reyndar miklu betri gítarleikari heldur en ég,“ segir Vignir sem áfram mun þó aðstoða keppendurna í allri stúdíóvinnu. Brotinn Vignir Snær en ekki beygður „Ég vissi varla hvaðan á mig stóð veðrið,“ segir Kristinn Gísli Guð- mundsson. En á mánudagskvöld- inu fékk hann símhringingu frá góðum félögum sem vinsamlegast bentu honum á að horfa á mynd- bandið við framlag Íslendinga í Eurovision, Valentines Lost. Þar sést hárbróðir Kristins, Eiríkur Hauksson, rúnta um í Hvalfirðin- um ásamt hljómsveit í glæsibif- reið með bílnúmerið „Big Red“. Númer sem Kristinn er þekkt- ur fyrir að hafa haft á sínum bíl í nokkur ár og vakið verðskuldaða athygli fyrir. „Ég skilaði númerinu inn fyrir tveimur árum en á réttinn til árs- ins 2012,“ segir Kristinn. „Og þarna var þessu númeri mínu hreinlega rænt,“ bætir hann við og skellihlær, tekur þessum meinta þjófnaði augljóslega af mikilli létt- úð. „Samt finnst mér að þeir ættu nú bara að bjóða mér til Finnlands í staðinn,“ segir Kristinn í gríni. Reyndar hefur annar Íslendingur hefur borið þetta viðurnefni Big Read og hlotið mikla frægð fyrir en Kristinn segir að Steingrímur Hermannsson, fyrrum forsætis- ráðherra, hafi verið kallaður þessu nafni þegar hann glímdi í Bandaríkjunum á yngri árum. Gunnari Birni Guð- mundssyni, leikstjóra mynd- bandsins, brá heldur betur í brún þegar Frétta- blaðið hermdi þennan óheppi- lega stuld upp á hann. Honum þótti þetta miður, að hafa ekki kynnt sér þetta betur og enn verra fannst honum að hafa rænt númeri frá sveitunga sínum úr Hafnafirði. „Hefði ég bara vitað þetta,“ segir Gunnar. „Þá hefði ég aldrei gert þetta,“ útskýr- ir leikstjórinn. „Þetta eru augljóslega listræn mis- tök,“ bætir hann við. Gunn- ar segir að þeir hafi haft úr tuttugu númerum að velja og honum hafi strax fund- ist Big Red henta ákaflega vel enda hefur mikið verið gert úr hára- lit Eiríks. „Það verð- ur að viðurkennast að þetta var klaufa- legt af okkur, að kynna okkur ekki númerin betur,“ bætir Gunnar við. „Ég verð að reyna koma þeim tveim saman og láta Eirík afhenda honum þetta númer. Kannski bara þegar Ei- ríkur er búinn að vinna keppnina úti,“ segir Gunnar sem hefur tröllatrú á söngvar- anum í keppninni. „En Kristinn má vera stoltur. Núm- erið hans á eftir að birtast í myndbandi sem verður spilað útum alla Evrópu.“ FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.