Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 101
FEITASTA
GRÍNMYND
ÁRSINS
Frönsk- Kvikmyndahátíð 3.Mars Til 1. Apríl
300. kl. 6:30 - 9 - 11:30 B.i.16
BLOOD & CHOCOLATE kl. 8 B.i.12
LETTERS FROM IWO ... kl. 5:30 B.i.16
BLOOD DIAMOND kl. 10:15 B.i.16
TELL NO ONE kl 17:40
HORS DE PRIX kl
TRAVAUX kl.17:45
LA CÉRÉMONIE kl.20:00
LES AMANTS REGULIERS kl.22:15
BREAKING AND ENTERING
STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Í BANDARÍKJUNUM
/ KRINGLUNNI / KEFLAVÍK/ ÁLFABAKKA / AKUREYRI
DIGITALBREAKING AND ENTERING kl. 5:50 B.i.12
BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 4 - 6:10 Leyfð
VEFURINN HE... M/- Ísl tal kl. 3:40 Leyfð
FRÁIR FÆTUR M/- Ísl tal kl. 3:40 Leyfð
SKOLAÐ Í BURTU M/- Ísl tal kl. 3:40 Leyfð
300. kl. 5:30 - 8 - 10:10 -10:30 B.i.16
NORBIT kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 Leyfð
MUSIC & LYRICS kl. 5:50 - 8 Leyfð
BRIDGE TO TE... M/- Ísl tal kl. 3:30 Leyfð
VEFURINN HEN... M/- Ísl tal. kl. 3:40 Leyfð
DIGITAL
DIGITAL
300 kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16
MUSIC & LYRICS kl. 6 - 8 Leyfð
BLOOD & CHOCOLATE kl 10 B.i.12
300. kl.5:30-8-9:15-10:30 B.i.16
300. VIP kl. 5:30 - 8 - 10:30
BLOOD & CHOCOLATE kl. 8 - 10:30 B.i.12
MUSIC & LYRICS kl. 5:50 - 8 - 10:20 Leyfð
SMOKIN ACES kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i.16
UPPSELT
– TR
YGG
ÐU
ÞÉR
MI
ÐA
NÚN
A –
KVIKMYNDAUPPLIFUN ÁRSINS
300 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16
LAST KING OF S... kl. 10 B.i. 16
BRIDGE TO TERABITHIA kl. 6 Leyfð
NUMBER 23 kl. 8 B.i. 16
UPPSELT
VJV TOPP5.IS
hefur þú einhvern
tíman gert mjög
stór mistök?
Maurice og Ian eru leikarar sem
mega muna fífil sinn fegurri. Áður
fylktu áhorfendur liði í leikhúsið til
að berja þá augum en nú er liðið á
ævikvöldið og hlutverkin ekki upp
á marga fiska; Maurice fær stöku
sinnum að geispa golunni í kvik-
myndum en Ian hefur enn vott af
sjálfsvirðingu og tekur ekki í mál
að leika lík. Fyrir utan hvorn annan
eiga þeir félagsskap í fáum og lifa
nánast sem hjón, graðga í sig pillum
saman á morgnana, klippa tánegl-
urnar hvor á öðrum og lesa minn-
ingargreinar um fallna kollega.
Þegar ung frænka Ians flytur inn
á frænda sinn hugsar hann sér gott
til glóðarinnar og býst við að það
verði stjanað við sig til æviloka.
Frænkan reynist hins vegar for-
hertur vandræðaunglingur sem
hefur annað í huga en að hjúkra
gamalmennum. Kvennaflagarinn
Maurice býðst þá til að taka stúlk-
una upp á sína arma, lóðsa hana um
London og kúltívera en lætur þess
ógetið hvað hangir á spýtunni.
Rithöfundurinn Hanif Kureishi
á heiðurinn af handritinu sem er
býsna sterkt; myndin er allt í senn
bráðfyndin og harmræn. Samskipti
Ians og Maurice eru til dæmis
kostuleg en það er stutt í tregann
og sagan sveiflast listilega þarna á
milli. Það er mikið haust í sögunni
og hrörnun leikur stórt hlutverk,
stundum í kómísku ljósi, en heild-
armyndin sem dregin er upp af
hlutskipti eldri borgara er raunsæ-
islega ófögur. Hér er þó líka hlýja
því Venus er öðrum þræði þroska-
saga og minnir óneitanlega á aðra
slíka þótt ólíkar séu, það er Harold
og Maude eftir Hal Asby.
Ekkert hefur verið ýkt um
frammistöðu Peters O’Toole í aðal-
hlutverkinu, hann er hreint út sagt
frábær í hlutverki Maurice, manns
sem hefur lifað lífinu á eigin for-
sendum og látið aðra sitja á hak-
anum, jafnvel konu sína og börn.
Eftir því sem á líður verður honum
æ betur ljóst að tilraun hans til að
seilast eftir æskuþrótti Jessie er
andvana fædd og á grafarbakk-
anum stendur hann frammi fyrir
þeirri staðreynd að hann er einn og
yfirgefinn og hefur ekki hugmynd
um hver hann er.
Leslie Phillips gefur O’Toole
lítið eftir í hlutverki taugahrúg-
unnar Ians; Vanessa Redgrave er
traust að vanda og nýliðinn Jodie
Whittaker, sem leikur vandræða-
gemsann Jessie, lofar afar góðu.
Naflaskoðun á grafarbakka
Netfyrirtækið Wippit
býður nú dyggum að-
dáendum Bítlanna
að hlaða niður sjald-
séðum myndum af
hljómsveitinni og ein-
stökum hljóðupptök-
um með viðtölum við
hljómsveitarmeðlim-
ina fjóra. Þá verður
einnig hægt að hlaða
niður sjónvarpsfrétt-
um af Bítlaæðinu sem
greip heimsbyggðina
í kringum 1964, brúð-
kaupi Pauls og Lindu McCartney
og rúmlegu John Lennon og Yoko
Ono. Jafnframt fá netverjar að sjá
þegar fjórmenningarnir frá Liver-
pool mæta á hvers kyns verðlauna-
hátíðir, félagana á tökustað mynd-
arinnar Help! og fundum sínum
með hefðarfólki.
Enn sem komið
er verður þó ekki
hægt að hlaða niður
lögum Bítlanna þar
sem hljómsveit-
armeðlimirnir og
EMI Records þrá-
ast við að gefa
leyfi. Wippit birti
frétt þess efnis að
hægt yrði að kaupa
lög hljómsveitar-
innar en fulltrúar
útgáfufyrirtækis-
ins heimtuðu að sú frétt yrði tekin
út af síðu Wippit. Fastlega er þó
gert ráð fyrir að það verði hægt á
næstunni og má þá búast við því
að annað og ögn tæknivæddara
Bítlaæði gangi yfir hina netvæddu
heimsbyggð.
Bítlarnir á netinu
Grannt er fylgst með Britn-
ey Spears af gulu pressunni
í Bandaríkjunum. Nýjasta
nýtt úr meðferð söngkon-
unnar er að hún sé komin
með nýjan mann sér við
hlið.
Sá heitir Jason Filyaw og er gít-
arleikari rokkhljómsveitarinnar
Riva sem ekki hefur náð miklum
frama í tónlistarbransanum. Fily-
aw hefur stutt dyggilega við bakið
á Spears og greinir slúðurblaðið
National Enquirer frá því að þau
hafi hist á AA-fundi. Þá telur blað-
ið sig hafa heimildir fyrir því að
Spears dýrki og dái gítarleikarann
sem er átta árum eldri en hún og
hafi jafnvel í hyggju að flytjast inn
til hans þegar meðferðinni á Prom-
ises er lokið. Ef marka má frétt
blaðsins hefur Filyaw verið klett-
urinn í lífi Spears og haldið henni
við efnið.
Miklu máli skiptir fyrir Spears
að Filyaw er sjálfur alkóhólisti og
hefur því getað miðlað af visku
sinni til Spears og veit þar af leið-
andi líka í gegnum hvers slags hel-
víti Spears hefur þurft að ganga.
Enquirer heldur því fram að Spears
og Filyaw hringist á daglega og
hefur hann kallað poppprinsess-
una meðal annars Sugar, Kitten og
My Lady. Spears lætur hins vegar
viðurnefnin Mr. Secret, Underg-
round Guy og J-Sun nægja. Filyaw
vildi ekkert tjá sig um málið þegar
Enquirer innti hann eftir svörum.
Slúðurvefurinn tmz.com náði hins
vegar tali af rokkaranum og þar
lýsti Filyaw því yfir að hann elsk-
aði Britney af öllu hjarta og myndi
styðja hana heils hugar.
Bandarískir fjölmiðlar höfðu
spáð því að Spears myndi taka
saman við Kevin Federline á nýjan
leik en hann sást fara inn á með-
ferðarheimili hennar og hefur að
sögn heimildarmanna reynst eig-
inkonunninni fyrrverandi betri
en enginn. Frétt Enquirer bendir
hins vegar til þess að Spears ætli
sér að hefja nýtt líf með nýjum
manni þegar hún losnar af heimil-
inu. Jafnframt hafa borist fregnir
af skapofsavandamáli Britneys og
hún sögð þamba 24 kókdósir á dag.
„Hún getur brjálast af minnsta til-
efni og krefst þess að fá að ráða
þernu sér til aðstoðar enda nennir
hún ekki að þrífa eftir sig,“ sagði
starfsmaður meðferðarheimilisins
við götublaðið Star.
Hugh Grant
hefur aldrei
verið betri.
Gildir ekki í lúxus VIP og ekki á önnur tilboð
Gildir til og með 16. mars
sem fær þig til að grenja úr hlátri.
Rómantísk gamanmynd