Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 12
„Efnahagsmálin ganga
vel í Finnlandi og þá er stóra
málið hvernig nota skal afgang-
inn í ríkisfjármálunum. Á að
lækka skatta? Á að bæta samfé-
lagsþjónustuna? Allir vilja lækka
skatta og allir lofa meiri þjónustu
en spurningin er hvert hlutfallið
á að vera,“ segir Björn Månsson,
leiðarahöfundur Hufvudstads-
bladet í Finnlandi.
Jan Sundberg, prófessor í
stjórnmálafræði við Háskólann
í Helsinki, segir að það fyrir-
komulag að kjósendur merki við
stjórnmálamann og greiði þannig
flokknum atkvæði sitt geri það
að verkum að kosningaumræð-
an er á mjög einstaklingsbundn-
um nótum.
„Þetta er fyrst og fremst spurn-
ing um hvort eigi að lækka skatta
og þá hve mikið. Velferðarmál
hafa eitthvað verið til umræðu og
lífeyrismál en stóru málin eins og
umhverfismál og innganga í Nató
hafa ekkert verið á yfirborðinu
en ef eitthvað gerist í Rússlandi
þá kemur það örugglega til um-
ræðu. Það er helst talað um tolla
við landamærin en vöruflutn-
ingar fara mikið frá Rússlandi í
gegnum finnskar hafnir,“ segir
Jan.
Umræðan hefur fyrst og
fremst snúist um skattalækkanir
og þá hversu mikið eigi að lækka
virðisaukaskatt á mat. Tekju-
skatturinn lækkaði á kjörtímabil-
inu í Finnlandi og nú vilja flestir
flokkar lækka vaskinn, bara mis-
mikið.
Kosningabaráttan hefur verið
róleg og tíðindalítil enda segja
Jan og Björn engra stórra breyt-
inga að vænta.
„Þeir sem eru óákveðnir geta
haft afgerandi áhrif á það hverjir
sitja í ríkisstjórn og hver verður
forsætisráðherra,“ segir Björn
og telur líklegast að Miðflokk-
urinn, jafnaðarmenn og Sænski
þjóðarflokkurinn verði áfram við
völd. Ef jafnaðarmenn tapa stórt
þá sé líklegast að Miðflokkurinn,
Hægriflokkurinn og Sænski þjóð-
arflokkurinn myndi ríkisstjórn.
Nokkur hneykslismál hafa
komið upp í kosningabaráttunni.
Í fyrsta skipti hefur mátt sjá nei-
kvæðar sjónvarpsauglýsingar
sem hafa lagst illa í kjósendur.
Þá hefur ástalíf Matta Vanhan-
en forsætisráðherra, sem þykir
litlaus og leiðinlegur, verið milli
tannanna á fólki en fyrrverandi
vinkona hans hefur gefið út bók
um samband þeirra.
Eiginmaður dómsmálaráðherr-
ans hefur orðið uppvís að því að
hafa borgað svart fyrir ráðherr-
ann í síðustu kosningum. Talið er
þó að þessum stjórnmálamönn-
um hafi tekist að snúa umfjöllun-
inni sér í hag.
Finnar vilja
lækka skatta
Finnar ganga til þingkosninga á sunnudaginn.
Kosningabaráttan snýst einkum um skattalækkanir
því almenningur vill nota tekjurnar í neyslu. Nokk-
ur hneykslismál hafa komið upp.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
Lokaðir klúbbar sem líkja má við vændishús
eru starfræktir á Íslandi. Þar bjóða íslenskar
og erlendar konur kynlíf gegn greiðslu.
MENNING / PÓLITÍK / VIÐSKIPTI / FÓLK
15.02 0́7
KRONIKAN.IS
NÆSTA
RÍKISSTJÓRN
MYNDUÐ
VÍNKJALLARINN
BARNASTÓLAR
15.03.07
590 kr.-
9 771670 721403
MADONNA
HANNES SMÁRASON NÝTUR
EKKI TRAUSTS STJÓRNAR GLITNIS
Lokaðir klúbbar
sem líkja má við
vændishús eru
starfræktir á Íslandi.
Þar bjóða íslenskar
og erlendar konur
kynlíf gegn greiðslu.
Valdabrölt Hannesar hefur skapað óróleika
milli tveggja stærstu hluthafa bankans.
MENNING / PÓLITÍK / VIÐSKIPTI / FÓLK
Valdabrölt Hannesar
Smárasonar í
Glitni hefur valdið
togstreitu milli
tveggja stærstu
eigendahópanna.
Hver verður næsti
forsætisráðherra
landsins og hverja
mun hann velja í
ráðuneyti sín?
Fatalínan M, sem
Madonna hannaði í
samvinnu við H&M.
ÁSKRIFTARTILBOÐFrítt út mars!
kronikan.is Áskriftarsími er 414 9400 kronikan.is Áskriftarsími er 414 9400 kronikan.is