Fréttablaðið - 16.03.2007, Side 12

Fréttablaðið - 16.03.2007, Side 12
„Efnahagsmálin ganga vel í Finnlandi og þá er stóra málið hvernig nota skal afgang- inn í ríkisfjármálunum. Á að lækka skatta? Á að bæta samfé- lagsþjónustuna? Allir vilja lækka skatta og allir lofa meiri þjónustu en spurningin er hvert hlutfallið á að vera,“ segir Björn Månsson, leiðarahöfundur Hufvudstads- bladet í Finnlandi. Jan Sundberg, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Helsinki, segir að það fyrir- komulag að kjósendur merki við stjórnmálamann og greiði þannig flokknum atkvæði sitt geri það að verkum að kosningaumræð- an er á mjög einstaklingsbundn- um nótum. „Þetta er fyrst og fremst spurn- ing um hvort eigi að lækka skatta og þá hve mikið. Velferðarmál hafa eitthvað verið til umræðu og lífeyrismál en stóru málin eins og umhverfismál og innganga í Nató hafa ekkert verið á yfirborðinu en ef eitthvað gerist í Rússlandi þá kemur það örugglega til um- ræðu. Það er helst talað um tolla við landamærin en vöruflutn- ingar fara mikið frá Rússlandi í gegnum finnskar hafnir,“ segir Jan. Umræðan hefur fyrst og fremst snúist um skattalækkanir og þá hversu mikið eigi að lækka virðisaukaskatt á mat. Tekju- skatturinn lækkaði á kjörtímabil- inu í Finnlandi og nú vilja flestir flokkar lækka vaskinn, bara mis- mikið. Kosningabaráttan hefur verið róleg og tíðindalítil enda segja Jan og Björn engra stórra breyt- inga að vænta. „Þeir sem eru óákveðnir geta haft afgerandi áhrif á það hverjir sitja í ríkisstjórn og hver verður forsætisráðherra,“ segir Björn og telur líklegast að Miðflokk- urinn, jafnaðarmenn og Sænski þjóðarflokkurinn verði áfram við völd. Ef jafnaðarmenn tapa stórt þá sé líklegast að Miðflokkurinn, Hægriflokkurinn og Sænski þjóð- arflokkurinn myndi ríkisstjórn. Nokkur hneykslismál hafa komið upp í kosningabaráttunni. Í fyrsta skipti hefur mátt sjá nei- kvæðar sjónvarpsauglýsingar sem hafa lagst illa í kjósendur. Þá hefur ástalíf Matta Vanhan- en forsætisráðherra, sem þykir litlaus og leiðinlegur, verið milli tannanna á fólki en fyrrverandi vinkona hans hefur gefið út bók um samband þeirra. Eiginmaður dómsmálaráðherr- ans hefur orðið uppvís að því að hafa borgað svart fyrir ráðherr- ann í síðustu kosningum. Talið er þó að þessum stjórnmálamönn- um hafi tekist að snúa umfjöllun- inni sér í hag. Finnar vilja lækka skatta Finnar ganga til þingkosninga á sunnudaginn. Kosningabaráttan snýst einkum um skattalækkanir því almenningur vill nota tekjurnar í neyslu. Nokk- ur hneykslismál hafa komið upp. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Lokaðir klúbbar sem líkja má við vændishús eru starfræktir á Íslandi. Þar bjóða íslenskar og erlendar konur kynlíf gegn greiðslu. MENNING / PÓLITÍK / VIÐSKIPTI / FÓLK 15.02 0́7 KRONIKAN.IS NÆSTA RÍKISSTJÓRN MYNDUÐ VÍNKJALLARINN BARNASTÓLAR 15.03.07 590 kr.- 9 771670 721403 MADONNA HANNES SMÁRASON NÝTUR EKKI TRAUSTS STJÓRNAR GLITNIS Lokaðir klúbbar sem líkja má við vændishús eru starfræktir á Íslandi. Þar bjóða íslenskar og erlendar konur kynlíf gegn greiðslu. Valdabrölt Hannesar hefur skapað óróleika milli tveggja stærstu hluthafa bankans. MENNING / PÓLITÍK / VIÐSKIPTI / FÓLK Valdabrölt Hannesar Smárasonar í Glitni hefur valdið togstreitu milli tveggja stærstu eigendahópanna. Hver verður næsti forsætisráðherra landsins og hverja mun hann velja í ráðuneyti sín? Fatalínan M, sem Madonna hannaði í samvinnu við H&M. ÁSKRIFTARTILBOÐFrítt út mars! kronikan.is Áskriftarsími er 414 9400 kronikan.is Áskriftarsími er 414 9400 kronikan.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.