Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 24
fréttir og fróðleikur Nauðsynlegur dagur Hugmyndir um endurskipu- lagningu Stjórnarráðsins hafa komið fram frá for- ystumönnum allra stjórn- málaflokka að undanförnu. Viðurkennt er að ráðuneyta- skipanin sem lögbundin er í stjórnarráðslögunum er löngu úrelt og endurspegl- ar í engu samfélag líðandi stundar. Hugmyndir um endurskoðun eru nálægt því að vera jafngamlar lögun- um en hafa litlu skilað. Setning stjórnarráðslaganna árið 1969 markaði upphaf nýrra stjórn- arhátta á Íslandi að ýmsu leyti. Með nýjum lögum var löggjafinn að bregðast við skipulagsleysi sem hafði einkennt Stjórnarráðið meðal annars í skjóli stjórnarskrárbund- inna valdheimilda ríkisstjórna til að skipta sjálfar með sér verkum. Fjölgun ráðuneyta á fimmta og sjötta áratug 20. aldar virðist þó hafa verið meginástæða þess að talið var nauðsynlegt að setja skýr- ari reglur um skipulag Stjórn- arráðsins. Síðan lögin voru sett hafa hugmyndir um fækkun ráðu- neyta verið ræddar í þaula en á þeim tíma er viðamesta breyting- in stofnun umhverfisráðuneytisins árið 1990. Það dylst engum að núverandi skipan Stjórnarráðsins endur- speglar ekki samfélagsaðstæð- ur á neinn hátt. Við setningu lag- anna 1969 var lögð á það áhersla að nægilega mörg ráðuneyti væru til skiptanna við stjórnarmyndan- ir svo að auðveldara væri að finna ákjósanlegt jafnvægi milli vænt- anlegra stjórnarflokka. Minni áhersla var lögð á að hafa fagleg- an grundvöll að leiðarljósi. Einnig var það yfirlýst markmið laganna að hver höfuðatvinnuvega þjóðar- innar, frumframleiðslugreinarn- ar sjávarútvegur, landbúnaður, og iðnaður, hefði sérstakt ráðuneyti og er ein skýrasta birtingarmynd þess hversu mikið dám lögin draga að áherslum fyrri tíðar. Gömlu atvinnuvegirnir skipta sífellt minna máli en mikilvægi þeirra var gífurlegt áður fyrr. Ráðuneytin voru eftirsótt enda lögð áhersla að dreifa þeim á milli stjórnarflokka við stjórnarmynd- anir. Oft er landbúnaðarráðuneyt- ið tekið sem dæmi um afkáralega skiptingu ráðuneyta á milli ein- stakra málaflokka. Landbúnaður leggur til um 1,5 prósent lands- framleiðslunnar en hefur sérráðu- neyti, net stofnana og háskóla. Á sama tíma gefur hátækniiðnað- ur um fjögur prósent landsfram- leiðslunnar og ferðaþjónusta pró- senti betur án þess að sérstaklega sé tekið á málefnum atvinnugrein- anna. Forystumenn allra stjórnmála- flokka eru sammála um að endur- skoða beri lög um Stjórnarráð Ís- lands. Samfylkingin hefur í tví- gang lagt fram frumvarp á Alþingi og nýafstaðið flokksþing fram- sóknarmanna samþykkti afdrátt- arlausa ályktun um fækkun ráðu- neyta. Stjórnarráðsnefnd Framsókn- arflokksins lagði einnig fram til- lögu að drögum að nýju frumvarpi til laga um Stjórnarráðið. Hug- myndir flokkanna gera ráð fyrir fækkun ráðuneyta úr fjórtán í tíu eða níu og hugmyndir um stofnun eins atvinnuvegaráðuneytis. Sjálf- stæðisflokkurinn samþykkti einn- ig ályktun um sameiningu ráðu- neyta á flokksþingi sínu 2005 svo dæmi sé tekið. Vinstri hreyfingin - grænt framboð hefur kynnt hug- myndir sínar á Alþingi til dæmis með tillögu um ráðuneyti lífeyris, almannatrygginga og vinnumark- aðsmála í mars 2005. Frjálslyndi flokkurinn vill einnig endurskoð- un og leggur áherslu á eitt at- vinnuvegaráðuneyti og að trygg- ingamál og heilbrigðismál verði hugsanlega aðskilin. Allir flokkar eru sammála um að auka verði áherslu á umhverf- ismál og mennta- og menningar- mál. Snertifletirnir eru því fjöl- margir og ekkert eftir annað en að byggja á þverpólitískri sátt flokk- anna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði í við- tali við Fréttablaðið nýlega að helst sé tækifæri til að endurskoða lögin um Stjórnarráðið og verkaskipt- ingu ráðuneyta í kringum kosning- ar eða strax að loknum kosning- um. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, vill að breytingar verði gerðar á sum- arþingi eftir kosningar og Stein- grímur J. Sigfússon, formað- ur vinstri grænna telur að mögu- legt sé að mynda stjórn utan um breytt skipulag strax eða manna gömlu ráðuneytin á meðan end- urskipulagningin fer fram. Álykt- un flokksþings Framsóknar geng- ur út á að flokkurinn taki ekki þátt í að mynda ríkisstjórn með fleiri ráðuneytum en tíu. En staðan hefur verið þessi síðan lögin voru sett og hugmynd- irnar sem nú eru ræddar hafa verið settar á oddinn hjá nokkrum ríkisstjórnum og fjölda nefnda og vinnuhópa frá árinu 1983, og jafn- vel fyrr ef grannt er skoðað. Málið er því fjarri því að vera einfalt. Þegar pólitískur vilji var til þess að hreyfa við þeirri lögfestu skipan sem komið var á árið 1970 reynd- ist það erfiðara verkefni en svo að þær ríkisstjórnir sem að þeim til- raunum stóðu gætu leitt þær hug- myndir til lykta. Í upphafi tíunda áratugarins fjaraði undan áhuga á endurskoðun, kannski vegna mis- heppnaðra tilrauna árin á undan. Þar endurspeglast kannski best áhrif laganna sjálfra því ráðu- neytaskipanin er þar fyrirfram ákveðin og erfitt að hreyfa við því við myndun stjórnar að loknum kosningum. Allir flokkar eru þó sammála um að þessar breytingar séu tíma- bærar og nauðsynlegar og því erf- itt að sjá fyrir sér að stjórnmála- menn samtímans gangi ekki í það verk að nútímavæða stjórnkerfið í samhengi við breytingar samfé- lagsins. Nútímavæðing stjórnkerfisins Verðbólga komin í 1.700 prósent Höfðabakka 3 • Borgartúni 29 • Glerárgötu 34 Páskaföndur Fæst einnig í Skólavörubúðinni að Smiðjuvegi 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.