Tíminn - 26.08.1979, Qupperneq 13
Sunnudagur 26. ágúst 1979.
13
Þaö kostar aðeins um
200þús. aölœra að
fljúga
— á meðan
vcium r 1U5M1110 u«i
bílpróf-
ið er
komið í
120
þúsund
krónur
Texti: Eiríkur
Myndir: Tryggvi
Flugmenn og flugmál á islandi hafa verið mikið í sviðsljósinu á undanförnum
mánuðum og kemur þar margt til. Alvarleg átök hafa átt sér stað innan Flugleiða
h.f. á milli flugmanna félagsins/ sem eins og kunnugt er tilheyra tveim stéttarfé-
lögurrt/ og eins hefur rekstrarstaða Flugleiða sjaldan eða aldrei verið eins erfið og
nú. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Flugleiðir hafa sagt upp aragrúa af
starfsfólki og atvinnumöguleikar fiugmanna á islandi f dag verða að teljast harla
litlir. Stöðugt bætast þó við nýir f lugmenn, en að öllu óbreyttu eru litlar líkur á því
að f lugið verði annað en tómstundagaman hjá þeim. — En hvað kostar að læra að
fljúga? Hér áður fyrr fóru miklar sögur af því hve flugnám væri óheyrilega dýrt
og var það mál manna að það væri aðeins á færi ríkisbubba eða mjög vel stæðra
manna að fara út í slíkt nám, sem flugnámið er. En skyldi þetta hafa breytst? Til
þess að fá úr því skorið snerum við okkur til Flugtaks h.f., sem rekur flugskóla í
Reykjavík, og ræddum þar við örn Baldursson. Við öfluðum okkur einnig uppfýs-
inga um það hvað kostaði að taka bílpróf i dag — og satt best að segja komu niður-
stöður þessarar athugunar okkur mjög á óvart.
Sólóprófið kostar
200 þúsund krónur
Flugtak h.f., sem er til húsa i
gamla flugturninum á Reykja-
vikurflugvelli, hefur starfaö i
fjögur ár, en auk þess sem fyrir-
tækið rekur flugskóla, Ieigir þaö
út flugvélar og stendur fyrir út-
sýnisflugi.
Samkvæmt upplýsingum Arnar
Baldurssonar hjá Flugtaki h.f.
kostar nú hver flugtimi 14.200
krónur, ef keyptir eru 10 eða fleiri
flugtimar saman. Sagöi örn aö til
þess aö standast hiö svo kallaöa
sólópróf sem flugmaöur, þyrfti
viökomandi nemandi aö taka
a.m.k. 15 flugtima, en sjálft próf-
ið væri fólgiö i 2-3 flugtökum og
lendingum. Nemandinn þyrfti
einnig aö kunna skil á undirstöðu-
atriöum i flugreglum og hafa
næga þekkingu á eiginleikum
þeirrar flugvélar sem flogiö væri
hverju sinni. Ef nemandinn upp-
fyllti þessi skilyrði og stæöist ná-
kvæma læknisskoðun hjá trúnað-
arlækni Flugmálastjórnarinnar,
þá yrði hann þar með handhafi
skirteinis flugnema, en það veitir
viðkomandi rétt til þess að fljúga
einn I samráöi við og undir eftir-
liti flugkennara. Samkvæmt
þessu kostar sólóprófiö rúmar 200
þúsund krónur, sem trúlega er
töluvert miklu lægri upphæð, en
menn heföu Imyndaö sér að
óreyndu.
Einkaflugmaður
fyrir milljón
En sólóprófiö er bara einn á-
fangi i flugnáminu og fáir láta sér
nægja aö hafa þaö eitt og stefna
þvi I flestum tilfellum ótrauöir á
A-prófiö, eða einkaflugmanns-
prófiö svokallaöa, en handhafi
skirteinis einkaflugmanns þarf aö
hafa lokið a.m.k. 60 flugtimum,
sem skiptast i æfingarflug, land-
flug og undirstöðuatriöi i blind-
flugi.
Auk þessa þarf nemandinn að
sækja 10 vikna bóklegt kvöldnám-
skeið hjá Flugmálastjórn, en á
þvi eru kennd eftirtalin 5 fög:
Flugreglur, flugvélarfræði, flug-
eðlisfræði, veöurfræði og sigl-
ingafræöi. Að loknu námskeiöinu
veröur nemandinn aö þreyta próf
hjá Fiugmálastjórn, en til þess aö
standast þaö þarf hann að fá
a.m.k. 70% i meðaleinkunn. Hið
eiginlega flugpróf er siöan fólgið i
ákveðnum flugþrautum. Reikna
má með þvi að 60 flugtimar kosti
852 þúsund krónur, en ýmis annar
kostnaður bætist þó við, þannig að
þaö lætur nærri að einkaflug-
mannsprófið kosti um 950 þúsund
krónur.
1 smá fjölriti sem Flugtak h.f.
gaf út fyrir skömmu segir m.a.
um möguleika einkaflugmanns:
„Einkaflugmönnum eru allir
vegir færir. Þeir geta flogiö með
sig og sina hvert sem hugurinn
girnist, svo fremi aö öllum lögum
og reglum sé fylgt. Viö einkaflug-
réttindin má siöan prjóna nætur-
og blindflugsréttindum sé áhugi
og aðstæður fyrir hendi. Einka-
flugmaður má ekki stunda flug I
atvinnuskyni”.
Bilprófið kostar
um 120 þúsund
krónur
I samtali okkar viö örn
Baldursson hjá Flugtaki kom
fram aö ekki er óalgengt að menn
taki sig saman og kaupi litlar
flugvélar, 4-6 manna, i félagi, en
verðið á slikum flugvélum mun
nú vera á bilinu 6-8 milljónir
króna. Það væri þvi ekki fráleitt
að ætla að fyrir 2-2.5 milljónir
króna væri hægt aö fá bæöi einka-
flugmannspróf og eignast hlut i
flugvél.
Eins og fram kom hér að fram-
an, leituðum viö einnig upplýs-
inga um það hvað kostar að taka
bilpróf i dag. Samkvæmt upplýs-
ingum Þórðar Arnasonar hjá
ökukennarafélagi Islands kostar
hver ökutimi i dag 5940 krónur —
er semsagt 8260 krónum ódýrari
en flugtiminn. Að sögn Þóröar er
ekki óalgengt að teknir séu 17
ökutimar, en verðið á þeim mun
þá vera rúmar 100 þúsund krón-
ur. Ekki er þá allt talið þvi að
ökuskólinn kostar 12 þúsund
krónur og skirteinis- og prófgjald
er 7300, þannig að allt i allt kostar
það um 120 þúsund krónur að taka
bflpróf i dag og er þá miöað viö að
nemandinn sé 17 ára. Sagði Þórö-
ur að það væri ekki óalgengt að
einum ökutima væri bætt við fyrir
hvert ár sem væri fram yfir 17 ár,
en það væri að sjálfsögðu öku-
kennaranum i sjálfsvald sett
hvaö hann ætlaöi nemendunum
marga ökutima.
-ESE
Lagt upp I æfingarflue