Tíminn - 26.08.1979, Side 27
Sunnudagur 26. ágúst 1979.
27
! Sovésk kvikmyndagerð !
I 60 ára I
Um þessar mundir minnist MIR/ Menningartengsl Islands og Ráöstjórnarríkj-
anna, aðóOár eru liðin frá upphafi sovéskrar kvikmyndagerðar. Haldiö verður upp
á afmæliö með tvennum hætti. Dagana 25.— 27. ágúst veröa sýndar þrjár kvik -
myndir í MIR-salnum við Laugaveg, en síðar er fyrirhugað að sýna 5 myndir til
viðbótar i kvikmyndahúsi í Reykjavik.
Ohætt er aö fullyrba aö hlutur
sovéskrar kvikmyndageröar er
mjög fyrir borð borinn i
islenskum kvikmyndahúsum
miöað viö efni og aðstæður.
Sovéskar kvikmyndavikur hafa
verið haldnar af og til i Reykja-
vik, en þvi miður þefur ekki
verið nægilega vel' staðið að
kynningu á þvi sem þar hefur
verið boðið upp á. Afleiðingin
hefur orðið sú að kvikmyndaá-
hugamenn hafa misst af mörg-
um lostætum bitanum.
Upphaf
rússneskrar
kvikmynda
gerðar
Þótt nú sé minnst 60 ára af-
mælis sovéskrar kvikmýnda-
gerðar var byrjað að filma þó
nokkru fyrr i riki Rússakeisara
Stenka Razin sem gerð var árið
1908 af Alexander Drankov, er
talin fyrsta rússneska kvik-
myndin af fullri lengd. Myndin
hláut mjög góðar viðtökur og
stuðlaði að frekari landvinning-
um Rússa á þessu nýja lista-
sviði. Meðal athyglisverðra
kvikmynda sem gerðar voru
fyrir byltingu má nefna sauöt
ivans grimma, Liðnir tfmar i
Kashira, Pétur mikli, Evgeni
Onegin og Vörn Sebastopol,
báðar gerðar af Alexander
Khanzhonkov og tvær myndir
leikstýrðar af Drankov Glæpur
ogrefsing og 1812.
Ahrif októberbyltingarinnar
uröu þau að flest allir kvik-
myndageröarmenn flúðu land.
Bolsjevikarnir létu það ekki á
sig fá ef dæma má orð Lenins
sem lýsti þvi yfir, „að kvik-
myndin væri mikilvægasta list-
greinin fyrir okkur”.
Þann 9. nóvember 1917 var
sett á laggirnar sérstök kvik-
myndanefnd sem heyrði undir
menntamálaráðuneytið og
starfaöi undir formennsku
Krupskaya, en hún var kona
Lenins. Arin næstu á eftir voru
umbrotatimar. Fram kom ný
kynslóð kvikmyndagerðar-
manna sem áttu eftir að leggja
grunninn aö sovéskri kvik-
myndalist. Af þessum braut-
ryðjendum má fræga telja Pud-
ovkin, Dovzkenko, Vertov, Ei-
senstein, Trauberg og Koz-
intsev. A afmælishátðið MIR
verða sýndar kvikmyndir eftir
þrjá siðast nefndu.
Eisenstein
Að öllum öðrum ólöstuðum er
Sergei Eisenstein einn allra
mesti listamaður kvikmynd-
anna. Hann var fæddur i Riga
árið 1898. Foreldrar hans voru
miðstéttar Gyðingar. Eftir
verkfræðinám i Petrograd gekk
hann 'i Rauða herinn. Aö her*,
þjónustu lokinni gerðist hann'
leikmyndateiknari og leikstjóri
við Alþýðuleikhúsið og Frjálsa
leikhúsið i Moskvu. Fyrsta
kvikmyndin sem Eisenstein
gerði var Verkfall (1924), en
hún fjallar um dráp lögreglu-
þjóna á verkfallsmönnum. Ariö
eftir kom fyrir augu manna
frægasta mynd hans Beitiskipið
Potemkin um uppreisn'sjóliða
gegn yfirboðurum sinum vegna
þess að þeim var ætlað maðkaö
fæði. 1 Potemkin fylgir Eisen-
stein út i ystu æsar kenningum
sinum um mikilvægi mynd-
skiptingar (montage) i kvik-
myndagerð og þýðingu
klippinga. Beitiskipið var gerð i
<Jr kvikmyndinni Æska Maxims
anda byltingarinnar og á sinum
tima talin hafa mikið pólitiskt
áróðursgildi fyrir nýju valdhaf-
ana I Kreml.
Atriði úr fyrstu kvikmynd Eisensteins Verkfail (1924).
Kozintsév
og Trauberg
Allar kvikmyndirnar sem
verða sýndar i MlR-salnum eru
gerðar af þeim félögum Grigori
Kozintsév (1905 — 1973) og
Leonid Trauberg (1902). Sam-
vinna þeirra hófst árið 1921 með
stofnun kvikmyndafélags. Þri-
leikurinn Æska Maxims (1935),
Maxim snýr aftur (1937) og
Viborgarhverfið (1939) er
talinn hápunktur samvinnu
Aðrar kvikmyndir sem sýndar verða á næstunni í tilef ni 60 ára af mælis
sovéskrar kvikmyndagerðar:
SEIGLA (1976) eftir Larissu Shepitko
VERKFALL (1925) eftir Sergei Eisenstein
HÉR RIKIR KYRRÐ I DÖGUN (1972) eftir Stanislav Rostotskí
SPARTAKUS (1975)
HAMLET (1964) eftir Grigori Kozintév.
(sýningartími og staður óákveðinn)
Sýningartími kvikmyndanna sem sýndareru í MIR-salnum við Laugaveg:
Laugardaginn 25. ágúst kl. 15: ÆSKA MAXIMS
Sunnudaginn 26. ágúst kl. 16: MAXIM SNÝR AFTUR
Mánudaginn 27. ágúst kl. 20.30: VIBORGARHVERFIÐ
(aðgangur er ókeypis)J
þeirrá og um leið sigildur i
sovéskri kvikmyndasögu. Það
er án efa mikill fengur fyrir
islenska kvikmyndaáhugamenn
að fá tækifæri til að sjá þessar
myndir sem fjalla um ungan,
dálitið ábyrgðarlausan verka-
mann sem verður byltingar-
sinni.
Hvar eru ngju
kvikmgndirnar?
Þvi er ekki að leyna að bað
veldur nokkrum vonbrigðum aö w
ekki skuli fleiri nýjar kvik- I
myndir sýndar á afmæiishátið- I
inni. Sjálfsagt er aö nota sllkt I
tækifæri til að kynna það nýj-
asta sem er að gerast i sovésk- I
um kvikmyndaheimi. Yngsta '
myndin, Seigla, er þriggja ára. #
Hún er gerð af úkrainskri konu, ■
Larissu Shepitko. Larissa er ein I
af fáum konum sem vakið hefur I
verulega athygli á kvikmynda- I
sviðinu i Sovétrikjunum. Seigla
er fjórða kvikmyndin sem hún I
gerir á 15 árum. Hún gerist i £
seinni heimsstyrjöldinni um ■
vetur og er um baráttu sovéskra
hermanna við að halda lifi. Einn
kemst þannig að orði: „Að I
deyja er auðveldasti hlutur i
heimi, en við verðum að lifa I
þrengingarnar af.” ^
Tvær aðrar kvikmyndir verða .
sýndar i tilefni afmælisins, en
þvi miður hefur undirrituðum
ekki tekist að afia nánari upp- I
lýsinga um þær. Þessar myndir I
eru: Ballettmyndin Spartakus I
(1975) og Hér rikir kyrrð I dög- _
un (1972) leikstjóri Stanislav “
Rostotski. gk I
Valentma Chendrikova og Grigori Kozintsev. Myndin er tekin árið
1970 þegar Jivikmyndun LÉS KONUNGS stóð yfir.
Fulltrúi ungu kynslóðar sovéskra kvikmvndagerðarmanna sem á
mynd á afmælishátið MIR er Larissa Shepitko. Myndin er tekin
þegar hún var að vinna að gerð kvikmyndarinnar ÞC' OG ÉG.
Hamiet (1964) i kvikmynda-
gerð Kozintsévs veröur sýnd
slðar i haust, en ýmsir telja þá
útgáfu bestu kvikmyndina sem
gerö hefur verið eftir verkum
Shakespeare.
Kvikmyndahornið