Fréttablaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 34
Álandsþingi sveitarfélaga á dögunum var kynnt viljayfir-
lýsing um tímabundna hækkun á
framlagi ríkisins í Jöfnunarsjóð
sveitarfélaga, m.a. vegna grunn-
skólans. Þingið samþykkti einnig
að sem fyrst yrði hafinn undirbún-
ingur að heildstæðum flutningi
ýmissa verkefna til sveitarfé-
laga. Var rekstur framhaldsskóla
og heilsugæslu sérstaklega nefnd-
ur og fleira. Halldór Halldórs-
son bæjarstjóri á Ísafirði og for-
maður sambandsins sagði þetta
mikilvægt skref og margir fleiri
hafa tekið í sama streng. Allt lykt-
ar þetta óneitanlega af pólitískum
yfirboðum í aðdraganda kosninga.
Fræðslumál eru stærsti ein-
staki málaflokkur sveitarfélaga
og kostnaðurinn við þau um það
bil helmingur af útgjöldum þeirra.
Sérfræðingar telja að stærð
sveitarfélaga verði að taka mið af
þessu. Grunnskóli með 200 nem-
endur í 1.–10. bekk og eina bekkjar-
deild í árgangi krefjist að lágmarki
1.000 manna þjónustusvæðis.
Grunnskóli með 400-500 nemend-
ur í 1.–10. bekk og tvær bekkjar-
deildir í árgangi krefjist að lág-
marki 2000 manna þjónustusvæð-
is. Um helmingur sveitarfélaga
hefur færri en 500 íbúa og um 70%
þeirra hafa færri en 1.000 íbúa.
Ef sveitarfélögin vilja taka að sér
fleiri verkefni þarf augljóslega
fyrst að sameina mörg þeirra og
tryggja tekjustofna. Varla ætla þau
að gera sömu mistökin og þegar
þau tóku við rekstri grunnskólans
og allt of litlir fjármunir fylgdu
með? Framhaldsskólarnir eru ekki
einsleitt skólastig heldur hafa þeir
og eiga að hafa mismunandi áhersl-
ur í starfi sínu, að því ógleymdu að
námsbrautir eru misdýrar. Verk-
efnið er því verulega flókið, bæði
fjárhagslega og faglega. Sveitar-
félögin hafa þegar beina aðkomu
að skólanefndum framhaldsskól-
anna með fulltrúum sínum og ef í
þeirra ranni er
að finna frjóar
hugmyndir um
starf skólanna
er þeim í lófa
lagið að koma
þeim á fram-
færi.
Í ályktun
landsþings-
ins er flutn-
ingur fram-
haldsskóla frá
ríki til sveit-
arfélaga sagður auka sveigjanleg
skil skólastiga. Skólaþróun verður
þó að sjálfsögðu að styrkja stöðu
allra nemenda en ekki bara hinna
bráðgeru. Í því sambandi hefur
verið rætt um brýna nauðsyn þess
að auka námsval á unglingstigi,
mismunandi inntak og viðfangs-
efni í námi og að auka hlut verk-
og listgreina í almennu námi. Til-
tekinn hópur nær ekki að njóta sín
við núverandi starfshætti. Upp-
lýsingar Námsmatsstofnunar um
árangur 10. bekkjar á samræmdu
prófi í stærðfræði vorið 2006 sýna
að tæplega 34% árgangsins stóð-
ust ekki þau inntökuskilyrði sem
framhaldsskólinn setur á aðrar
námsbrautir en almenna braut.
Samrýmist þetta hugmyndum um
einstaklingsmiðað nám og mark-
miðinu um að grunnskólinn sinni
ólíkum þörfum? Skýrar heimild-
ir eru í grunnskólalögum um að
nemendur geti lokið skyldunámi á
styttri tíma en 10 árum. Þrátt fyrir
þetta hefur þeim sem ljúka skyldu-
námi yngri en 16 ára ekki fjölgað
að ráði. Mikilvægt er að löggjaf-
inn setji skýrar leikreglur um rétt
allra nemenda til fjölbreytilegra
náms en nú er, um námskostnað
á mörkum grunn- og framhalds-
skóla, um hvenær nemandi hefur
lokið námi í einstökum greinum
og skólaskyldu sinni í heild. Ein
þeirra nefnda sem starfað hafa að
tíu skrefa samkomulagi kennara-
samtakanna og menntamálaráð-
herra birtir innan skamms löngu
tímabærar tillögur um þessi at-
riði. Flutningur framhaldsskóla til
sveitarfélaga er á hinn bóginn ekki
nauðsynlegt skilyrði fyrir auknum
sveigjanleika skólastiga.
Formaður meirihluta mennta-
ráðs Reykjavíkur sagði fyrir
skömmu að stökkbreyting hefði
orðið í grunnskólum undir forystu
sveitarfélaganna. Annar sveitar-
stjórnarfulltrúi sagði grunnskól-
ann hafa blómstrað og spenn-
andi að bæta framhaldsskólanum
við. Það er rétt að húsnæði hefur
tekið stakkaskiptum, aðstaða nem-
enda og starfsfólks verið bætt og
víða er metnaður sveitarstjórna
fyrir hönd sinna skóla. En skóli er
ekki bara hús, tæki og tól heldur
samfélag þar sem verður að ríkja
gagnkvæmur skilningur og sátt.
Því miður verður að segjast að
engin stökkbreyting hefur orðið
á launum og starfskjörum grunn-
skólakennara. Ástandið nú geng-
ur harkalega nærri starfsþreki
þeirra og starfsánægju þannig að
komið er ískyggilega nálægt þol-
mörkum í þeim efnum. Skipu-
lagsbreytingar stoða lítið ef ekki
verður afgerandi breyting á land-
lægu viðhorfi til kennarastarfsins.
Munaðarleysi grunnskólakenn-
ara þegar kemur að kjörum þeirra
bendir sterklega til að það verði
ekki að öllu leyti til velfarnaðar að
flytja rekstur framhaldsskóla til
sveitarfélaga. Óneitanlega er það
mikill kostur við núverandi skip-
an mála að framhaldsskólakenn-
arar vita hver viðsemjandinn er.
Hann er ekki „andlitslaus“ nefnd
sem hefur enga raunverulega pól-
itíska ábyrgð.
Það kunna að vera lýðræðis-
leg rök fyrir því að auka vægi og
hlutverk sveitarfélaganna. En að
öllu samanlögðu sýnist mér langt
í land að raunhæft sé að tala um
flutning framhaldsskólans til
sveitarfélaganna og ábyrgðarleysi
að rasa þar um ráð fram. Hvern-
ig væri að byrja á því að skapa
sátt um grunnskólann og frið um
skólastarfið í landinu?
Höfundur er formaður Félags
framhaldsskólakennara.
Sveitarfélögin og framhaldsskólarnir
Það er ekki langt síðan að ég gerðist umhverfissinni. Ég
ákvað að kynna mér málið ítar-
lega og eftir það var niðurstað-
an augljós. Hefur þú kynnt þér
málið? Hefur þú lesið þér nægi-
lega vel til svo þú megir taka
upplýsta afstöðu?
Það hefur alls ekki verið sýnt
fram á hagkvæmni þess að
stækka álverið í Straumsvík í
stað þess að byggja upp blómlegt
og fjölbreytt atvinnulíf í bland
við fallega íbúðabyggð á því dýr-
mæta landi sem álverið á að rísa
á. Fylgismenn stækkunarinn-
ar gefa sér þá forsendu að engin
arðbær starfsemi komi í staðinn.
Það gleymist að minnast á þau
vistvænu hátæknifyrirtæki sem
við gætum dregið til okkar ef ál-
verksmiðjur fá ekki alla orkuna.
Alvarlegra er þó að sá kostnað-
ur sem hlýst af völdum mengun-
ar er aldrei tekinn inn í reikning-
inn.
Ljóst er að stækkun álversins í
Straumsvík mun óhjákvæmilega
hafa í för með sér mikla meng-
un og sú mengun hverfur ekki.
Afstaða stjórnenda Alcan er sú
að mengun sem nemur útblæstri
alls bílaflota Íslands fer út í and-
rúmsloftið og af því að við vitum
ekki hvert hún fer þá er þetta í
besta lagi. Er þetta sá sem þú vilt
vera? Manneskja sem með for-
dæmi sínu sendir sjálfum sér,
börnum sínum, komandi kynslóð-
um og heiminum þessi fullkom-
legu ábyrgðarlausu skilaboð?
Hvað gerir þú við tæki og hluti
sem menga á þínu heimili? Þú
losar þig við þá í snatri og líður
einkennilega vel á eftir. Við vilj-
um ekki skaða okkur og aðra, við
viljum ekki
sjónmeng-
un, við vilj-
um hafa fal-
legt, hreint og
fínt í kring-
um okkur,
því þannig
líður okkur
vel. Svona
ættum við að
hugsa um allt
umhverfið
okkar.
Með athöfnum sínum er mann-
kynið á góðri leið með að eyði-
leggja vistkerfið og þeir fáu vís-
indamenn sem halda öðru fram
eru sagðir vera í afneitun, ekki
með öllum mjalla eða eiga sér-
hagsmuna að gæta. Það er al-
gjörlega ábyrgðarlaust og ósann-
færandi að ætla öðrum þjóðum
það, sem margar hverjar búa við
miklu verri aðstæður, að draga úr
mengun ef við sem eigum miklu
meira en nóg treystum okkur
ekki til þess. Hvenær er komið
nóg, hvenær ætlar þú að hætta að
biðja um meira? Líður okkur ekki
það vel að við þurfum ekki leng-
ur að framkvæma á kostnað um-
hverfisins?
Ert þú einn af þeim sem von-
ast til að aðrir breyti lífsháttum
sínum en ætlar ekki að leggja
neitt af mörkum sjálfur? Nær
kærleikur þinn bara til þinna
nánustu? Og ef kærleikur þinn
er bundinn þeim böndum, hefur
þú þá skoðað hvers konar áhrif
loftslagsbreytingar og mengun
almennt mun hafa á þína nán-
ustu í framtíðinni ef áfram held-
ur sem horfir?
Ef þú sannfærist um að álver
eigi eftir að auka tekjur bæjar-
ins og þú munir af þeim sökum
fá betri þjónustu í Hafnarfirði,
þá staldraðu aðeins við, mun það
virkilega breyta einhverju? Mun
þér líða betur? Verður þú ham-
ingjusamari? Ætlar þú virki-
lega að láta skammtíma „sér-
hagmuni“ þína ráða ferðinni? Er
fórnarkostnaðurinn þess virði?
Er ekki réttlátara og skynsam-
legra gagnvart öllum heiminum
að lifa í sátt við dýr, gróður, loft,
vatn og annað fólk og öðlast þá
hugarró og gleði sem því fylg-
ir? Hver er uppspretta hamingj-
unnar?
Kæri Hafnfirðingur, þú ert
líka Íslendingur, Norðurlandabúi
og jarðarbúi. Hagsmunir þínir
og okkar eiga að vera hagsmun-
ir heildarinnar. Þetta á ekki að
vera pólitískt mál, ekki láta af-
stöðu þína í stjórnmálum villa
þér sýn. Hugarfarsbreyting jarð-
arinnar gæti byrjað á litla Ís-
landi og þannig getum við haft
gríðarleg margföldunaráhrif um
allan heim. Ísland gæti orðið leið-
andi land fyrir glæstustu framtíð
okkar í sinni fullkomnustu mynd.
Það eina sem þú þarft að gera er
að byrja að hugsa og hegða þér
í samræmi við þann möguleika,
því allt sem hefur verið gert við
jörðina átti fyrst rót sína að rekja
til hugsana og að lokum athafna
okkar mannanna.
Höfundur er verkefnisstjóri.
Ákall til Hafnfirðinga
Hvenær er komið nóg, hvenær
ætlar þú að hætta að biðja um
meira? Líður okkur ekki það
vel að við þurfum ekki lengur
að framkvæma á kostnað
umhverfisins?