Fréttablaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 92
Bandaríski upptökustjór- inn Timbaland er einn af áhrifamestu tónlistar- mönnum síðustu tíu ára. Undanfarið hefur verið mikið fjallað um hlut hans á næstu plötu Bjarkar, Volta, en á mánudaginn kemur önnur sólóplatan hans, Shock Value, í verslanir. Trausti Júlíusson skoðaði afrekaskrána hans. Stundum finnst manni að hug- tök eins og „snillingur“ og „frum- kvöðull“ séu mjög frjálslega notuð í umfjöllunum um popptónlist, en bandaríski pródúserinn Timba- land er að mínu mati einn af þeim sem standa fullkomlega undir þeim báðum. Þó að hann hafi lítið verið sjálfur í sviðsljósinu er hann maðurinn á bak við marga af flott- ustu smellum síðustu ára. Undan- farin tíu ár hefur hann verið ótrú- lega frjór og hugmyndaríkur. Það hefur stundum verið meiri sköp- unargleði í einu lagi frá Timb- aland heldur en á öllum rokk- plötunum í 30 efstu sætunum vinsældalistanna og aðrir pródús- erar hafa verið duglegir að stæla hann. Timbaland sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu árið 1998, en plata númer tvö er væntanleg eftir helgina. Timbaland heitir réttu nafni Timot- hy Z. Mosely og er fæddur 10. mars 1972 í Norfolk í Virginiu. Hann fékkst við eitt og annað í tónlist- inni framan af, spilaði meðal ann- ars sem plötusnúður undir nafn- inu DJ Tiny Tim og var meðlim- ur í upptökustjórateyminu S.B.I. (Surrounded by Idiots) ásamt ann- arri tilvonandi stórstjörnu í þeim bransa, Pharrell Williams. Þegar leið á tíunda áratuginn fór hann að vekja athygli sem pródúser. Orðið pródúser er notað hér þar sem upp- tökustjórar í hip-hop og r&b geiran- um semja yfirleitt taktana og gera mun meira en bara að stjórna upp- tökum; þeir taka virkan þátt í laga- smíðunum sjálfum. Fyrsti Timbaland-smellurinn var lagið Pony með Ginuwine, en lög með Aaliyah, Jay-Z og Missy Elliott fylgdu í kjölfarið. Það sem einkenn- ir þau lög sem Timbaland pródús- erar eru óvenjulega samsettir takt- ar og tilraunir með framandi hljóð og hljóðfæri. Best heyrir maður þetta kannski á plötum mennta- skólasystur hans, Missy Elliott. Lög eins og Get Yr Freak On, Work It og Gossip Folks eru góð dæmi. Þau eru nú hætt að vinna saman. Síðustu ár hefur Timbaland unnið mikið með Justin Timberlake og er eiginlega maðurinn á bak við hans velgengni. Eins og áður segir er Shock Value önnur plata Timbaland, en hann hefur reyndar gert þrjár plötur í samstarfi við rapparann Magoo. Það er greinilegt á plötunni að Timbaland langar inn í sviðsljós poppstjörnunnar. Á meðal þeirra sem koma við sögu á plötunni eru Justin Timber- lake, Nelly Furtado, 50 Cent, Elton John, Fallout Boy og sænsku rokk- ararnir í The Hives, en bandarískar hiphop-stjörnur virðast hafa óbil- andi trú á þeim. Svo verður gaman að heyra Timb- aland lögin á Volta, en Timbaland segir í nýlegu viðtali að samstarfið við Björk muni sanna það að hann geti unnið með hverjum sem er og sé sá besti: „Hún er eins og ég. Nátt- úruundur ...“ Niðurhal tónlistar á netinu er gamalt og nýtt deilumál sem er líklegast ekki á leiðinni neitt í burtu. Frá upphafi hef ég verið fylgjandi þessari bylgju og tel hana vera af hinu góða. Netið hefur reynst sem ótæmandi safn tónlistarinnar sem er ógjörningur að skoða til hlítar. Oftast hef ég hagað málum þannig að ég niðurhel nokkru magni af stökum lögum með tónlistarmönnum og síðan, ef mér líst vel á varninginn, þá kaupi ég plötuna, hvort sem er á netinu eða úti í búð. Þetta hefur gert það að verkum að ég kaupi mun meira af plötum en líka miklu meira af góðum plötum þar sem kaupin eru betur ígrunduð en áður og maður þarf ekki að treysta á umsagnir annarra og útlit plötunnar. Að undanförnu finnst mér samt niðurhalsbylgjan vera að taka á sig nýja mynd. Fyrir aðeins örfáum misserum síðan þóttu það stórtíðindi þegar plötur láku á netið fyrir formlega útgáfu þeirra. Í dag er hægt að finna nær allar plötur á netinu, oft nokkrum mánuðum áður en þær koma út. Besta dæmið er líklegast nýjasta plata Arcade Fire, Neon Bible. Platan hafði lekið inn á netið í desember en þó kom platan ekki út fyrr en í byrjun mars. Enginn poppspekúlant var því maður með mönnum nema hann hafði heyrt nýju Arcade Fire plötuna strax í jan- úar, febrúar. Ég var einn af þeim og fannst ekki mikið til plötunnar koma enda ekki skrítið, platan hafði lekið í svo ömurlegum gæðum að þegar ég loksins fékk alvöru eintak af plötunni blasti við mér algjör- lega allt önnur plata, með hljóðheim sem ég hélt að ætlaði aldrei að enda. Svipaða sögu má reyndar líka segja af síðustu plötu The Shins, Bloc Party, Modest Mouse og fleirum. Nú spyr ég, af hverju þarf maður endilega að vera búinn að heyra þessar plötur löngu áður en þær koma út, oft í slökum gæðum? Af hverju ekki að bíða eftir því að þær komi út, fara hugfanginn heim með alvöru eintak og njóta þess að heyra plötuna í fyrsta skiptið? Persón- lega er ég reyndar mjög mikið fyrir að eiga alvöru eintak og ég einfald- lega þoli ekki að eiga plötur eingöngu á stafrænu formi, sérstaklega þegar þær eru góðar. Tónlist er jú samt sem áður alltaf tónlist en mér finnst hún þurfi að vera hlutlæg líka. Að tónlist sé hlutlæg er líka ein af stærstu ástæðum fyrir tilvist hennar, peningalega séð allavega. Ég er því hættur að niðurhala plötum löngu fyrir útgáfu þeirra (að mestu leyti). Ég bíð bara spenntur í staðinn og nýt annarrar tónlistar á meðan. Þarf maður að vera fyrstur? Benni Hemm Hemm er á svo- kölluðum „heitum lista“ í nýj- asta tölublaði bandaríska tón- listartímaritsins Rolling Stone. Þar segir: „Ef Sufjan Stevens myndi flytja til Íslands og ganga til liðs við Sigur Rós myndi sú ofursveit gefa út álíka tignarlegt og léttleikandi popp og þetta. Rokkaðu áfram, Benedikt H. Hermannsson og líka þið hinir ellefu Skandin- avíubúar.“ Forsprakkinn Benedikt Her- mann Hermannsson er mjög ánægður með þessi viðbrögð. Stefnir hann á tónleikaferð um Bandaríkin í sumar, en platan Kajak kemur út þar í landi í maí. „Ég er spenntur að sjá hvernig þeir fíla þetta því platan er ekki komin út þar í landi,“ segir Benni. Hann segir að nýafstaðin tónleikaferð um Evrópu hafi gengið vonum framar. „Hún gekk frábær- lega vel og vonandi náum við síðan að fara til Banda- ríkjanna í sumar. Það verður spennandi að sjá hvað ger- ist þar.“ Bætir hann því við að hugsanlega verði einnig farið í tónleikaferðir til Eng- lands og Svíþjóðar. Í veftímaritinu Drowned in Sound fá Benni og félag- ar 9 af 10 fyrir tónleika sína í Paradiso í Amsterdam, sem voru liður í tónleikaferðinni um Evrópu. „Falleg tón- list sem þandi hverja einustu taug út í ystu æsar. Ég var hreinlega í sjokki eftir tónleik- ana,“ sagði í dómnum. Á heitum lista
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.