Fréttablaðið - 30.03.2007, Síða 24

Fréttablaðið - 30.03.2007, Síða 24
fréttir og fróðleikur Aðaluppistaðan í framleiðslu á áli Þarft nám Ný lög um fjármál stjórn- málaflokka tóku gildi um síðustu áramót. Við gildis- tökuna jukust framlög til þeirra stjórnmálaflokka sem þegar sitja á þingi um rúmlega 50 prósent og tak- mörk voru sett á þau fram- lög sem einstaklingar og aðrir lögaðilar mega veita til stjórnmálasamtaka. Í rökstuðningi laganna segir að markmið þeirra sé „að auka traust á stjórnmála- starfsemi og efla lýðræði“. Eftir gildistöku laganna jukust bein framlög til starfsemi stjórn- málaflokkanna fimm úr 200 millj- ónum á ári í 310 milljónir. Fram- lögunum er skipt milli þeirra stjórnmálasamtaka sem fengu að minnsta kosti einn mann kjörinn eða 2,5 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Fimm stjórnmála- samtök uppfylla þau skilyrði: Sjálfstæðisflokkur, Framsókn- arflokkur, Samfylking, Vinstri- hreyfingin og Fjálslyndi flokk- urinn. Þegar atkvæðagreiðsla um lögin fór fram 9. desember síð- astliðinn voru það fulltrúar þess- ara fimm stjórnmálasamtaka sem samþykktu þau. 42 sögðu já, átján voru fjarstaddir en þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Enginn þingmaður sagði nei. Flokkarnir fimm hafa frá árinu 2001 einnig fengið greidd fram- lög vegna nýrrar kjördæmaskip- unar og breyttum aðstæðum þing- manna af þeim sökum. Í ár skiptast 50 milljónir króna milli flokkanna vegna þessa. Því renna samtals 360 milljónir úr ríkissjóði til fimm- flokkanna á þessu ári, eða um 5,3 milljónir vegna hvers þingmanns þeirra. Þar er ekki innifalinn neinn sá kostnaður sem hlýst af störfum Alþingis, en sú upphæð nemur tæp- lega 2,3 milljörðum árlega. Háværar gagnrýnisraddir hafa heyrst vegna laganna úr röðum þeirra framboða sem hyggjast bjóða fram til Alþingis í fyrsta sinn í vor. Þau halda því fram að lögin geri lítið annað gagn en að festa núverandi stjórnmálaflokka í sessi og koma á sama tíma í veg fyrir að ný öfl komist að kjötkötl- unum. Arndís Björnsdóttir, formað- ur Baráttusamtaka eldri borgara og örykja, sagði nýverið að lögin gerðu það að verkum að „það er verið að festa samtryggingarspill- inguna, sem er hjá öllum núver- andi þingflokkum, í sessi. Alþing- ismenn eiga svo öruggt líf og hafa það svo gott að þeir vilja ekki fá neina fleiri í hópinn. Það er svo mikil spilling og rotnunarhugar- far hjá því fólki sem kemst á þing núorðið að það er varla hægt að greina á milli flokkanna. Þessi lög minnka traust á stjórnnmálahreyf- ingum og draga úr lýðræðinu.“ Ómar Ragnarsson, formaður Ís- landshreyfingarinnar – lifandi lands, hefur talað á svipuðum nótum og sagt að flokkur hans hafi ekki bolmagn til að auglýsa eins mikið og flokkarnir fimm sem eiga þegar fulltrúa á Alþingi. „Hinir flokkarnir hafa sjálfir skammtað sér 360 milljónir króna úr ríkissjóði með nýjum lögum um fjármál flokkanna, á sama tíma og við fáum ekki krónu.“ Fimmflokkarnir gerðu á þriðju- dag með sér samkomulag um að takmarka auglýsingakostnað í að- draganda komandi kosninga við 28 milljónir króna á hvern flokk. Var það kynnt sem „leið til að koma böndum á útgjöld vegna kosningabaráttunnar“. Ómar sagði í Fréttablaðinu í vikunni að Íslandshreyfing- in myndi alveg örugglega eyða mun minni fjárhæð í auglýsing- ar en samkomulag flokkanna mið- aði við. „Það er engin hætta á því að við munum nálgast nokkurn af þessum flokkum í auglýsingum og því hefur takmark á auglýsing- um lítið að segja fyrir okkur. Það er ekkert víst að við munum geta auglýst neitt í sjónvarpi, nema með því að skrapa saman pening- um.“ Tilgangur laganna var sagður sá að tryggja gagnsæi og draga úr hags- munaárekstrum. Einu hagsmuna- árekstrarnir sem þau virðast þó draga úr eru á milli þeirra flokka sem þegar sitja á þingi og gagn- sæið er tryggt með því að setja þá á fjárlög líkt og opinberar stofnanir. Markmið laganna er sagt vera það að „auka traust á stjórnmála- starfsemi og efla lýðræðið“. Lögin horfa þó ekki þannig við þeim stjórnnmálaöflum utan þings sem hyggjast bjóða fram. Þau sjá lögin mun fremur sem fjárhagslegan lýð- ræðisþröskuld sem hefti aðgengi þeirra að stjórnmálaþátttöku. Við- brögðin bera þess heldur ekki merki að traust á stjórnmálastarf- semi hafi aukist mikið við lagasetn- inguna heldur mun fremur festa fimmflokkana á Alþingi í sessi. Útilokunaraðferð fimmflokkanna SMSLEIKUR Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. Kó pa vo gi . M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. Kó pa vo gi . M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . SENDU SMS JA FHF Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR FULLT AF PEPSI OG MARGT FLEIRA! FYNDNASTA SPENNUMYND ÁRSINS! FRUMSÝND 30. MARS NÝ GRÍNMYND FRÁ ÞEIM SEM GERÐU „SHAUN OF THE DEAD“ 9 HVER VINNUR!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.