Fréttablaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 13
VR hefur ákveðið að lækka fé-
lagsgjöld um þrjátíu prósent eða úr einu pró-
senti af heildarlaunum í 0,7 pró-
sent. Lækkunin tekur gildi 1.
júlí, að sögn Stefaníu Magnús-
dóttur, varaformanns VR. „Það
tekur auðvitað tíma að ganga
frá svona breytingum í sam-
bandi við launakerfi og þess
vegna tekur breytingin ekki
gildi fyrr en þá,“ segir hún.
VR var rekið með 980 millj-
óna króna hagnaði í fyrra. „Fé-
lagið stendur það vel að við
teljum enga ástæðu til að safna í sjóði heldur
viljum frekar láta félagsmenn njóta þess. Við
njótum hagkvæmni stærðarinnar,“ segir hún.
Í VR eru nú 26 þúsund félagsmenn og snerta
þessar breytingar því um fjórða hvern starf-
andi mann á höfuðborgarsvæðinu.
Langflest félögin innan Rafiðnaðarsam-
bandsins hafa samþykkt lækkun félagsgjalda
upp á tæp tíu prósent, eða úr 1,1 prósenti í 1,0
prósent, og afnám iðgjaldaþaks. Björn Ágúst
Sigurjónsson, fulltrúi hjá Rafiðnaðarsamband-
inu, segir að lækkunin taki gildi um áramótin
ef öll félögin samþykki hana.
Hallór Grönvold, aðstoðarframkvæmda-
stjóri ASÍ, býst við að frekari umræða fari í
gang í kjölfarið á þessum lækkunum, sérstak-
lega hjá verkalýðsfélögum með sterka rekstr-
arstöðu. -
VR lækkar félagsgjöld um 30 prósent
Þrettán manns
voru handteknir eftir óeirðir ung-
menna í járnbrautastöðinni Gare
du Nord í París á miðvikudag, að
því er franski innanríkisráðherr-
ann greindi frá.
Óeirðirnar hófust er miðalaus
maður kýldi tvo miðaverði sem
voru við eftirlit í jarðlestarstöð
Gare du Nord. Gengi ungmenna
gekk berserksgang, braut rúður
og rændi verslanir.
Nýi innanríkisráðherrann Fran-
cois Baroin, sem tók við embætt-
inu af Nicolas Sarkozy á mánudag,
sagði viðbrögð við miðaeftirlitinu
hafa „farið úr böndunum og breyst
í skæruhernað, í ólíðandi ofbeldi“.
Margt þeirra ungmenna úr inn-
flytjendafjölskyldum í úthverfun-
um norður af París, þar sem óeirð-
irnar urðu verstar í nóvember
2005, á leið um Gare du Nord.
Berserksgangur
eftir miðaeftirlit
Lögregla í Japan notaði
fiskinet og hendurnar til að moka
peningaseðlum upp á 2,7 milljón-
ir jena, andvirði rúmlega 1,5 millj-
ónum króna, upp úr á utan við
Tókýó.
Vegfarandi gerði lögreglu við-
vart er hann sá peningaseðla á floti
í Sakai-ánni á mörkum Tókýó- og
Kanagawa-sýslna, að því er tals-
maður lögreglu greindi frá. Alls
tókst að veiða 270 10.000-jena
seðla upp úr ánni. Rannsókn stend-
ur yfir á því hvernig á því stendur
að seðlunum var fleygt í ána. Séu
þeir ófalsaðir og þeirra ekki vitjað
af réttmætum eiganda innan hálfs
árs rennur féð í ríkissjóð.
Seðlar veiddir
upp úr á í Japan
Samtök um betri
byggð lýsa yfir eindreginni and-
stöðu við fyrirhugaða stækkun ál-
vers ALCAN í Straumsvík.
Í yfirlýsingu frá samtökunum
kemur fram að stækkun álvers
svo nærri byggð sé fullkomin
tímaskekkja. Samtökin benda á
að útblástur frá stækkuðu álveri
geti haft áhrif á heilsufar íbúa á
höfuðborgarsvæðinu og að um-
hverfisspjöll vegna virkjana í
neðri hluta Þjórsár verði veruleg.
Þá harma samtökin það hve
ójafn leikurinn í áróðursstríðinu
sé. ALCAN hafi ótakmarkað fjár-
magn meðan grasrótarsamtök á
borð við Sól í Straumi þurfi að
leita í vasa félagsmanna sinna.
Samtök um betri byggð eru
umhverfis- og neytendasamtök
á sviði borgarskipulags á höfuð-
borgarsvæðinu.
Telja álverið
tímaskekkju