Fréttablaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 30
Tyrkneska farsímafélagið Turkcell staðfesti í gær að það hefði lagt fram tilboð í 65 prósenta hlut í búlgarska símafyrirtækinu BTC. Hluturinn er í eigu Novators, félags í eigu Björ- gólfs Thors Björgólfssonar. Novator ákvað undir lok janúar að kanna hvort áhugi væri kaupum á hlutnum í BTC og var bandaríski bankinn Lehmann Brothers feng- inn til ráðgjafar um söluna. Loka- frestur til að leggja fram tilboð í BTC rennur út í enda næsta mán- aðar en gert er ráð fyrir að sölu ljúki í júní. Fréttastofa Reuters segir Turk- cell hafa tekið sambankalán upp á þrjá milljarða dala, jafnvirði tæp- lega 200 milljarða íslenskra króna, í síðasta mánuði sem muni verða varið til fjárfestinga í fjarskipta- fyrirtækjum í A-Evrópu, Mið-Aust- urlöndum og Asíu. Nokkrir af stærstu fjárfestinga- sjóðum heims eru sagðir horfa til BTC. Þar á meðal eru Provid- ence Equity Partner, Texas Pacif- ic Group og Warburg Pincus Mid- Europa Partners. Þá er tyrkneska fjarskiptafélagið Turk Telecom nefnt sem áhugasamur aðili. Hlutur Novator í BTC er stærsta eign fjárfestingafélagsins í síma- fyrirtækjum í Evrópu. Markaðs- virði þess nemur á bilinu 1,7 til 1,9 milljörðum evra, jafnvirði 152 til 168 milljarða króna. Gera má ráð fyrir að verðmæti hlutar Novators hlaupi á allt að 110 milljörðum ís- lenskra króna. Turkcell skoðar BTC í Búlgaríu Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór yfir 64 dala á tunnu í gær. Verðið skaust til skamms tíma í 68 dali á tunnu en slíkur verðmiði á svarta- gullinu hefur ekki sést síðan síð- astliðið haust. Olíuverðið hefur hækkað jafnt og þétt eftir að Íranar handtóku fimmtán breska sjóliða innan írönsku landhelginnar á Persa- flóa á föstudag fyrir viku. Spenn- an á milli Vesturveldanna og Írans hefur aukist mjög eftir handtökuna og segjast Bretar ætla að fara með málið fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Vart er á bætandi því Samein- uðu þjóðirnar ákváðu um síðustu helgi að grípa til refsiaðgerða gegn stjórnvöldum í Íran vegna kjarn- orkuáætlunar landsins. Hráolía, sem afhent verður í maí, hækkaði um 6 sent á markaði í Bandaríkjunum í gær og stendur í 64,14 dölum á tunnu. Þá hækkaði verð á Bren- Norðursjávarolíu um 36 sent í Bretlandi og stendur tunn- an í 66,14 dölum. Orðrómur var uppi um það í gær að Íranar hefðu skotið á banda- rískt herskip á Persaflóa. Banda- ríski herinn neitar fréttum þessa efnis. En orðrómurinn hafði áhrif á fjárfesta og skaust hráolíuverðið í 68 dali á tunnu til skamms tíma. Það lækkaði svo eftir því sem á leið daginn. Olíuverð á uppleið Íslenska olíuleitarfyrirtæk- ið Geysir Petroleum hefur gert samning um yfirtöku á norska olíuráðgjafarfyrirtækinu Sagex AS og olíutæknifyrirtækinu Inoil AS. Sameinað félag mun fá nafn- ið Sagex Petroleum ASA. Virði félagsins er um 700 milljón- ir norskra króna, jafnvirði 7,6 milljarða íslenskra króna. Höfuð- stöðvar félagsins verða í Ósló og þar verða um þrjátíu sérfræðing- ar við störf. Jón Þór Sigurvinsson orkuverk- fræðingur situr í stjórn Sagex Pet- roleum fyrir hönd Norvest. Hann segir að félagið uppfylli nú þær kröfur sem þarf til að taka þátt í leyfisveitingum í Noregi. „Geysir Petroleum hefði átt erfitt með að sækja um ný leyfi eitt og sér. Nú höfum við teymi sem hefur alla nauðsynlega reynslu og þekkingu til að taka þátt í nýjum leyfisveit- ingum í norskri lögsögu.“ Sagex Petroleum hefur þegar leitarleyfi í breskri, danskri og færeyskri lögsögu. Fjárfestingarfélagið Norvest ehf. verður stærsti einstaki hlut- hafi Sagex Petroleum. Norvest er dótturfélag Straumborgar ehf. sem er í eigu Jóns Helga Guð- mundssonar. Félagið fjárfestir aðallega í fjármála- og orkufyr- irtækjum og hefur fjárfest á Ís- landi, í Skandinavíu og í Eystra- saltslöndunum. Meirihlutaeigendur Sagex Con- sulting eru þeir sömu og stofn- uðu Geysi Petroleum. Þeir verða áfram meðal stærstu hluthafa sameinaðs félags. Sækja inn á norskan olíumarkað Hollenska drykkjarvörufyrirtæk- ið Refresco, sem er að stærst- um hluta í eigu FL Group og annarra ís- lenskra fjár- festa, hefur keypt evrópska fyrirtækið Sun Beverages Comp- any. Fyrirtækið á og rekur verk- smiðjur í Frakk- landi, Hollandi og Belgíu. Í fréttatilkynn- ingu frá FL Group kemur fram að þetta séu stærstu kaup Refresco hingað til. Á undanförnum tveimur mánuð- um hefur félagið keypt þrjú fyr- irtæki, að Sun Be- verages meðtöldu. Frá því að FL Group keypti Refresco fyrir tæpu ári hefur yfirlýst stefna félags- ins verið að stækka ört með samrunum og yf- irtökum. Velta þess hefur um það bil tvö- faldast frá þeim tíma. Verður hún eftir kaupin meira en einn milljarð- ur evra. Gert er ráð fyrir að formlega verði gengið frá kaupunum á næstu sex vikum. Enn kaupir Refresco H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · ASKJA - Atvinnubílar · Skútahrauni 2a · 220 Hafnarfirði · Sími 590 2100. Ný fyrirmynd í flutningum í fjölmörgum útfærslum Eigum bíla til afhendingar strax Nýr Mercedes-Benz Sprinter setur nýjan gæðastaðal fyrir sendibíla. Hann er rúmbetri og öruggari en nokkru sinni fyrr og í farþegarými tekur öll hönnun mið af því að ökumanninum líði sem best á langri keyrslu. Sprinter er framleiddur í fjölmörgum útfærslum, m.a. sérstökum sendibíla-, pallbíla-, fólksflutninga- og leigubílaútfærslum. Þá er hægt að fá Sprinter með föstum palli og sturtu, bæði með einföldu eða tvöföldu húsi. Og eins og með aðrar gerðir af Mercedes-Benz bifreiðum gefst kostur á að fá sérsniðið eintak af Sprinter eftir þörfum hvers og eins. Komdu og gerðu þína sérpöntun á nýjum Sprinter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.