Fréttablaðið - 30.03.2007, Side 30
Tyrkneska farsímafélagið Turkcell
staðfesti í gær að það hefði lagt fram
tilboð í 65 prósenta hlut í búlgarska
símafyrirtækinu BTC. Hluturinn er
í eigu Novators, félags í eigu Björ-
gólfs Thors Björgólfssonar.
Novator ákvað undir lok janúar
að kanna hvort áhugi væri kaupum
á hlutnum í BTC og var bandaríski
bankinn Lehmann Brothers feng-
inn til ráðgjafar um söluna. Loka-
frestur til að leggja fram tilboð í
BTC rennur út í enda næsta mán-
aðar en gert er ráð fyrir að sölu
ljúki í júní.
Fréttastofa Reuters segir Turk-
cell hafa tekið sambankalán upp á
þrjá milljarða dala, jafnvirði tæp-
lega 200 milljarða íslenskra króna,
í síðasta mánuði sem muni verða
varið til fjárfestinga í fjarskipta-
fyrirtækjum í A-Evrópu, Mið-Aust-
urlöndum og Asíu.
Nokkrir af stærstu fjárfestinga-
sjóðum heims eru sagðir horfa
til BTC. Þar á meðal eru Provid-
ence Equity Partner, Texas Pacif-
ic Group og Warburg Pincus Mid-
Europa Partners. Þá er tyrkneska
fjarskiptafélagið Turk Telecom
nefnt sem áhugasamur aðili.
Hlutur Novator í BTC er stærsta
eign fjárfestingafélagsins í síma-
fyrirtækjum í Evrópu. Markaðs-
virði þess nemur á bilinu 1,7 til 1,9
milljörðum evra, jafnvirði 152 til
168 milljarða króna. Gera má ráð
fyrir að verðmæti hlutar Novators
hlaupi á allt að 110 milljörðum ís-
lenskra króna.
Turkcell skoðar BTC í Búlgaríu
Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór
yfir 64 dala á tunnu í gær. Verðið
skaust til skamms tíma í 68 dali á
tunnu en slíkur verðmiði á svarta-
gullinu hefur ekki sést síðan síð-
astliðið haust.
Olíuverðið hefur hækkað jafnt
og þétt eftir að Íranar handtóku
fimmtán breska sjóliða innan
írönsku landhelginnar á Persa-
flóa á föstudag fyrir viku. Spenn-
an á milli Vesturveldanna og Írans
hefur aukist mjög eftir handtökuna
og segjast Bretar ætla að fara með
málið fyrir Sameinuðu þjóðirnar.
Vart er á bætandi því Samein-
uðu þjóðirnar ákváðu um síðustu
helgi að grípa til refsiaðgerða gegn
stjórnvöldum í Íran vegna kjarn-
orkuáætlunar landsins.
Hráolía, sem afhent verður í
maí, hækkaði um 6 sent á markaði
í Bandaríkjunum í gær og stendur
í 64,14 dölum á tunnu. Þá hækkaði
verð á Bren- Norðursjávarolíu um
36 sent í Bretlandi og stendur tunn-
an í 66,14 dölum.
Orðrómur var uppi um það í gær
að Íranar hefðu skotið á banda-
rískt herskip á Persaflóa. Banda-
ríski herinn neitar fréttum þessa
efnis. En orðrómurinn hafði áhrif
á fjárfesta og skaust hráolíuverðið
í 68 dali á tunnu til skamms tíma.
Það lækkaði svo eftir því sem á
leið daginn.
Olíuverð á uppleið
Íslenska olíuleitarfyrirtæk-
ið Geysir Petroleum hefur gert
samning um yfirtöku á norska
olíuráðgjafarfyrirtækinu Sagex
AS og olíutæknifyrirtækinu Inoil
AS. Sameinað félag mun fá nafn-
ið Sagex Petroleum ASA. Virði
félagsins er um 700 milljón-
ir norskra króna, jafnvirði 7,6
milljarða íslenskra króna. Höfuð-
stöðvar félagsins verða í Ósló og
þar verða um þrjátíu sérfræðing-
ar við störf.
Jón Þór Sigurvinsson orkuverk-
fræðingur situr í stjórn Sagex Pet-
roleum fyrir hönd Norvest. Hann
segir að félagið uppfylli nú þær
kröfur sem þarf til að taka þátt í
leyfisveitingum í Noregi. „Geysir
Petroleum hefði átt erfitt með að
sækja um ný leyfi eitt og sér. Nú
höfum við teymi sem hefur alla
nauðsynlega reynslu og þekkingu
til að taka þátt í nýjum leyfisveit-
ingum í norskri lögsögu.“ Sagex
Petroleum hefur þegar leitarleyfi
í breskri, danskri og færeyskri
lögsögu.
Fjárfestingarfélagið Norvest
ehf. verður stærsti einstaki hlut-
hafi Sagex Petroleum. Norvest er
dótturfélag Straumborgar ehf.
sem er í eigu Jóns Helga Guð-
mundssonar. Félagið fjárfestir
aðallega í fjármála- og orkufyr-
irtækjum og hefur fjárfest á Ís-
landi, í Skandinavíu og í Eystra-
saltslöndunum.
Meirihlutaeigendur Sagex Con-
sulting eru þeir sömu og stofn-
uðu Geysi Petroleum. Þeir verða
áfram meðal stærstu hluthafa
sameinaðs félags.
Sækja inn á norskan olíumarkað
Hollenska drykkjarvörufyrirtæk-
ið Refresco, sem er að stærst-
um hluta í eigu
FL Group og
annarra ís-
lenskra fjár-
festa, hefur
keypt evrópska
fyrirtækið Sun
Beverages Comp-
any. Fyrirtækið
á og rekur verk-
smiðjur í Frakk-
landi, Hollandi og
Belgíu.
Í fréttatilkynn-
ingu frá FL Group
kemur fram að þetta
séu stærstu kaup
Refresco hingað til.
Á undanförnum tveimur mánuð-
um hefur félagið keypt þrjú fyr-
irtæki, að Sun Be-
verages meðtöldu.
Frá því að FL Group
keypti Refresco
fyrir tæpu ári hefur
yfirlýst stefna félags-
ins verið að stækka ört
með samrunum og yf-
irtökum. Velta þess
hefur um það bil tvö-
faldast frá þeim tíma.
Verður hún eftir kaupin
meira en einn milljarð-
ur evra.
Gert er ráð fyrir að
formlega verði gengið
frá kaupunum á næstu
sex vikum.
Enn kaupir Refresco
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · ASKJA - Atvinnubílar · Skútahrauni 2a · 220 Hafnarfirði · Sími 590 2100.
Ný fyrirmynd í flutningum
í fjölmörgum útfærslum
Eigum bíla til afhendingar strax
Nýr Mercedes-Benz Sprinter setur nýjan gæðastaðal fyrir sendibíla. Hann er rúmbetri
og öruggari en nokkru sinni fyrr og í farþegarými tekur öll hönnun mið af því að
ökumanninum líði sem best á langri keyrslu. Sprinter er framleiddur í fjölmörgum
útfærslum, m.a. sérstökum sendibíla-, pallbíla-, fólksflutninga- og leigubílaútfærslum.
Þá er hægt að fá Sprinter með föstum palli og sturtu, bæði með einföldu eða tvöföldu
húsi. Og eins og með aðrar gerðir af Mercedes-Benz bifreiðum gefst kostur á að fá
sérsniðið eintak af Sprinter eftir þörfum hvers og eins. Komdu og gerðu þína sérpöntun
á nýjum Sprinter.