Fréttablaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 106
Körfuboltastjarnan Le-
Bron James stendur í stórræðum
þessa dagana enda að byggja hús
sem er rúmlega 35 þúsund fer-
metrar. Þeir sem til þekkja segja
húsið miklu frekar líkjast höll
enda verður bío, keilusalur, spila-
víti og rakarastofa í höll James.
Húsið er byggt á stórri jörð rétt
fyrir utan Cleveland og verður til-
búið á næsta ári. Byggingarsvæð-
ið er tæplega sex hektarar. Fyrir
utan spilasalinn, bíóið og allan
íburðinn þá er heimilið sjálft með
ellefu svefnherbergjum.
Á fyrstu hæðinni verður svíta
þar sem meðal annars er tveggja
hæða fataskápur sem er stærri
en flest húsin í nágrannabæ hall-
ar James.
Nú þegar er fjöldi fólk farinn að
leggja leið sína að byggingasvæð-
inu þó enn sem komið er sé lítið að
sjá.
Gárungarnir eru þegar byrjað-
ir að nefna húsið, búgarðinn eða
skemmtigarðinn LeBron Land.
Ungstirnið hefur sett sér það
markmið að verða fyrsti íþrótta-
maður sögunnar sem er metinn á
einn milljarð dollara.
Byggir hús með keilusal og spilavíti
Eyjólfi Sverrissyni var tíðrætt í aðdraganda leiks
Spánar og Íslands hvort þeir leikmenn sem honum
stæði til boða væru í leikæfingu eða ekki. Sérstak-
lega þó hvort þeir væru búnir að venjast við að spila
á grasi eða gervigrasi undanfarna mánuði. Fram
undan væri leikur sem færi fram á, jú, grasi.
Þessi rök hafa ekki komið fram hjá landsliðs-
þjálfara áður. Skiptir það einhverju máli hvort
menn hafa spilað á gervigrasi eða ekki? Aðalmál-
ið er hvort menn hafi spilað einhvern alvöru bolta
eða ekki.
Það er þó kórrétt hjá Eyjólfi að hans höfuðverk-
ur stafar að miklu leyti til af því að hans menn eru
flestir að spila annaðhvort yfir sumartímann (Ís-
land, Svíþjóð, Noregur) eða vetrartímann (önnur
lönd). Það er því ekki nema að hluta til sem allir
leikmenn eru í leikæfingu.
Grasmennirnir, þeir sem eru í leikæfingu, duttu
út hver á fætur öðrum í aðdraganda leiksins. Fyrst
Heiðar Helguson af persónulegum ástæðum. Svo
Hermann Hreiðarsson og Gunnar Heiðar Þorvalds-
son vegna meiðsla og Jóhannes Karl Guðjónsson
vegna barneigna konu sinnar. Þetta eitt og sér var
nóg til að dæma þennan leik gegn Spánverjum dauð-
an og ómerkan að flestra mati.
En þeir íslensku strákar sem fengu að spila í
fyrradag stóðu sig flestir þokkalega. Það var þó
allt of áberandi hvaða leikmenn væru í leikformi
og hverjir ekki. Arnar Þór Viðarsson á 22 mínútur í
hollensku úrvalsdeildinni í vetur, Emil Hallfreðsson
á ekki alvöru leik síðan í október og Kristján Örn
Sigurðsson er rétt að skríða saman eftir meiðsli.
Þá hefur Hannes Sigurðsson verið sjóðheitur í und-
anförnum æfingaleikjum Viking en þurfti að víkja
fyrir varaliðsmanni Tottenham.
Grétar Rafn Steinsson var annar tveggja í liðinu
sem var í almennilegri leikæfingu. En af einhverj-
um óskiljanlegum ástæðum var hann látinn spila
aðra stöðu en þá sem hann hefur gert í allan vetur!
Margir stóðu sig þó vel: Árni Gautur þrátt fyrir
að hafa farið í uppskurð fyrir skömmu og nýliðinn
Gunnar Þór Gunnarsson komst klakklaust í gegnum
leikinn. Hann féll með Fram í 1. deildina fyrir einu
og hálfu ári síðan.
Það var margt ágætt í þessum leik. En byrjun-
arliðið var skrítið. Fyrsta skrefið ætti að velja þá
menn sem eru bestir í hverri stöðu fyrir sig. Áður-
nefnt tilfelli Grétars er ágætt dæmi um það. Það
er bara einn maður yfir þessa umræðu hafinn í ís-
lenska landsliðinu, það er vitanlega fyrirliðinn.
Gras og gervigras er spurningin,
segir Eyjólfur. Það var einnig lykil-
þáttur í þeirri ákvörðun að fara ekki
til Svartfjallalands á laugardaginn
síðasta. Það voru mistök. Eftir stend-
ur einn ómarktækur leikur sem fór
fram í gríðarmiklum vatnselg, þar
sem menn lágu í vörn langstærsta
hluta leiksins. Næst eru það Li-
echtenstein og Svíþjóð. Krafan
hlýtur að vera að minnsta kosti
fjögur stig en enn á ný rennum
við að miklum hluta blint í sjó-
inn vegna skorts á almenni-
legum verkefnum undan-
farna mánuði.
Gras og gervigras
Það er greinilega mik-
ill léttir í herbúðum Spánverja
ef marka má blöð gærdagsins á
Spáni. Mörg þeirra, sérstaklega
þau sem eru á bandi Barcelona,
segja að markaskorarinn Iniesta
hafi reynst hetja spænska liðsins.
Mundo Deportivo segir hann vera
„ofurstjörnu“ Spánverja.
Það blað er eitt þriggja af þeim
fimm stóru á Spáni sem gáfu
Árna Gauti Arasyni fullt hús
fyrir frammistöðu hans í íslenska
markinu í gær. As gengur skref-
inu lengra og gefur honum einum
bestu einkunn í báðum liðum.
Blöðin voru misánægð með fyr-
irliðann Eið Smára Guðjohnsen.
Íþróttablöðin í Madríd, Marca og
As, gefa honum núll á meðan Sport
og Mundo Deportivo, frá Barce-
lona, koma honum til varnar. Stað-
setning blaðanna er þó engin til-
viljun.
Marca og As eru reyndar ansi
grimm í sinni einkunnagjöf og
gefa ófáum leikmönnum núll í ein-
kunn. Ívar Ingimarsson er eini
varnarmaðurinn sem fær núll hjá
Marca. Hjá As er einkunnagjöfin
ekki flókin; Árni Gautur er maður
leiksins, vörnin fékk tvo, djúpu
miðjumennirnir einn og restin
núll.
Þrír gáfu Árna Gauti fullt hús
Diego Maradona, einn
besti knattspyrnumaður allra
tíma, er aftur kominn í fréttirnar
vegna slæms heilsufars.
Maradona liggur nú á sjúkra-
húsi vegna reykinga og ofneyslu
á mat og áfengi. Þetta 47 ára arg-
entínska knattspyrnugoð hefur
nú verið sprautað niður á heilsu-
hæli á meðan líkaminn nær að
jafna sig. Kappinn var þó sjálfur
ekkert á þeim buxunum að leggj-
ast inn.
Maradona er ekki í lífshættu en
hann hefur oftar en ekki farið illa
með sig, ekki síst á meðan hann
var háður eiturlyfjum. Áfengi og
reykingar eru hins vegar tveir af
löstunum sem hann hefur aldrei
tekist að losna við.
Sprautaður nið-
ur á sjúkrahúsi
Spænski landsliðsfram-
herjinn Fernando Morientes fór
úr úr axlarlið í lok fyrri hálf-
leiks gegn Íslandi á miðvikudags-
kvöldið.
Morientes spilar með Valencia
sem mætir Chelsea í átta liða úr-
slitunum meistaradeildarinnar en
getur ekkert verið með í leikjun-
um vegna meiðslanna. Morientes
má ekki hreyfa öxlina í fimmtán
daga og verður frá keppni í þrjár
til fjórar vikur.
Hann hefur áður farið úr axlar-
lið og það gerir meiðslin erfiðari
viðfangs. Hann flæktist í mark-
netinu og datt illa eftir að hafa
verið að fylgja eftir einu af þeim
mörgu skotum sem Árni Gautur
Arason varði í leiknum.
Ekki með á
móti Chelsea
V
in
ni
ng
ar
v
er
ða
a
fh
en
d
ir
h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úb
b.
1
49
k
r/
sk
ey
ti
ð.
9. HVER VINNUR!
SENDU SMS BTC CCF Á 1900
OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
VINNINGAR ERU STALKER, COMMAND AND CONQUER,
DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA
SMS
LEIKUR
LENDIR
29. MARS Í BT!
LENDIR
23. MARS Í BT!
9. HVERVINNUR!
SMSLEIKUR
V
in
ni
ng
ar
v
er
ða
a
fh
en
d
ir
h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úb
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.