Fréttablaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 98
Þeir líta út eins og blanda af liðs-
mönnum The Kinks og Velvet
Underground. Það er fyrir utan
hárskrímslið ógurlega sem er
eins konar asísk útgáfa af Robert
Smith úr The Cure. Þegar þessi
frumraun The Horrors er svo
komin í tækið leyna áhrif frá The
Birthday Party, The Cramps eða
Bauhaus sér ekki.
Þetta er þunglamalegt og oft
draugalegt rokk á köflum. Þar á
ég ekki við að tónlistin sé hæg,
þvert á móti fær trommarinn að
svitna all verulega. En dimm og
lág rödd söngvarans og drakúla-
legur orgelleikurinn fær sveitina
til þess að hljóma eins sörf-rokk
fyrir uppvakninga. Það er greini-
lega með vilja gert að láta tónlist-
ina hljóma skuggalega í samræmi
við allan eyeliner-inn sem þeir
mála undir augun á hverju kvöldi,
auðvitað eftir að myrkva tekur.
Svona rokk vampírur láta ekki sjá
sig í dagsbirtu.
The Horrors er vissulega áhuga-
verð sveit, þá sérstaklega fyrir
þá ákvörðun sína að gefa út plötu
sem hunsar málamiðlanir tónlist-
ariðnaðsins algjörlega. Við fyrstu
hlustun er ekkert lag hérna sem
ég gæti ímyndað mér að útvarps-
stöðvar myndu vilja spila. Það er
svo kannski einmitt vegna þessar-
ar staðfestu þeirra að þeir fengu
þó nokkra athygli frá bresku út-
varpsstöðvunum? Lagið Sheena is
a Parasite hefur gert ágætis lukku
í Bretlandi og liðsmenn sveitar-
innar eru orðnir fastagestir í tón-
listarblöðum á við NME.
The Horrors eru eins og skugga-
hliðin af Bloc Party. Ef breski tón-
listarmarkaðurinn væri teikni-
mynd væru The Horrors skugga-
legu og ofbeldisfullu andhetjurnar
sem væru alltaf að reyna rífa niður
ímynd góðu gæjanna. Svipað eins
og The Misfits í Jem-teiknimynd-
unum. Þessi tónlist er sköpuð sem
andstæða af umhverfinu. Flótti
liðsmanna frá því að verða eins og
allir hinir.
Þetta er fínasta frumraun þrátt
fyrir að hún hljómi eins og hún sé
gerð seint á áttunda áratugnum.
Brimbrettarokk fyrir uppvakninga!
Hljómsveitin Blonde Red-
head mun brátt gleðja
íslenska tónlistarunnendur
á ný en tríóið heldur tvenna
tónleika í aprílbyrjun. Einn-
ig er von á nýrri plötu frá
bandinu svo við slógum á
þráðinn til trommuleikara
sveitarinnar, hins hógværa
en spurula Simone Pace.
„Mér finnst þetta bara fín plata,“
segir Pace íhugull þegar hann
er inntur eftir lýsingu á nýjasta
sköpunarverki tríósins. Platan
„23“ kemur út í Bandaríkjunum
23. apríl en hún er sjöunda plata
sveitarinnar sem síðast gaf út
plötuna „Misery is a Butterfly“
árið 2004. Pace orðar það svo að
nýja platan sé beinskeyttari og dá-
lítið ákveðnari en sú síðasta og út-
skýrir að tónsmíðarnar hafi geng-
ið greiðar en áður. „Við semjum
lögin í sameiningu og það gekk
nokkuð vel, það var alls ekki jafn
flókið og oft áður,“ útskýrir Pace
en hljómsveitin hefur starfað í
óbreyttri mynd frá árinu 1995 svo
félagar hennar eru líklegast orðn-
ir nokkuð vel kunnugir, bróðir
Simone og tvíburi, Amedeo Pace,
syngur og leikur á gítar sem og
hin sjarmerandi Kazu Makino.
Pace líkir titli plötunnar við
skemmtilega tilviljun. „Þessi tala
hefur sérstaka þýðingu fyrir Kazu,
hún er alltaf að hnjóta um hana,
þetta er til dæmis númerið á íbúð-
inni hennar. Það var nú bara pínu
fyndið að platan ætti að koma út
23 . apríl. Við vildum velja einfald-
an titil á plötuna – kannski færir
þessi tala okkur gæfu?“
Platan var tekin upp í New York
og tók sú vinna um tvo mánuði.
„Það erfiðasta var að við vorum
ekki með neinn upptökustjóra í
þetta sinn,“ bætir Pace við, „svo
þetta var heilmikil vinna en við
höfum verið að þjálfa okkur til að
geta gert þetta allt sjálf. Við höfum
fengið aðstoð á hinum plötunum
okkar en erum alltaf mjög virk í
öll upptökuferlinu. Nú vorum við
bara til í að láta reyna á það. Erfið-
ast var að skipuleggja sig og finna
tíma til að gera allt – þegar maður
er að taka upp þá flýgur tíminn
frá manni. Í New York býr maður
ekki við þau forréttindi að geta
verið eins lengi og manni sýnist í
stúdíóinu, mér skilst að það sé að-
eins öðruvísi hjá ykkur á Íslandi?
Er það ekki aðeins afslappaðra?“
Blaðamaður hefur engan heil-
brigðan samanburð svo hann snýr
talinu að tónleikunum og spyr á
hverju hlustendur megi eiga von í
aprílbyrjun. „Við ætlum að reyna
að spila eitthvað af nýju lögunum,
eins mörg og við getum. Kannski
spilar Skúli [Sverrisson] með
okkur – ég veit það ekki ennþá,“
segir Pace rólyndislega. Tónlist-
armaðurinn Skúli Sverrisson er
góðkunningi hljómsveitarinnar
og hefur leikið á bassa fyrir sveit-
ina um árabil, allt frá fyrstu plöt-
unni. „Við höfum þekkst í næstum
tuttugu ár,“ áréttar Pace, „hann er
frábær gaur. Bara mætir í stúdíó-
ið og gerir allt í einni heimsókn.
Hann skilur tónlistina strax.“
Blonde Redhead leikur á
skemmtistaðnum Nasa við Austur-
völl 5. apríl ásamt Kristinu Hersh,
forsprakka bandarísku hljóm-
sveitarinnar Throwing Muses sem
dáleiddi gesti Innipúkans í fyrra.
Hljómsveitin Reykjavík! mun
einnig láta í sér heyra.Trióið leik-
ur síðan á tónlistarhátíðinni Aldrei
fór ég suður á Ísafirði 7. apríl. „Er
það ekki einhvers staðar á miðri
eyjunni?“ spyr Pace forvitinn og
vill einnig vita hvort tónleikarn-
ir verði inni eða úti. Hann virð-
ist nokkuð sáttur við svör blaða-
manns og segir að lýsingar á að-
stæðum þar vestra hljómi bara
vel. Að lokinni Íslandsför tekur
við tónleikamaraþon um allar
trissur, fyrst ferðast sveitin um
Bandaríkin og mun síðan leggja
meginland Evrópu að fótum sér
og skreppa til Ástralíu og Japan.
„Já,“ segir trommarinn og dregur
seiminn, „það verður dálítið mikið
að gera.“
Pace útskýrir að hljómsveitin
taki næstum allan tíma þeirra fé-
laga og því gefist þeim fá tæki-
færi til annarra starfa. „Þá sjald-
an við höfum tíma reynum við að
gera fleira sem við höfum yndi af -
Kazu hefur til dæmis mjög gaman
af hestum og ég af mótorhjólum.
Ég veit ekki hvað við gerum ef við
fáum einhvern frítíma á Íslandi –
kannski ég fái bara að hanga með
Skúla?“
AÐEIN
S Á
TÓNLI
ST.IS
Silvia Night - Goldmine
Forhlustun hafin
á Tónlist.is!
Kemur í verslanir 1. apríl