Fréttablaðið - 30.03.2007, Síða 4

Fréttablaðið - 30.03.2007, Síða 4
Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja og Höfuðborgar- samtökin hafa stofnað með sér Bar- áttusamtökin. Markmið Baráttu- samtakanna er að bjóða fram til al- þingis í öllum kjördæmum og bjóða fram til sveitarstjórna í sem flest- um sveitarstjórnum vorið 2010. Baráttusamtök eldri borgara og Höfuðborgarsamtökin hafa ákveð- ið að skipa hver um sig fimm menn í stjórn Baráttusamtakanna. For- maður verður fyrsta árið úr Bar- áttusamtökum eldri borgara en ár- lega verður skipt um formann. Arndís Herborg Björnsdóttir, for- maður Baráttusamtaka eldri borg- ara, verður formaður fyrsta árið. Baráttusamtökin ætla að berj- ast fyrir því að lífeyris- og bótaþeg- ar hafi aldrei lægri tekjur en sem nemur 210 þúsund krónum á mán- uði miðað við launavísitölu og að tekjurnar fylgi vísitölunni. Heima- vinnandi húsmæður og þeir sem ekki hafa lífeyrisréttindi fái bætur upp á sömu fjárhæð. Öryrkjar fái einnig jafn háar bætur. Samtökin berjast fyrir því að líf- eyrisþegar og öryrkjar geti aflað allt að 500 þúsundum króna í mán- aðartekjur á mann á vinnumark- aði án skerðinga. Skattleysismörk verði lágmark 150 þúsund krónur og hækki í samræmi við launavísi- tölu frá 29. mars 2007. „Kröfur okkar í dag eru skýlaus- ar vegna þess að ríkisvaldið hefur ekki í hyggju að gera neitt í málefn- um eldri borgara og öryrkja. Þrátt fyrir fjálglegt tal er greinilegt að ekkert á að gera,“ segir Arndís. Baráttusamtökin gera ráð fyrir því að stefnumálin leiði til út- gjaldaauka upp á um 20-25 millj- arða króna á ári. Gert er ráð fyrir tekjum á móti, til dæmis með auknu afgjaldi af aflakvóta, lækk- un eftirlauna þingmanna og ráð- herra, hagræðingu í ríkisrekstri og utanríkisþjónustu, átta prósenta hátekjuskattþrepi á mánaðartekj- ur yfir 700 þúsundum, að fjár- magnstekjur verði skattfrjálsar að 150 þúsund krónum. Einnig er lagt til að komið verði á stóreigna- skatti, að lífeyrissjóðum verði gert skylt að reka dvalar- og hjúkrunar- heimili aldraðra, ríkislóðir í Vatns- mýri verði seldar fyrir 30 millj- arða svo fátt sé nefnt. Baráttusamtökin setja einnig skipulags- og uppbyggingarmál á oddinn. Samtökin vilja að strand- byggðir fái eðlilegan aðgang að fiskimiðum og að kvótinn verði þjóðareign. Unnið er að uppstill- ingu lista um allt land. Vilja hærri lífeyri og afnám skerðinga Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja og Höfuðborgarsamtökin ætla að bjóða fram saman í vor. Framboðið vill hækka lífeyri eldri borgara og öryrkja í minnst 210 þúsund á mánuði og afnema skerðingu lífeyris upp að 500 þúsund krónum. Kröfur okkar í dag eru skýlausar vegna þess að ríkisvaldið hefur ekki í hyggju að gera neitt í málefnum eldri borgara og öryrkja. Bill Clinton, fyrr- verandi Banda- ríkjaforseti, mun heim- sækja Færeyj- ar síðla í maí- mánuði næst- komandi. Þetta upplýsti tals- maður vinnu- veitendasam- bands Færeyja, Tórun Ellings- gaard. Með Clinton í för verður Sví- inn Hans Blix, fyrrverandi yfir- maður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna. Þeir Clinton og Blix munu tala um ýmsar hliðar hnatt- væðingarinnar á 500 manna mál- fundi sem haldinn verður í Norð- urlandahúsinu í Þórshöfn 24. maí. Clinton heim- sækir Færeyjar Óskar Steingrímsson, sveitarstjóri Reyk- hólahrepps telur skynsamlegt að hafnarbætur á ferjubryggju og nýframkvæmd fyrir eyjarskeggja í Flatey, til dæmis flotbryggjugerð, verði gerðar á sama tíma. Einnig að þeim verði flýtt til fyrri hluta sumars. Forsvarsmanna Sæferða, sem reka ferjuna Baldur, hafa bent á að betra væri að fá endurbætta bryggju áður en ferðamannavertíðin hefst í sumar, en skips- höfn ferjunnar veigrar sér við því að leggja þar að landi þegar veður eru vond. Óskar segir vel koma til greina að athuga hvort hægt sé að flýta framkvæmdum, svo bryggjan verði boðleg ferðamönnum sem heimsækja eyjuna fyrri hluta sumars. Flateyjarbryggja þoli ekki þung högg í núverandi ásigkomulagi. Óskar hefur ekki séð tillögur sem Tryggvi Gunn- arsson sendi samgöngunefnd í fyrra um endurbætur og hefur ekki séð útlistun á fyrirætlunum Siglinga- stofnunar, en segir að framkvæmdin verði skoðuð nánar á næstunni. Bryggjan í Flatey kom illa undan vetrinum og er víða götótt. Gætu gerst fyrri hluta sumars Epli, gulrætur og enginn viðbættur sykur! Nýtt bragð! Aðeins 42 hitaeiningar í 100 g og hentar flestum sem hafa mjólkursykursóþol 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Búast má við spennu- breytingum með tilheyrandi blikki í rafljósum allt fram að páskum á Austurlandi, vegna spennusetningar og prófana á raf- búnaði í Fljóstsdalsstöð og hjá Fjarðaáli. Nils Gústavsson hjá Lands- neti segir að óþægindin ættu að verða smávægileg og þau stafi aðallega af prófunum hjá Fjarðaáli. „Þetta er fyrst og fremst þangað til þeir byrja uppkeyrsluna, sem ætti að verða um páskana,“ segir hann. Trufl- anirnar eiga ekki að valda tjóni á búnaði né straumleysi. Raftruflanir á Austurlandi Svisslendingur var dæmdur í tíu ára fangelsi í gær fyrir að hafa úðað máln- ingu yfir vegg- myndir af konungi Taí- lands. Er þetta í fyrsta skipti í áratug sem útlendingur er sakfelld- ur á grundvelli strangra laga sem vernda konungsveldið. Oliver Rudolf Jufer, sem er tæplega sextugur, játaði sig sekan um fimm ákæruatriði drottins- svika. Skipaður lögmaður Jufers sagði dóminn viðeigandi miðað við glæpi hans. Jufer var drukkinn við verkn- aðinn að sögn lögmanns hans. Dæmdur fyrir drottinssvik Fjórum til sex ein- staklingum sem þurfa á öndunar- vélum að halda vegna slysa eða sjúkdóma verður nú gert kleift að fara ferða sinna með hjálp að- stoðarmanna í stað þess að vera bundnir öndunarvélum á hjúkr- unarstofnun. Er þetta hluti tveggja ára tilraunaverkefn- is sem ríkisstjórnin hefur ákveð- ið. „Þetta varðar sjálfræði, lífs- gæði og mannlega reisn,“ segir Magnús Stefánsson félagsmála- ráðherra. „Þetta er stórkostleg- ur áfangi í því að veita tilteknum hópi einstaklinga tækifæri til að búa áfram heima en ekki á stofn- un,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra. Ekki lengur bundnir spítala
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.